Ný saga - 01.01.1996, Síða 16

Ný saga - 01.01.1996, Síða 16
Snorri G. Bergsson Niðurstaða Smiths var sú, að íslensk refsilög væru vafaiaust ágæt undir venjuleg- um kringum- stæðum, en hentuðu alls ekki á stríðs- tímum, þar sem fyllsta öryggis þyrfti að gæta fornt virki víkinga og tvö hringlaga hús sem byggð höfðu verið af Keltum.64 Þegar í júní 1940 voru stofnaðir óformlegir háskólar (Popular University og Youth University) í búðunum í Douglas og kennararnir voru ekki af verri endanum: Þjóðverjar og þýskir Gyð- ingar sem m.a. höfðu kennt í Oxford, Cam- bridge, London School of Economics og mörgum helstu háskólum Þýskalands. Með stuðningi herstjórnarinnar og almennra borg- ara var komið á fót nokkuð veglegu bóka- safni, sem notað var við kennsluna. Einnig voru gefin út vikublöð, t.d. Mooragh Times og Onchan Pioneer, og höfðu fangarnir auk þess aðgang að The Times og Daily Tele- graph. Ronald Stent, sem var meðal þýsku gæslufanganna á Mön, gerði lista yfir almennt fræðslustarf í Hutchinson-búðunum í dæmi- gerðri októberviku. Hér á eftir fer dagskrá tveggja fyrstu daganna: Sunnudagur: 11:45 Dr. Reich: Málstofa í landbúnaði. Veirur í hagkerfi náttúrunnar. 16:00 Dr. Wiener: Sögulýsingar: Ur leyniskýrslum Metternichs. 19:45 Próf. Isaak: Saga lækninga (frh.). 20:00 Hr. Sadler: Menningarsaga miðalda (frh.). Mánudagur: 12:00 B. L. Frank: Lífeðlisfræði. Næringarfræði. 14:45 Hr. Rosenberg: Upphaf lýðræðis í Englandi. 16:00 Dr. Wartenberg: Frá fyrstu árum flugsins. 16:30 Dr. Unger: Grísk heimspeki: Platon (frh.). 20:00 Upplestur: Þýsk ljóðskáld. 20:00 Dr. Bratu: Frönskukennsla. Einnig var boðið upp á fyrirlestra í gyðingleg- um og kristnum fræðum, tæknifræðslu, kennslu í ljósmyndun, málstofur í heimspeki, bókmenntum, hagfræði og stjórnmálafræði, fleiri fyrirlestra í sagnfræði, tvenna tónleika (úr verkum Bachs og Schuberts) og fleira. Allt var þetta á dagskrá í sömu vikunni.65 I búðunum ráku fangarnir ýmiss konar starfsemi, svo sem rakarastofur, skóvinnu- stofur og bakarí, auk þess sem margir þeirra unnu fyrir sér við bústörf á nærliggjandi sveitabæjum. Fangarnir nýttu vinnu og kunn- áttu sína til fulls, og sem dæmi má nefna, að skósmiðurinn lagfærði fótabúnað bakarans, sem greiddi fyrir sig með tertu eða öðru góð- gæti. Páll Sigurðsson verkfræðingur, sem Bretar handtóku fyrir meintar „njósnir“ og sendu til Manar, sagði svo frá:66 [Aðbúnaðurinn] var með ágætum. Þarna bjuggum við í litlum húsum. T.d. í húsi því, sem jeg var í, vorum við 18 alls. Hvert hús hafði sinn eigin matsvein og þar voru hátal- arar frá útvarpi. Þá var hægt að kaupa ýmsa munaðarvöru, sígarettur og annað.67 Eiginkonur og afkomendur Manarfanga, skýrslur og skjöl og vitnisburðir þeirra sjálfra eru einróma um hinn furðanlega góða aðbún- að sem til staðar var á Mön. Sem dæmi má nefna, að Lárus Þorsteinsson sjómaður, sem Bretar handtóku hér á landi fyrir „njósnir", var sendur þangað til „heilsubótar" síðla árs 1944, vegna þess að hann þoldi illa vistina í Brixton-fangelsinu í London.68 Á vordögum 1940 voru um 3.500-4.000 út- lendar konur handteknar í Bretlandi, tæplega 10% þeirra sem komið höfðu til flokkunar haustið 1940. Þær voru flestar úr hópi flótta- manna eða þjónustustúlkna, sem af mörgum ástæðum voru taldar hættulegustu njósnara- efni Þjóðverja.61' Konur þessar voru vistaðar í nágrannaþorpunum Port Erin og St. Mary á Rushen-skaganum, virðulegum sumarleyfis- stöðum á Mön. Þar fengu konurnar, þeirra á meðal Gertrude og Ilse Hásler frá ísafirði,70 ágætis aðstöðu og var aðbúnaður allur hinn besti. Öli þjónusta var þar til staðar, svo sem dagheimili, barnaskóli, hárgreiðslustofur, fataverslanir og kjörbúð. Margar konur í Port Erin áttu eiginmenn eða „vini“ í öðrum gæslubúðum á Mön71 og var sérstakur skáli notaður fyrir heimsóknir þeirra og reglu- bundna dansleiki, þar sem oft hófust nánari kynni milli karl- og kvenfanga. Síðla árs 1940 var því komið á fót fæðingarheimili í kvenna- búðunum, og þótti ekki vanþörf á.72 Breskur almenningur, sem lengi bjó við skömmtun nauðsynjavarnings, leit þessa þæg- indadvöl útlendinganna óhýru auga. Einkum taldi fólk óeðlilegt að hinir „hættulegu" fang- 14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.