Ný saga - 01.01.1996, Side 51

Ný saga - 01.01.1996, Side 51
Absint nugæ, absit scurrilitas málsins virðist svo hafa verið bréf Birgis Thorlaciusar til Jens Mðllers 18. mars. Sama dag skrifaði háskólaráð forseta heimspeki- deildar að það féllist ekki á að veita Repp nafnbótina.41 Niðurstaðan var reist á því hvernig atkvæði féllu í heimspekideild, þar sem jafnmargir voru því hlynntir að veita Repp nafnbótina og hinir sem vildu synja honum um hana. Par sem ekki mátti veita nafnbótina með áminningu, var ekki tekið til- lit til atkvæða Sibberns og Oehlenschlagers, en í stað þess var greinargerð Jens Mpllers lögð á metaskálarnar.42 Jens Mpller vék að vörn Repps í ævisögu sinni - Jens M0llers Levned. Þar getur hann þess að hann hafi margoft verið andmælandi og nafngreinir í því sambandi dr. Dampe og Repp og segir um hinn síðarnefnda að hann hal'i ekki fengið magistersgráðuna sakir ósæmilegrar hegðunar við vörnina.43 í bréfinu til Jens Mpllers 18. mars 1826 hellti Birgir Thorlacius úr skálurn reiði sinnar yfir hann og sagði að hann hefði ekki látið undir höfuð leggjast að hryggja jafn ágætan mann og P. E. Múller og móðga sig. Nú njóti hann „den Sataniske Glæde“ að hafa gjört alll sem honum var unnt til að valda saklaus- um manni óhamingju. Honum hafi heppnast að afvegaleiða konunglega stjórnarstofnun með því að fara eftir niðurstöðum heimspeki- deildar fremur en háskólaráðs.44 Aður hefir verið vikið að greinargerð Birg- is Thorlaciusar sem hann hugðist senda há- skólaráði. í upphafi hennar segist hann ekki ætla að mótmæla niðurstöðu háskólastjórnar- innar, heldur leggja fram staðreyndir málsins ef konungur vildi kynna sér það og að þær yrðu skráðar í Acta Consistorii (þ.e. gjörða- bók) og í bréfabók. Birgir skipti greinargerð- inni í fimm liði. í fyrsta lagi benli hann á að háskólastjórnin hefði fremur kosið að leggja álit heimspekideildar til grundvallar úrskurði sínum en álitsgerð háskólaráðs sem hefði lagt fram sanngjarnari tillögu - moderatere For- slag. Einnig hafði hann sitthvað við atkvæða- greiðsluna að athuga. í öðru lagi gagnrýndi Birgir andmælaræðu Jens Mpllers og taldi hana hafa verið háskól- anum til vansæmdar. Mpller sé ekki nrálfræð- ingur og aðfinnslur hans hafi verið mjög létt- vægar. Hann hafi byrjað andmælin með því að staðhæfa að ritgerðin væri einskis nýt frá upp- hafi til enda og háskólanum ekki bjóðandi. Birgir benti á að dómnefnd hefði fjallað um hana og deildarforseti skrifað undir úrskurð hennar: Dignum censuit Facultas philosophi- ca (þ.e. að heimspekideild hafi dæmt hana hæfa). Þar sem þessi ummæli beindust gegn dómnefnd og heimspekideild sem dæmdu rit- gerðina ætti Mpller að biðja umrædda aðila fyrirgefningar. Þá hafi hann gert mikið úr þeim villum sem væru í ritgerðinni. Stað- reyndin væri að þar mætti l'inna nokkrar gá- leysisvillur en texlinn bæri merki um „Spro- Mynd 6. Undirskriftir kennara heimspekideildar, raðað eftir afstöðu þeirra til doktorsrit- gerðar Repps. Til vinstri eru nöfn þeirra sem vildu samþykkja ritgerðina. I miðjunni eru nöfn þeirra sem vildu samþykkja hana með áminningu og til hægri þeirra sem vildu hafna henni. 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.