Ný saga - 01.01.1996, Page 24

Ný saga - 01.01.1996, Page 24
Snorri G. Bergsson Eftir að fangarnir höfðu verið fluttir til Þýskalands varð Ijóst, að róðurinn hafði þyngst hvað snerti endur- komu þeirra til íslands Allt frá brottflutningi Manarfanganna til Þýskalands hafði verið full- Ijóst, að erfitt gæti reynst fyrir þá að komast úr landinu að nýju Breska hernámssvæðið: Konstantin Eberhardt og Karl Hirst, Kiel. Ernst Hinz, Liibeck. Max Keil og Arnold Henckell, Hamborg. Wilhelm Vedder, Dortmund. Rudolf Camphausen, Dussel- dorf, og Richard Paarman-Braun, Hutin í Holstein. Arnold Henckell og Richard Paarman-Braun höfðu snúið til Þýskalands fyrir stríð. Bandaríska hernámssvæðið: Friedrich Falkner, Oberhassen. Hans Hasler bakari, Birnstengel. Kurt Bluinenstein, Frankfurt. Jacob Ruckert bifvélavirki, Mannheim. Heinrich Dúrr, Stuttgart. Heribert Pietsch, Wilheim í Bæjaralandi, og Herbert Steinmann hanskagerðarmað- ur, Trauenstein í Bæjaralandi. Sovéska hernámsvæðið: Walter Knauf, Erfurt. Bruno Kress, Meck- lenburg. Walter Kratsch, Saxlandi. Eugen Urban, Dresden. Erich Paul Dahl, Erfurt, og Frank Húter, Köningsberg í Austur- Prússlandi. Franska hernámssvæðið í Austurríki: Carl Billich, Vínarborg. Til þess að komast frá Pýskalandi þurfti bæði vilyrði viðkomandi hernámsstjórnar og Combined Travel Board í Berlín, en sú stofn- un annaðist flutninga á vegum herjanna í Pýskalandi. Hernámsyfirvöld í Pýskalandi höfðu um margt þarfara að hugsa en persónu- legar þarfir nokkurra Þjóðverja frá íslandi, enda voru þá um 500.000 þýskir stríðsfangar í fangabúðum þar í landi,123 ómældar þúsundir í Bretlandi og Kanada og rúmlega 400.000 fangar voru enn í Bandaríkjunum.12'* Sumir fanganna gáfu því hreinlega upp á bátinn til- raunir sínar til að fá leyfi til íslandsferðar og sættu sig við orðinn hlut. Þrefað á Alþingi Þegar Alþingi kom saman að nýju eftir jóla- leyfi, var haldið áfram þar sem frá var horfið. Utanríkismálanefnd var fengið málið til um- fjöliunar og henni gert að koma með tillögur til úrbóta. Hinn 2. apríl 1946 gátu alþingis- menn að lokum komið sér saman um breyt- ingartillögu Gunnars Thoroddsens, en hún gekk mun lengra en fyrri þingsályktunartil- lögur og tillögur utanríkismálanefndar. Hljóð- aði ályktunin svo: Alþingi ályktar að skora á dómsmálaráð- herra að veita þeim Þjóðverjum, sem kvæntir eru íslenskum konum og búsettir voru hér á landi árið 1939, landvistarleyfi á íslandi nú þegar, enda hafi þeir ekki orðið uppvísir að því að hafa rekið hér starfsemi í þágu erlendra ríkja, sem hættuleg gæti tal- izt hagsmunum íslendinga, eða framið aðra verknaði, sem ósæmilegir eru að al- menningsáliti.125 Dómsmálaráðherra tilkynnti þá, að samþykkt þessi breytti engu. Hann myndi ekki veita neinum þessara manna dvalarleyfi nema að undangenginni rannsókn, sem sannaði að þeir hefðu ekki rekið hér þjóðhættulega starf- semi. Hann virðist hafa tekið sér góðan um- hugsunartíma til að ákveða frekari framgang málsins, því í apríllok 1946 skrifaði Gústaf A. Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, Ólafi Thors forsætisráðherra og krafðist skýringa á tregðu dómsmálaráðuneytisins. Hann var málsvari fyrir ellefu konur: Þuríði Billich, Jónínu Blu- menstein, Sigrúnu Dúrr, Ingibjörgu Falkner, Þóru Mörtu Hirst, Helgu Keil, Kristínu Kress, Fríði Pietsch, Steinunni Vedder, Svövu Bethke frá Siglufirði og Sigríði Á. Wöhler.l26Ólafur ít- rekaði fyrri yfirlýsingar sínar um að hann vildi sjálfur sjá málið leyst hið bráðasta, en það væri í höndurn dómsmálaráðuneytisins og gæti hann lítið gert að svo stöddu.127 Hófst nú sama lningrásin að nýju. Gústaf A. Sveinsson sneri sér að nýju til dómsmála- ráðherra og sagði svo frá þeim viðskiptunr: Ég hef nú nýlega átt tal um málið við dómsmálaráðherra. Lýsti hann því yfir, að hann myndi veita mönnum þessum vel- flestum dvalarleyfi um þriggja mánaða skeið, en kvaðst þó áskilja sér að synja ein- hverjum leyfis sökum fyrri framkomu. Það skilyrði setti ráðherrann, að fyrir lægi yfir- lýsing hlutaðeigandi stjórnvalda um, að mönnum þessum yrði veitt viðtaka í núver- andi dvalarlandi sínu eða Þýzkalandi að loknu hinu umrædda þriggja mánaða tíma- bili, enda væri þeim tryggður flutningur þangað að því loknu.1211 22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.