Ný saga - 01.01.1996, Qupperneq 14

Ný saga - 01.01.1996, Qupperneq 14
Snorri G. Bergsson Mynd 8. Heinrich Gerhard Tegeder. Mynd 9. Karel Vorovka (Kári Valsson prestur í Hrísey). ekki voru skráðir sem flóttamenn, nema ef þeir hefðu búið í Bretlandi frá 1919 eða leng- ur. Annað skrefið yrði að handtaka þá sem byggju utan stórborga og að lokum kæmi röð- in að þeim sem eftir væru.55 En harðlínustefnan sem endurspeglaðist í ákvæðinu frá 25. júní hafði verið skotin í kaf með Arandora Star. Almenningur, fjölmiðlar og frjálslyndir stjórnmálamenn mótmæltu nú harðlínustefnu stjórnvalda í garð útlendinga, og kröfðust stefnubreytingar. Á fundi breska þingsins 10. júlí deildu þingmenn hart um mál þeirra og að lokum var ákveðið að leysa þá úr haldi sem ekki töldust sérstaklega hættulegir (B- og C-flokkar). Hinn 5. ágúst fékk innan- ríkisráðuneytið yfirstjórn gæslubúðanna í hendur að nýju, en Swinton-nefndin hafði stjórnað þeim frá því í lok maí, og hóf að framfylgja hinni nýju stefnu breska þingsins. Um vorið 1941 voru það einkum karlar og konur úr A-flokki útlendinga sem gistu gæslubúðirnar.56 Það er næsta kaldhæðnislegt, að þessi stefnubreyting breskra stjórnvalda var gerð opinber á sama tíma og Þjóðverjarn- ir sátu í gæsluvist á gamla stúdentagarðinum í Reykjavík, en þeim var þó ekki sleppt með tilkomu hinna nýju lagaákvæða. Líkast til hefur þar komið til ótti Breta við moldvörpustarfsemi Þjóðverja á Islandi, veð- urskeytasendingar og jafnvel spellvirki. Það virðist sem bresku herstjórnaryfirvöldin á Is- landi hafi framfylgt þeirri stefnu að handtaka alla þá sem ekki voru „flóttamenn undan kúgun nasista“ og tókst það að mestu leyti. Einnig ber að hafa í huga að sendistöðin sem Gerlach og menn hans höfðu notað fannst hvergi í ræðismannsbústaðnum, þrátt fyrir dauðaleit breskra sérfræðinga. Bretar þurftu því að reikna með, að einhver Þjóðverji sem eftir sæti, hefði sendistöð undir höndum og gæti því haldið áfram skeytasendingum til Þýskalands. Af þeim sökum var gengið hart fram við handtökur í júlíbyrjun. Karl Eiríksson forstjóri, mágur Heinrichs Durrs, komst í kynni við þennan ótta Breta. Faðir hans, Eiríkur Ormsson, hafði keypt jörðina Skeggjastaði í Mosfellssveit og þar voru langdvölum þær Sigrún Eiríksdóttir Durr og Helga Keil ásamt börnum sínum. Bretum varð tíðförult að Skeggjastöðum og komu þangað að minnsta kosti þrisvar sinn- um til að leita týndu sendistöðvarinnar.57 Bresku hernaðaryfirvöldin á íslandi vissu sem var, að brottflutningur Þjóðverjanna var óvinsæll meðal landsmanna, sem margir töldu slíkar aðgerðir íhlutun í íslensk innanríkis- mál. En hvers vegna gátu Bretar þá ekki fang- elsað Þjóðverjana á íslandi? Howard Smith, sendiherra Bretlands, taldi óheppilegt að setja menn þessa í gæslu á íslandi, þar sem „íslenskum stjórnvöldum væri ekki treystandi til að hafa á þeim fullnægjandi gætur,“ þar sem frjálsræði fanga væri of mikið. Niður- staða Smiths var sú, að íslensk refsilög væru vafalaust ágæt undir venjulegum kringum- stæðum, en hentuðu alls ekki á stríðstímum, þar sem fyllsta öryggis þyrfti að gæta.58 Því var ekki um neitt annað að ræða en senda þýsku fangana til Bretlands. Fyrst um sinn voru flestir Þjóðverjarnir frá íslandi vistaðir í bænum Gourock, rétt utan við Glasgow, og þar skildu leiðir. Sumir fóru til Knopsdale-fangabúðanna í Argyll í Skot- landi, aðrir til fangabúða í London eða til Huyton-búðanna utan við Liverpool.59 Bjarni Jónsson læknir, einn „Petsamo-fanganna“, var fluttur beint til London frá Gourock. í Pentonville-fangelsinu í London hitti hann fyrir tvo þýska fanga frá íslandi, mann frá Vestmannaeyjum [Heinrich Gerhard Tege- der sjómann] og tékkneskan ferðalang [Karel Vorovka, sem er betur þekktur sem sr. Kári Valsson, fyrrum prestur í Hrísey].60 Tveir Ak- ureyringar, Sigurður Finnbogason og Þórhall- ur Pálsson, sem Bretar handtóku í ágúst 1940 fyrir brot á loftskeytabanninu, voru einnig fluttir til Skotlands. Þaðan fóru þeir til Liver- pool og síðar til London, en enduðu eins og aðrir á eynni Mön.61 Á eynni Mön Eyjan Mön í írlandshafi var einn helsti sumar- leyfisstaður Bretlandseyja. Þangað streymdi fjöldi fólks á hverju ári og naut sumarsins í ró- legu og þægilegu umhverfi. Sumarvertíðin 1939 var þó í styttra lagi, og um miðjan ágúst sneru um 70.000 gestir á Mön aftur til megin- lands Bretlands. Við bættist, að flestar bókan- 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.