Ný saga - 01.01.1996, Page 27

Ný saga - 01.01.1996, Page 27
Fangarnir á Mön hernámssvæði Vesturveldanna biðu enn sex þeirra eftir leyfi til brottfarar frá Þýskalandi: Blumenstein, Ruckert, Hasler, Pietsch, Falkner og Keil.143 Einnig voru Bruno Kress og Walter Knauf í biðstöðu á sovéska her- námssvæðinu. Knauf hafði fengið vegabréfsá- ritun á vormánuðum 1947, en ekki komist til Hamborgar þar sem hann hafði fengið far með Fjallfossi. Kress hafði einnig fengið dval- arleyfi, en sat þó um kyrrt í Þýskalandi,144 þrátt fyrir ítrekanir íslenskra stjórnvalda þaraðlútandi.145 Þótt Þjóðverjar sem lengi höfðu búið á Is- landi væru á köldum klaka í Þýskalandi, gátu sumir þeirra notfært sér fyrri sambönd í land- inu. Einn þeirra var dr. Bruno Schweizer, fyrrum forstöðumaður í deild germanskra fræða í Ahnenerbe, rannsóknarstofnun SS, en hann hafði búið í Þýskalandi öll stríðsárin.146 í apríl 1948 vitnaði utanríkisráðuneytið í bréf Árna Siemsens um mál hans. Árni undraðist framgang Schweizers, því á sama tíma og öðr- um Þjóðverjum frá Islandi hafði verið neitað um brottfarar- og endurkomuleyfi, hefði hon- um reynst auðvelt að útvega sér slík leyfi. Árni bætti við: Sjálfur er ég þeirrar skoðunar, að það muni aðallega vera ágangi Dr. Schweizers að þakka, að hann hefur náð árangri sínum, eða ef til vill einhverjum samböndum, er hinir eigi ráða yfir, enda er leyfið veitt í Múnchen, og ekki í Berlín, sem ella.147 Þótt ólíklegt sé að fyrri staða Schweizers hafi komið honum að gagni, vekur skjótur árang- ur þessa fyrrverandi starfsmanns Ahnenerbe nokkra athygli. Af þeim Þjóðverjum sem áttu fjölskyldu á íslandi var aðeins einum, Hans Hásler bak- ara, staðfastlega neitað um landvistarleyfi í landinu.148 Annar „óæskilegur“ Þjóðverji var ævintýramaðurinn Rudolf Noah. Hann hafði komið til íslands árið 1937 og unnið að Sól- heimum í Grímsnesi fram til handtöku sinnar í júlíbyrjun 1940. Hann átti enga ættingja á ís- landi og hafði því engum brýnum erindum að gegna í landinu. I nóvember 1948 sigldi hann til íslands með togaranum Agli Skallagríms- syni, að öllum líkindum á vegum „Svörtu klíkunnar“. Með honum í för voru Heribert Pietsch, sjónglerjafræðingur í Optik, og dr. Gúnther Timmermann, fyrrum ræðismaður Þýskalands á Islandi, sem giftur var íslenskri konu, Þóru.1411 í árslok 1948 höfðu nær allir Manarfangarnir, sem það vildu, komist til fjölskyldna sinna á íslandi. Margir þeirra sátu þó eftir í Þýskalandi, fráskildir, fátækir og fjarri landinu í norðri, sem eitt sinn hafði búið þeim bústað. Þótt ólíklegt sé að fyrri staða Schweizers hafi komið honum að gagni, vekur skjótur árangur þessa fyrrverandi starfsmanns Ahnenerbe nokkra athygli 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.