Ný saga - 01.01.1996, Page 46

Ný saga - 01.01.1996, Page 46
Aðalgeir Kristjánsson Þorleifur Repp átti ýmislegt sameiginiegt með hinni dökku hetju i íslenskum fornsögum. Hann bar ægis- hjálm yfir allan fjöldann fyrir lærdóms sakir... Stapa 17. apríl 1824 með þessum orðum: Hann er Candidatus Philosoph. en hefur ekkert Embedsexamen tekið. Hann er alltaf sívesæll Oeconomus, en ekki svo ve- sæll í litterarisk Henseende. Hann heldur sér uppi á Informationum, einkum í eng- elsku í hvörri hann er magister að kalla má, og hefur hann af öllu þessu mikinn ágóða, - en mun þó ei veita af fyrir hönum; góð höfuð eru stundum ekki í bestu oeconom- iskum kringumstæðum. - Hann vann í vet- ur eitt academiska spursmálið ð: í Æst- hetik; - Medallían verður hönum útdeild á næstu academisku samkomu. - Menn segja hann muni og hafa ætlað að vinna fyrir theologiska spursmálið aðra, og víst var það einhvör ónefndur hafði þar skrifað fyr- ir en Censorerne (ð: theologisku Professor- erne) álitu það ei verðugt fyrir prísinn. Pað var og heldur ei eiginlega væntanlegt því hann hefur einasta stúderað Theologie einn vetur.18 Verðlaunaspurningin í fagurfræði var sett fram árið 1823 og snerist um að sýna með dæmum hvort nauðsynlegt væri að þýða kvæði undir sama bragarhætti og það væri ort. Repp lagði gjörva hönd á margt á þessum árum. Hann varð fyrstur til að þýða Laxdœlu á latínu. Árnanefnd gaf hana út og var þetta jafnframt fyrsta heildarútgáfa sögunnar. Út- gáfunni fylgdu einnig ritgerðir um ýmis efni er söguna varða. í Sagnablöðunum 1825-26 segir Finnur frá útgáfunni með þessum orð- um: Auk þeirra fornfræða er eg í fyrra um gat að hin konunglega nefnd er stjórnar stiftun Árna Magnússonar, hefir fyri[r] stafni, prentast einnig Laxdæla saga, með lat-' ínskri útleggingu hins nýorðna annars bókavarðar við lögvitringanna bókasafn í Skotlands höfuðstað Edínaborg, herra Porleifs Guðmundssonar Repp, ... Hann hafði einnig nýlega útgefið snotra danska útlegging af hins lærða þýska Niemeyers ferðabók í Englandi með góðum skýring- argreinum, grundvölluðum á eigin reynslu. Smárit hans, í ýmsum lærdómsþrætum, innihaldast í aðskiljanlegum hér útkomn- um blaðaflokkum.19 Porleifur Repp lét sig ekki vanta þegar Hið norræna fornfræðafélag var stofnað því að nafn hans stendur undir fyrstu fundargerð þess 26. janúar 1825 sem bendir ótvírætt til að hann hafi í upphafi látið sig stofnun þess og störf miklu skipta. Annað félag sem Þorleifur átti mikinn þátt í að stofna var lestrarfélagið Athenæum. Stofndagur þess er sagður 9. september 1824. I röðum stofnenda voru ýmsir lærðir menn í Kaupmannahöfn auk hans. Þorleifur réð mestu um samningu laga félagsins og voru þau sniðin að enskri fyrirmynd.211 Þorleifur Repp átti ýmislegt sameiginlegt með hinni dökku hetju í íslenskum fornsög- um. Hann bar ægishjálm yfir allan fjöldann fyrir lærdóms sakir líkt og hetjur fornsagn- anna vegna hreysti og áræðis. Hann kaus fremur ófrið en frið þegar hvorttveggja var í boði. Á honum sannaðist að sitthvað er gæfa og gjörvuleiki. Repp var jafnan hætt vegna skapsmuna sinna ef hann lenti í klóm óvand- aðra andstæðinga. í bréfi 14. apríl 1825 segir Þorsteinn Helgason Páli stúdent Pálssyni sögu af klúðri sem Repp lenti í: Landsmaður okkar Repp var kominn hér í klandur fyrir skömmu, sem hann þó nú er fríkenndur fyrir. Var það upp á hann sagt og því rykti útdreift að hann hefði viljað nauðga einni kvensnipt (en Skuespiller- inde), eða þó ekki eiginlega það heldur blottað sig fyrir henni, eða lagt membrum virile í lúkur hennar; í einum myrkvum gangi sem liggur til Hofftheatursins, ásamt fleira slags ósæmilegu sem út úr þessu spannst. Lýsti hún klæðnaði mannsins eins og Repp var vanur að ganga klæddur. Óvildarmenn Repps nýttu sér þettað - (því af þessum hefur hann mikið, einkanlega dönskum stúdentum, sem eru í Studenter- foreningen einu Selskabi hvar Repp og svo var í, vegna síns Dispúteranda og af því hann heldur sér það að skyldu, ef svo mætti segja; að hafa mótsetta meining öðrum, einkum þegar hann getur komið því við að upphefja engelska en niðurbrjóta danska og þeirra athafnir og fl.) til að útdreifa þessu rykti um hann; og var sagt að hann hefði þar við á stuttum tíma misst In- formationer sínar en það var heldur ei satt, því enginn sem þekkti Repp trúði þessu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.