Ný saga - 01.01.1996, Qupperneq 21

Ný saga - 01.01.1996, Qupperneq 21
Fangarnir á Mön þjóð, einkum þeirra, sem kvæntir eru sænsk- um konum.“"13 Svar sænska utanríkisráðu- neytisins var ljóst: Engir erlendir ríkisborgar- ar, Pjóðverjar eða aðrir, fengju landvistarleyfi í Svíþjóð nema um flóttamenn væri að ræða. Hins vegar væru leyfðar tímabundnar heim- sóknir útlendinga til landsins, en aðeins ef viðkomandi væri giftur sænskum ríkisborg- ara.104 Fljótlega kom í ljós, að Noregur og Danmörk fylgdu sömu stefnu."15 Virðist Finn- ur Jónsson hafa tekið þessa stefnu upp á arma sína, en reynt að tefja afgreiðslu málsins með öllum ráðum. Sendiráð íslands í London var hins vegar í stöðugu sambandi við breska utanríkisráðu- neytið og rak erindi Þjóðverjanna af alefli. í nóvemberlok báðu bresk stjórnvöld íslend- inga að hraða ákvörðunum í máli þeirra, því Peveril-búðirnar, einu búðirnar á Mön sem enn voru í notkun, yrðu brátt lagðar niður og ef íslensk stjórnvöld sæju sér ekki fært að veita mönnunum landvistarleyfi yrðu þeir sendir til Þýskalands, ásamt öðrum föngum sem ekki höfðu ríkisborgararétt í Bretlandi. Stjórnvöld [í Bretlandi] vilja að sjálfsögðu ekki stíga þetta skref, ef það er ætlun ís- lensku ríkisstjórnarinnar að leyfa þeim að snúa aftur til fjölskyldna sinna á íslandi. Við vonumst því til, að ríkisstjórn ís- lands muni komast að niðurstöðu eins fljótt og hægt er og yrðum við þakklátir ef hægt væri að láta þau [bresk stjórnvöld] vita um stöðu mála og tilkynna okkur sam- stundis og landvistarleyfi fæst fyrir þessa menn á íslandi.1"'' Nú var orðið ljóst, að ákvörðun ríkisstjórnar- innar gat ekki beðið miklu lengur. Finnur Jónsson vísaði þó frá beiðni 30 þingmanna um að föngunum yrði leyfð heimkoma til ís- lands og krafðist þess að Alþingi fjallaði um málið. Hinn 4. desember 1945 var lögð fram á Al- þingi þingsályktunartillaga um „landvistar- leyfi nokkurra útlendinga“. Þingmenn Sjálf- stæðisflokks stóðu að baki tillögunni og fengu þeir Framsóknarflokkinn í lið með sér. Hér var í reynd um mjög sérstakt mál að ræða, þar sem stærsti stjórnarflokkurinn, Sjálfstæðis- flokkur, gekk í eina sæng með stjórnarand- stöðunni í flutningi tillögu sem vitað var að hinir stjórnarflokkarnir, Alþýðuflokkur og Sósíalistaflokkur, væru andsnúnir. Flutnings- menn tillögunnar voru þeir Sigurður Bjarna- son frá Vigur og Hermann Jónasson, fyrrver- andi forsætisráðherra, en þeir höfðu fengið leyfi þingflokka sinna til að flytja málið. Ólaf- ur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, bauð þó Sigurði að fara var- lega, því hann „vildi ekki sprengja ríkisstjórn- ina út af Pjóðverjunum“, þótt hann styddi málið að öðru leyti."17 Tillagan hljóðaði svo: Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að veita þeim Þjóðverjum, sem kvæntir eru íslenzkum konum og búsettir voru hér á landi árið 1939, landvistarleyfi á Islandi nú þegar, enda hafi þeir ekki orðið uppvísir að því að hafa rekið hér starfsemi í þágu er- lendra ríkja, sem hættuleg geti talizt hags- munum íslendinga, eða framið aðra verkn- aði, sem ósæmilegir séu að almenningsá- liti.11* Daginn eftir var ákveðið að taka tillöguna til einnar uniræðu í sameinuðu alþingi hinn 12. sama mánaðar. í millitíðinni bar þó ýmislegt til tíðinda. Mynd 15. Finnur Jónsson dómsmálaráöherra. „stórhættulegir fyrir öryggi landsins“ Hinn 3. desember barst utanríkisráðuneytinu bréf breska sendiráðsins í Reykjavík unr mál Þjóðverjanna. í bréfinu var lýst vilja breskra og bandarískra stjórnvalda til að flytja þýsku fangana til íslands, en málið væri óljóst, því íslensk stjórnvöld hefðu enn ekki gert upp hug sinn hvað það varðaði."1'' í meðfylgjandi skýringarbréfi utanríkisráðuneytisins beiddist Agnar Kl. Jónsson þess, að dómsmálaráðu- neytið lýsti því yfir án tafar, hver stefna ráð- herra væri í þessum málaflokki.1111 Utanríkis- ráðuneytinu barst samdægurs svarbréf Finns Jónssonar dómsmálaráðherra, þar sem stefna hans í garð þýsku fanganna kom skýrt fram. Þar sem kunnugt er að af hálfu Þjóðverja var í stríðsbyrjun rekin starfsemi hér á landi sem hættuleg gat verið öryggi lands- ins, en eigi hefir enn fengist upplýst, þrátt fyrir eftirgrennslanir, hverjir ráku þá starf- semi, telur ráðuneytið eigi varlegt að veita Fangarnir sátu enn á Mön og tilraunir aöstand- enda þeirra til að fá þá leysta úr haldi höfðu reynst árangurs- lausar vegna aðgerðaleysis dómsmálaráðu- neytisins 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.