Ný saga - 01.01.1996, Qupperneq 18

Ný saga - 01.01.1996, Qupperneq 18
Snorri G. Bergsson Mynd 12. Gústaf Adólf Sveinsson lögfræðingur. Utanríkisráðu- neytið tók mála- leitan þeirra vel og sneri sér á nýjan leik til Breta. Stríðinu var lokið og ekkert átti því að vera því til fyrirstöðu að mönnunum yrði sleppt úr haldi haldi og senda þá til heimila þeirra í Bret- landi, enda var von á stórum hópum stríðs- fanga þá um sumarið. Síðla sumars 1944 var gæsluföngunum í Mooragh í Ramsey, sem flestir áttu lögheimili utan Bretlands, sýndur listi með nöfnum þeirra manna, sem heimilt var að snúa heim til Þýskalands í fangaskipt- um og meðal þeirra voru flestir fangarnir frá íslandi. Virðist sem þeim hafi verið í sjálfs- vald sett hvort þeir sætu áfram á Mön eða færu heim til Þýskalands, ef nöfn þeirra væru á annað borð á lausnarlistanum.82 Erfitt er að áfellast heimþrá þeirra, enda töldu þeir væn- legra að búa á heimaslóðum en sitja í gæslu- búðum í Bretlandi, þótt margir fangar hafi neitað að yfirgefa búðirnar þegar þeim bauðst frelsi.83 Þegar fimm ár voru liðin frá hernámi ís- lands, 10. maí 1945, sátu enn átta Þjóðverjar frá Islandi í breskum fangabúðum á Mön. Þeir voru: Kurt Blumenstein húsgagna- smiður, Heinrich Durr, Friedrich Falkner listvefari, Karl Hirst bóndi, Heribert Pietsch sjónglerjafræðingur, Wilhelm Vedder úrsmið- ur, Konstantin Eberhardt verslunarmaður og Max Keil,84 en sá síðastnefndi var þá nýkom- inn frá Kanada. Fjarvera fanganna frá íslandi olli fjölskyldum þeirra margvíslegum vanda. Þeir höfðu flestir verið einu fyrirvinnur fjöl- skyldna sinna, sem nú framfleyttu sér á tak- mörkuðum framlögum sænska sendiráðsins, sem annaðist mál Þýskalands á stríðsárunum. Einnig komu upp mörg félagsleg vandamál, til dæmis voru sum börn og jafnvel eiginkon- ur þeirra lögð í einelti eða áreitt á annan hátt.85 Eiginkonur fanganna vissu þó fyrir víst, að litlar líkur væru á lausn þeirra fyrr en í stríðs- lok. Þó voru aðstæður mismunandi og haust- ið 1944 var farið að grennslast fyrir um hugs- anlega lausn Konstantins Eberhardts, fyrrum afgreiðslumanns í Braunsverslun. Eiginkona hans hafði verið alvarlega veik í tvö ár og þótti því mikilvægt að fá Eberhardt lausan til að annast hana og sjá henni farborða.86 Erind- rekar utanríkisráðuneytisins áttu viðræður við fulltrúa breska sendiráðsins í Reykjavík, sem „taldi útilokað að Eberhardt yrði leystur úr haldi fyrir stríðslok." Ennfremur spurði ráðuneytið hvort ótti hans við að hann yrði sendur til Þýskalands í stríðslok, „en ekki heim til íslands, væri á rökum reistur.“ Sendi- ráðið taldi líklegt, að fangar sem fengju dval- arleyfi á íslandi myndu snúa þangað aftur í stríðslok, nema þeir óskuðu annars.87 Bréf ut- anríkisráðuneytisins til sendiráðsins í London um málefni Eberhardts varð upphafið að langri deilu um mál þýsku fanganna. Þar sagði meðal annars: Er þess vænst að sendiráðið athugi hvaða undirtektir þetta mál fær hjá hlutaðeigandi brezkum hernaðaryfirvöldum. Það skal tekið fram, sem upplýsingar fyrir sendiráðið, að ráðuneytið hefur í dag átt viðræður við sendiráð Breta um þetta mál. Sendiráðið kvaðst ekki vita hvaða undirtektir málið fengi í London, en hafði hinsvegar talsverðan áhuga fyrir því að mál þetta yrði sent sem einskonar prófmál þangað með milligöngu sendiráðs íslands þar. Kvaðst sendiráðið gjarnan vilja fá úr því skorið hvaða augum væri nú litið á slík mál þar.88 En bresk stjórnvöld lýstu því yfir, að ekkert yrði gert í málinu fyrr en að stríði loknu. Um miðjan maí 1945 tóku því eiginkonur og nán- ustu aðstandendur fanganna sig saman með aðstoð Gústafs A. Sveinssonar hæstaréttar- lögmanns og föluðust eftir aðstoð ríkisstjórn- arinnar við að fá þá lausa.89 Utanríkisráðu- neytið tók málaleitan þeirra vel og sneri sér á nýjan leik til Breta. Stríðinu var lokið og ekk- ert átti því að vera því til fyrirstöðu að mönn- unum yrði sleppt úr haldi. í bréfi Agnars Kl. Jónssonar, skrifstofustjóra utanríkisráðuneyt- isins, var sendiráði íslands í London falið að gera þær ráðstafanir, sem tiltækilegar þykja til þess að hjálpa téðum Þjóðverjum til þess að losna sem fyrst úr varðhaldi í Bretlandi, með tilliti til þess að hér eiga að- ild að máli konur, sem hafa íslenskt ríkis- fang og börn, sem verða íslenskir ríkis- borgarar.90 Fljótlega barst utanríkisráðuneytinu skýrsla frá sendiráðinu í London. Þar kom fram að Bretar hefðu þegar „tekið málið til athugun- ar með tilliti til hins breytta viðhorfs, en hins- vegar var jafnframt frá því skýrt að afgreiðsla málsins tæki óhjákvæmilega nokkurn tíma.“91 í annarri viku júnímánaðar 1945 bættust Sig- 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.