Ný saga - 01.01.1996, Qupperneq 9

Ný saga - 01.01.1996, Qupperneq 9
Fangarnir á Mön um, en aðrir voru hreinræktaðir nazistar, hrokafullir að sið þýzkra, ókurteisir og ill- viljaðir öllu, sem ekki gat varpað ljóma á nafn Adolfs [Hitlers] skiltamálara og á Þýzkaland. Allt þetta hyski flokkaði ég niður í skrá, en hana hafði ég fært inn í tví- ritunarbók, sem ég geymdi vel.17 Bók Hendriks hafði að geyma margar gagn- legar upplýsingar um fylgismenn „Adolfs skiltamálara“. Þótt Hendrik virðist hafa haft ótrúlega nákvæmar heimildir um félaga Nas- istaflokksins, var það þá sem oftar, að hann lét sínar eigin stjórnmálaskoðanir blinda sig gagnvart bláköldum staðreyndum. Það er ekkert sem bendir til að Þjóðverjar á íslandi, nema ef til vill örfáir menn - flestir nýkomnir til landsins - hafi fylgt nasismanum af sann- færingu.18 „Brúna pestin“ virðist því ekki hafa þrifist vel í íslensku umhverfi. Dregið í dilka Innrás breska hersins kom fáum á óvart og síst af öllum þýska aðalræðismanninum. Þór Whitehead greinir frá því, að Werner Gerlach hafi hálft í hvoru búist við Bretum allt frá 9. apríl og því sett menn sína „á vörð við höfn- ina og á útsýnisstöðum til að vara sig við, ef sæist til innrásarflota Breta.“ Þótt engin merki væru um komu Breta, hafði hann „þó áfram vara á sér og lét þau boð út ganga til Þjóðverja í bænum að gera sér tafarlaust við- vart, ef sæist til herskipa, hvort sem það væri að nóttu eða degi.“19 Aðfaranótt 10. maí vakti símhringing Gerlach af værum blundi. Einn varðmanna hans, hljóðfæraleikarinn Rudolf Camp- hausen, hafði heyrt í breskri flugvél sem flaug yfir bæinn og grunaði hann að bresk innrás stæði fyrir dyrum. Gerlach brá því skjótt við og hélt í stuttan leiðangur um borgina með „manninum í svarta frakkanum“, Schulze- Stentrop loftskeytamanni. Sneri hann síðan heim í bústað sinn og hóf skjalabrennu í baðkari sínu. Einkum mun hann hafa viljað brenna trúnaðarskjöl og mikilvæga dulmáls- lykla.2" Eitt fyrsta verk breska innrásarhersins var að handtaka Gerlach og fjölskyldu hans, starfslið ræðismannsskrifstofunnar og þýska skipbrotsmenn, sem orðið höfðu innlyksa á íslandi. Nokkrir skipbrotsmenn af Bahia Blanca sem sokkið hafði við ísland í janúar 1939 náðu þó að komast undan, en voru smám saman handsamaðir.21 August Lehr- mann, starfsmaður Heinys Scheithers, var þá staddur í Borgarfirði og flúði hann undan breskum hermönnum til Vestfjarða. Annar Þjóðverji, dr. Gerd Will, einn af stofnendum og foringjum Islandsdeildar Nasistaflokksins, komst undan og náðist loks 5. júní í Skaga- firði.22 Fljótlega kom þó röðin að öðrum Þjóðverj- um í Reykjavík og kom þar skráningarbók Hendriks Ottóssonar í góðar þarfir. Einn var sá maður íslenskur sem gekk í fararbroddi bresku hermannanna. Björn [Bói] Hjaltested, starfsmaður Sigurðar B. Sigurðssonar, kjör- ræðismanns Breta og kaupmanns í verslunar- húsinu Edinborg, vísaði bresku hermönnun- um leiðina að húsum nokkurra Þjóðverja. Sigurlaug Jóhannsdóttir, eiginkona Heinys Scheithers, minnist þess, að árla her- námsmorguninn hafi verið barið allhressilega að dyrum á heimili þeirra hjóna. Þegar hún lauk upp dyrunum ruddi Björn henni um koll og arkaði inn ganginn í leit að eiginmanni hennar. Að baki hans fóru breskir hermenn.23 Bretar gerðu sér fyllilega grein fyrir því, að valdbeiting við erlenda þegna í hlutlausu landi var skýlaust brot á alþjóðalögum.24 Á móti kom, að 9. apríl höfðu Þjóðverjar hand- tekið og niðurlægt Howard Smith, sendiherra Bretlands í Danmörku. Smith var nú orðinn sendiherra á íslandi og hafði orðið samskipa breska hernum til íslands. En handtökur á Bretum í Danmörku höfðu þó verið furðan- lega vægar, þar sem aðeins ógiftir menn á her- þjónustualdri voru handteknir. Þótt bresku herforingjarnir vildu gjarnan handtaka alla Þjóðverja á Islandi í samræmi við stefnu stjórnvalda, töldu þeir óviturlegt að ganga mikið lengra í slíkum aðgerðum en þýski her- inn í Danmörku.25 Þegar dagur var kominn að kvöldi 10. maí voru aðeins fimm heimilisfastir Þjóðverjar enn í vörslu Breta: dr. Heinrich Dúrr raf- magnsverkfræðingur, dr. Max Keil, dr. Rudolf Leutelt jöklafræðingur, Karl Petersen fyrrum afgreiðslumaður í Braunsverslun og Heiny Gerlach brá því skjótt við og hélt í stuttan leiðangur um borgina með „manninum í svarta frakkan- um“, Schulze- Stentrop loft- skeytamanni Bretar gerðu sér fyllilega grein fyrir því, að valdbeiting við erlenda þegna í hlut- lausu landi var skýlaust brot á alþjóðalögum 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.