Ný saga - 01.01.1996, Page 49

Ný saga - 01.01.1996, Page 49
Absint nugæ, absit scurrilitas Bréfabók háskólaráðs geymir frásögn Jens Möllers af vörninni sem skráð er 9. febrúar 1826.30 Par segir að Þorleifur Repp hafi ekki verið beinlínis „uartig“ í upphafi, enda þótt vörn hans hafi einkennst af ofmati á sjálfum sér og yfirborðsmennsku, en eftir að síðari andmælendur hófu mál sitt hafi hann vakið almenna hneykslun með framferði sínu. Birgir Thorlacius prófessor var fyrsti and- mælandi, þá tóku til máls stúdent og candidat og þar á eftir C.F. Petersen, prófessor og síð- ar garðprófastur, allir „ex auditorio“. Ræða Petersens snerist mest um útlil ritsins og prentun. Repp tók aðfinnslur hans óstinnt upp. Þá lét Jens Mpller kalla til H.C. 0rsted, rektor Hafnarháskóla, til að fylgjast með framvindunni. Síðastur talaði Jens Mpller og fór hörðum orðum um ritgerðina. Þá tók leik- urinn að æsast svo mjög að Repp missti full- komlega stjórn á skapi sínu. Sagan segir að H.C. 0rsted hafi stöðvað athöl'nina með eft- irfarandi orðum á latínu: „Absint nugæ, absit scurrilitas, absit ipse denique scurra“31 og pró- fessorarnir síðan gengið út.32 Frásögn Magnúsar Stephensens af „dispút- atíu“ Þorleifs Repps fyrir „magistergrad“ 6. febrúar 1826 ber með sér að hann hefir haft litla löngun til að fegra frammistöðu Repps, en ekki er ástæða til annars en ætla að hann fari rétt með staðreyndir: ... prófessores og aðrir mótmælendur ráku ofan í hann hverja grein. Hann gat enga forsvarað, ekki heldur talað látínu ærlega, en höktandi og með nógum villum. En varð grófur mjög, sem hans lund er til. Fylltust prófessorar því gremju, urðu hon- um beiskir og settu opinberlega ofan í við hann í bræði, einkum dr. Jens Möller og prófessor Petersen, en Thorlacius gaf hon- um í lokin skarpa, vinsamlega áminningu, var þó vægastur við hann. Það var mesta yndi að heyra Thorlacius tala látínu eins liðugt og ótt og nett sem dönsku. Prófessor Petersen og dr. Jens Möller töluðu hana og allvel, þó ei hinum líkt. Þar voru flestir pró- fessorar og fjöldi stúdenta, allir fylltust gremju yfir Repps ódugnaði, órímilegheit- um og grófheitum. Opinberlega sögðu þeir prófessorar honum,að hann enga grein gæti forsvarað, vissi ekki neitt í neinu, D e Sermone Tentamen, composuit Thorleifus Gudm. Repp, Bibl. Jurisc. Ediub. BibL L. N. F. F. & L. I. B. F. Annot. Hocce tcntamen auctor pro more aolemni Unlvenitatis hav- niensls, cum approbationc Ord. l’hllos. havniens. anbjecit publico examinl ernditorura, pro gradu Magistcril Artinm obtinendo, de- fenditque ln coiloquio puhllco Die. 8T0 Id. Febr. A. 1826. respon- dcnte Ornat. Haldoro Einarscu , Jurls Stndioso Islando. Havniæ MDCCCXXVI. Tjpi.s Directoris Jani Hostrup Sc/iultzii, Aula et UntversiLtls Typographl. Mynd 5. Titilsíða De Sermone Tentamen. þekkti ekkert til auctora [höfunda], sem hann tilnefndi, og þyrfti af Dönum að læra siðsemi, áður en hann nú flyttist til enskra, sem ei mundu gjöra honum hátt undir höfði. í lokin sneru þeir allir að honurn bakinu, þá burt gengu, og enginn gratúler- aði honum með magistergrad, sem þó er venja til, hvers vegna nú enn þykir tvísýnt, að honum veitist hann, því hann varð sér svo stórum til skammar. Þar stóð fyrir neð- an hann Halldór Einarsson, sem átti að vera hans respondens eður svaramaður, sem staur, og lauk aldrei upp munninum.33 Magnús Stephensen vék aftur að þessum at- burðum í dagbók sinni daginn eftir og segir svo frá viðræðum sínum við Birgi Thorlacius: í dag mætti eg etatsráði Thorlacius, sem kvartaði yfir Hrepps [Þorleifs Repps] ódugnaði, frekju og grófheitum, svo rektor magnificus stóð í gær upp og setti hátt og Sagan segir að H.C. 0rsted hafi stöðvað athöfnina með eftirfarandi orðum á latínu: „Absint nugæ, absit scurrilitas, absit ipse denique scurra“ og prófessor- arnir síðan gengið út 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.