Ný saga - 01.01.1996, Page 37

Ný saga - 01.01.1996, Page 37
Guðs lög í verkum Snorra Sturlusonar ingja. Pað fór svo að lokum að biskup varð að láta undan og var þetta ákvæði guðs laga ekki tekið inn í almenn lög þar í landi fyrr en löngu síðar.25 Engar heimildir eru um deilur af þessu tagi hér eða í Noregi og ekkert ákvæði þessu líkt er að finna í íslenskum eða norskum lögum fyrr en á síðari hluta 13. aldar.26 Þó varðar mál Ásgerðar Bjarnardóttur einmitt legitimatio per subsequens parentum coniugium. Foreldr- arnir eigast án leyfis en eftir að sættir takast er heimanfylgja Þóru greidd út og samið um að Ásgerður sé „til arfs tekin“.27 Konrad Maurer skrifaði um þessi málaferli í Eglu fyr- ir einni öld og kom auga á þessi líkindi.28 Hann taldi þau stafa af tilviljun, en þá skoðun byggði hann á því að hann vissi að ákvæðið var ekki tekið inn í landslög fyrr en á áttunda tugi 13. aldar, auk þess sem hann taldi söguna vera eldri en nú er talið. Hann virðist ekki heldur hafa vitað að þetta var deilumál milli klerka og höfðingja á Englandi um miðjan fjórða áratuginn. Þó þess sé eigi getið í varðveittum heimild- um að sömu deilur hafi orðið í Noregi eða á íslandi og á Englandi, er afar líklegt að erki- biskupinn í Niðarósi hafi fengið Liber extra 1234 eins og aðrir, reynt að koma þessu inn í landslög í Noregi og falið íslenskum biskup- um að gera hið sama. Snorri Sturluson hafði sem lögsögumaður átt þátt í því að koma ný- mælum úr kanónískum rétti inn í landslög 1217. Annaðhvort var hann enn lögsögumað- ur 1234, eða nýlega hættur (sjá neðar). Af ís- lenskum leikmönnum er enginn líklegri til að hafa vitað um þetta ákvæði guðs laga. Afar freistandi er því að álykta að hann hafi haft legitimatio per subsequens parentum coniugium í huga þegar hann setti saman Egils sögu. Málaferli Egils við Berg-Önund og konung skírskota til veruleika 13. aldar og byggja því ekki að þessu leyti á arfsögnum um skáldið á Borg. Egill og niágskyldan Önnur guðs lög gera hjúskaparmál Egils einn- ig athugunai-verð. Þau eru í Grágás, líklega komin þangað á 12. öld, því ákvæðið er gam- alt í kirkjurétti. Það bannar manni að eiga konu sem bræðrungur eða nánari hefur áður átt, sem þýðir m.a. að Egill má ekki giftast ekkju bróður síns.w Fyrir höfund og njótend- ur Eglu á 13. öld hefur það verið ljóst að ráða- hagur þessi hefði ekki verið leyfður á þeirra dögum, nokkuð sem fáir nútímalesendur átta sig á. Þó vissu menn að þessi kristnu lög brutu í bága við lög Mósesar sem bókstaflega skyld- uðu menn til að ganga að eiga ekkjur bræðra sinnad" Það hét „levírat“ eða mágskylda og var eitt af því sem breyttist með hinum nýja sáttmála sem Guð gerði við manninn með til- komu Krists.31 Þessi vitneskja varpar óvæntu ljósi á fræga samræðu Egils og Arinbjarnar í 56. kafla. Egill þorir ekki að segja að hann vilji eiga ekkju bróður síns og klæðir ástarjátninguna í torræðar vísur, sem hann skýrir aðeins eftir að hafa sagt við Arinbjörn að „segjandi sé allt sínum vin“. Það kemur því á óvart hvað Arin- björn tekur hugmyndinni vel. Venjulega er þetta túlkað svo að Egill hafi verið feiminn, ekki þorað að opinbera viðkvæmar tilfinning- ar sínar. í ljósi áðurnefndra laga er hugsanlegt að samtímamenn höfundar hafi skilið hátt- erni hans öðruvísi. Egill hafði fengið prím- signingu á Englandi en það var fyrsta stig kristnitöku. Með krossmarkinu sem var gert yfir honum við það tækifæri varði guðlegur Mynd 3. Brúðkaupsmynd frá 13. öld. Þótt hjóna- bandið væri sakra- menti þá var blessun kirkjunnar ekki nauðsynleg til að það væri löglegt. Nærvera prestsins sýnir þó að áhrif kirkjunnar í þessum efnum fór vaxandi. 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.