Ný saga - 01.01.1996, Page 11

Ný saga - 01.01.1996, Page 11
Fangarnir á Mön i Mynd 2. Hópur þýskra fanga bíður þess á hafnarþakkanum að vera fluttur burt í tundurspillinum Sheffield. yfir Vestur-Evrópu með herjum sínum, var komið annað hljóð í strokkinn: í maílok 1940 var aðeins einn hundraðs- hluti almennings mótfallinn aðgerðum stjórnvalda í garð útlendinga og meirihlut- inn taldi, að taka ætti alla útlendinga í gæslu. Þessar tölur voru í hrópandi ósam- ræmi við samsvarandi tölur einum mánuði áður.37 En þegar fjöldahandtökurnar voru hafnar vöknuðu bresk stjórnvöld upp við vondan draum. Hvar átti að geyma alla þessa útlend- inga sem talið var að ógnuðu öryggi Bret- lands? í ágúst 1939 hafði breska hermálaráðu- neytið (War Office) látið reisa 27 fangabúðir um allt Bretland, en um áramótin 1939/40 höfðu flestar þeirra verið lagðar niður. Vildu yfirvöld öryggismála í London ógjarnan safna hættulegum útlendingum saman í landinu sjálfu, því þeir gætu orðið „fimmta herdeild" Þjóðverja, ef til innrásar þýska hersins kæmi og fallhlífarhermenn tækju búðirnar.38 Um miðjan maí 1940 ákváðu því bresk stjórnvöld að notfæra sér reynsluna úr fyrri heimsstyrj- öldinni. Árin 1914-15 höfðu Bretar handtek- ið 32.000 útlendinga, aðallega Þjóðverja, og voru um 20.000 þeirra geymdir í Knockaloe- búðunum á eynni Mön og margir fluttir nauð- ugir til fyrrum nýlendna Bretaveldis.39 Ekki stóð á Manarbúum að taka við erlendum föngum að nýju, en að þessu sinni var erfiðara að eiga við samveldisríkin. Frá því í lok maí og fram í miðjan júní hafði breska nýlendumálaráðuneytið sam- band við stjórnvöld í Kanada, Suður-Afríku, Nýja-Sjálandi og Ástralíu í því skyni að leita eftir aðstoð þeirra við að hýsa erlenda fanga frá Bretlandi. Bretar ráðgerðu að senda allt að 7.000 útlendinga til fangabúða erlendis, þar af 3.000 stríðsfanga og 4.000 óbreytta borgara, en „aðeins þá allra hættulegustu.“ 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.