Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 20
Snorri G. Bergsson
C.imp, Pk*
y TO CANTEEN, PEVéM'.pAU
amount oj 7^—y —^ j
Signaiurc
Saiw in block l^tcn
Hou«Can‘. ' /
lnitiaUed......
IIousc
Cmitffn Voucber.
I Voucher is vaiid i
ONE POUND
«t the Peveril Internme
Ctunp Canteen Only.
OSTAINEES A/o
Finance
j >.v r:r - *-• SEFTON l.c; :
(I ¥ • DOUGLAS, I. O.M. .
Mynd 14.
Nokkrar tegundir
af bréfpeningum
sem giltu i
fangabúðunum.
manni frá Halifax, sem tók málaleitan hans
vel og hét honum því, aö málið næði til æðstu
ráðamanna.” í bréfi H.N. Streights hershöfð-
ingja, yfirmanns stríðsfangamála í Kanada,
kom fram að ríkisstjórn Kanada hefði fallist á
beiðni breskra hernaðaryfirvalda um, að
þýskir gæslufangar yrðu sendir til Bretlands.‘Jli
Svo virðist þó sem kanadísk stjórnvöld hafi
talið sér fært að gera undantekningar frá
hinni almennu reglu. í júlí skrifaði Laurent
Beaudry, aðstoðarutanríkisráðherra Kanada,
til Gordons Isnors og tjáði honum að
kanadisk stjórnvöld væru reiðubúin til að
athuga málið betur, ef ríkisstjórn Islands
færi þess formlega á leit og bæri ábyrgð á
manni þessum og flutningi hans til íslands.
Pó væri ólíklegt að honum yrði sleppt í
Kanada.w
Ef ríkisstjórn íslands hefði farið fram á flutn-
ing Hinz til íslands, hefði hann vafalaust ver-
ið leystur úr haldi og einnig Húter. Hvorugur
þessara manna hafði brotið af sér á nokkurn
hátt, en sem fyrr lét Finnur Jónsson sér þó
fátt um finnast.
í ágústlok barst síðan sendiráði íslands í
London bréf frá Ernst Hinz, sem þá var
staddur á eynni Mön, þar sem hann fór fram
á vegabréfsáritun til íslands. En dómsmála-
ráðuneytið neitaði að veita honum landvistar-
leyfi og þar við sat.'"" Mál Ernsts Hinz sýndi
glöggt að dómsmálaráðuneytið vildi að svo
stöddu lítið gera þýsku föngunum til hjálpar.
Hinn 14. ágúst 1945 skrifaði utanríkisráðu-
neytið sendiráði íslands í London og lýsti yfir
því, að formleg tilkynning hefði borist frá
sendiráði Bandaríkjanna á íslandi um, að af
þeirra hálfu væri ekkert því til fyrirstöðu að
þýsku fangarnir gætu snúið aftur til íslands.
En Finnur Jónsson vildi fara sér hægt og full-
vissa sig um að allt færi eftir settum reglum.
Sökum þess að upplýsingar um fangana voru
af skornum skammti fór dómsmálaráðuneyt-
ið fram á útskrift frá réttarhöldum yfir
þeim."" í byrjun október tilkynntu Banda-
ríkjamenn að afrit af yfirheyrslum yfir mönn-
unum væru í þeirra höndum og yrðu þau af-
hent íslenskum stjórnvöldum við fyrsta tæki-
færi. I þeim fælist, að viðkomandi menn
hefðu verið handteknir sökum þjóðernis síns
og hefðu hreinan skjöld að mati bandarískra
hernaðaryfii-valda. Pví væri málið nú í hönd-
um íslendinga.102
Þegar líða tók á haustið 1945, höfðu íslensk
stjórnvöld þó lítið aðhafst í málinu. Fangarn-
ir sátu enn á Mön og tilraunir aðstandenda
þeirra til að fá þá leysta úr haldi höfðu reynst
árangurslausar vegna aðgerðaleysis dóms-
málaráðuneytisins. í október bað Finnur
Jónsson utanríkisráðuneytið að fara þess á
leit við sendiráð íslands í Stokkhólmi, að afl-
að yrði upplýsinga um stefnu Svía „viðvíkj-
andi heimkomu og dvalarleyfi Pjóðverja í Sví-
18