Ný saga - 01.01.1996, Page 19

Ný saga - 01.01.1996, Page 19
Fangarnir á Mön ríður Á. Wöhler og Fanney Camphausen í hóp þeirra kvenna sem leituðu lausnar fyrir þýska eiginmenn sína. Menn þeirra, Heinrich Wöhler og Rudolf Camphausen, höfðu farið í fangaskiptunum til Þýskalands 1944 og dvöld- ust þar í landi.92 Aðstaða þeirra var þó mun lakari en Manarfanganna sjálfra, því auðveld- ara var að fá fanga senda frá Bretlandi en al- menna borgara frá Pýskalandi. Fór því svo að utanríkisráðuneytið taldi sig ekki getað orðið til aðstoðar í máli þeirra.93 Ekki leið þó á löngu þar til Bretar höfðu mótað nýja stefnu í þessum málum. Sökum þess að stríðinu í Evrópu var lokið tilkynnti breska stjórnin að engar hindranir væru í vegi fyrir flutningi Manarfanga til íslands og það eina sem á skorti væru vegabréfsáritanir ís- lenskra stjórnvalda.94 En þar stóð hnífurinn í kúnni. Á náðir íslenskra stjórnvalda „Nýsköpunarstjórnin", samsteypustjórn Sjálf- stæðisflokks, Alþýðuflokks og Sósíalista- flokks undir forsæti Ólafs Thors, hafði ekki mótað neina stefnu í slíkum málum. Utanrík- isráðuneytið hafði svarað hverri umsókn um aðstoð á viðeigandi hátt og reynt af fremsta megni að verða Þjóðverjunum að liði. Starfs- menn þess, einkum Agnar Kl. Jónsson, höfðu gengið fram af röggsemi og fylgt stefnu Ólafs Thors, forsætis- og utanríkisráðherra, í mál- inu, en hann lagði áherslu á örugga lausn þess. Þótt Ólafur hafi reynt að leysa úr málum Manarfanganna og knúið á urn lausn mála, stoðaði það lítt þegar kom að veitingu land- vistarleyfa á íslandi. Þar kom til kasta Finns Jónssonar dómsmálaráðherra, sem ekki var jafn fús til að slá striki yfir „syndir" fortfðar- innar og Ólafur. Finnur var í meginalriðum andvígur veitingu landvistarleyl'a Þjóðverjun- um til handa og neitaði að leyfa heimkomu þeirra án samþykkis Alþingis. Um sumarið 1945 bættust tveir „íslenskir" Þjóðverjar í umræðuna. Það voru þeir Ernst Hinz og Frank Húter, sem þá dvöldu í fanga- búðum í Ottawa í Kanada. Hinz hafði farið til Kanada í júlí 1940, vísast í samfylgd með Max Keil, Gerd Will, Heinrich Dúrr, Wilhelm Möllenstadt og Karl Meuschke á pólska skip- inu Sobrieski. Frank Húter hafði farið víða, meðal annars til Ástralíu95 með skipinu Dunera, sem lýst var sem „fljótandi þræla- búðum“,96 en var nú kominn til Kanada. Fangabúðirnar í Ottawa voru þær einu í Kanada sem enn voru í notkun í stríðslok, en llestir Þjóðverjarnir höfðu verið sendir aftur til Bretlands eða fengið hæli í Bandaríkjun- um. Mál Ernsts Hinz var sérlega athyglivert og reyndi það nokkuð á stefnu íslensku ríkis- stjórnarinnar. Hinn 18. júní 1945 hafði Agnar Kl. Jónsson skrifað F.K. Warren skipaútgerð- armanni, settum vararæðismanni Islands í Halifax í Nova Scotia, og beðið hann að at- huga hvort mögulegt væri að fá Hinz lausan. Warren var vel kunnugur Gordon Isnor, þing- Mynd 13. Jólamatseðillinn 1940 í Hutchinson fangabúðunum. 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.