Ný saga - 01.01.1996, Qupperneq 40

Ný saga - 01.01.1996, Qupperneq 40
I Þótt tengsl séu líkleg milli brúð- kaups Gissurar og Gróu og lög- réttusamþykktar- innar, nægir það þó varla til að skýra hvers vegna Gissur er tilbúinn að afsala sér svo miklu forræði yfir lagasetningu í landinu Torfi H. Tulinius Guðs lög og Gissur Til að ljúka þessari syrpu um guðs lög og Snorra, skal reynt að fá svar við því hvers vegna Gissur Þorvaldsson, sem réð öllu á Al- þingi sumarið 1253, tók í mál að höfðingjar afsöluðu sér forræði sínu yfir lögum með því að samþykkja að guðs lög réðu ef þau greindi á við landslög. Þegar Jón Jóhannesson fjallar um þessa lögréttusamþykkt í fslendinga sögu sinni segir hann réttilega að Gissuri hlaut að vera í mun að tryggja sér stuðning Hólabisk- ups þar sem honum hafði verið skipaður Skagafjörður en þar átti hann ekkert erfðatil- kall. Einnig bendir hann á að haustið áður höfðu kennimenn loksins leyft Gissuri að gift- ast Gróu Álfsdóttur, en með henni átti hann tvo uppkomna syni, þá Hall og ísleif. Taldi Jón að lögréttusamþykktin hefði verið keypt með því að leyfa þetta brúðkaup.50 Þótt tengsl séu líkleg milli brúðkaups Giss- urar og Gróu og lögréttusamþykktarinnar, nægir það þó varla til að skýra hvers vegna Gissur er tilbúinn að afsala sér svo miklu for- ræði yfir lagasetningu í landinu, því hann hafði búið lengi með Gróu án þess að það virtist trufla þau sérstaklega að vera ekki gift. Þetta breytist ef hugað er að því sem sam- þykktin hafði í för með sér fyrir þá Hall og ís- leif. Með henni var Gissur að tryggja að þeir gætu, í krafti legitimatio per subsequens par- entum coniugium, tekið við mannaforráðum hans, eignum og hugsanlega jarlstign að hon- um látnum. Þetta ákvæði Guðs laga var þekkt þvi það var búið að vera lengi í lögbókum kirkjunnar, þegar hér er komið sögu. Það að höfundur Eglu virðist einnig þekkja það, eins og áður er getið, bendir einnig til þess að menn hafi kunnað skil á því á íslandi á öðrum þriðjungi 13. aldar. Ef til vill hafði Snorri ætlað að notfæra sér það sjálfur til að bæta stöðu Órækju sem var óskilgetinn. Við vitum ekki hvort móðir Órækju var enn á lífi 1241 þegar Hallveig kona Snorra lést, en skömmu síðar réð Giss- ur Snorra af lífi. Má vera að það hafi verið til að koma í veg fyrir einmitt þetta að Gissur ákvað að drepa Snorra en ekki flytja hann út til konungs. Hefði Snorri átt skilgetinn erf- ingja, sem auk þess var búinn að sýna að hann gat farið með mannaforráð, kynni hann að hafa getað sannfært konung um að hann væri betur fallinn til að stýra jarldæmi hans á ís- landi en Gissur. Tólf árum síðar hefur Gissur sjálfur not fyrir þessi guðslög og lætur samþykkja í lög- réttu að þau skuli gilda, hvað sem stendur í landslögum. Þannig telur hann sig hafa tryggt stöðu sona sinna gagnvart óvinum sínum og ef til vill skilgetnum frændum þeirra sem gætu gert tilkall til ríkis þeirra síðar.51 Fyrir bragðið var staða hans sjálfs orðin miklu sterkari, en óvinirnir gripu í taumana strax sama haust og komu í skjóli nætur og báru eld að skála að Flugumýri. Að morgni 22. október 1253 voru þeir Hallur og ísleifur dánir, en Gissur komst undan og lifði til að hefna þeirra. 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.