Ný saga - 01.01.1996, Síða 52

Ný saga - 01.01.1996, Síða 52
Aðalgeir Kristjánsson Þá voru hlátur- köst Repps tekin fyrir sem stöfuðu af því að honum rann í skap. Það sé sérkenni í fari Repps sem hann ráði ekki við gets tænksomme Behandling" og höfundur skrifaði betri latínu en menn ættu yfirleitt að venjast. Pá voru hláturköst Repps tekin fyrir sem stöfuðu af því að honum rann í skap. Það sé sérkenni í fari Repps sem hann ráði ekki við. R E. Miiller prófessor gjörþekki hann og hafi útskýrt þetta á deildarfundi. Birgir nafn- greindi tvo menn, Rask og Schelderup pró- fessor í Noregi, sem dæmi um menn með áþekka galla. Að lokum gagnrýndi Birgir þær kennisetn- ingar sem synjunin um magistersnafnbótina var reist á og andmælti ýmsu svo sem að mis- tök í vörninni væru látin gera að engu merk- an akademískan feril og verðskuldaðan rétt til að hljóta magistersnafnbót eftir að ritgerð- in hafi verið samþykkt einróma og hlotið ekki lítið hrós. Pá rakti Birgir námsferil Repps og sagði kost og löst á honum sem fræðimanni og endaði á því að tala um ofsa prófessorsins. Ekki er vitað hvað olli því að Birgir hætti við að senda háskólaráði þessa greinargerð. Ef til vill hefir þá legið fyrir vitneskja um að konungur hefði ekki áhuga á að kynna sér málið. En einnig gat hann hafa komist að þeirri niðurstöðu við nánari íhugun að ekki væri annar kostur fyrir hendi en sætta sig við orðinn hlut, enda mat háskólastjórnin frammistöðu Repps svo að hann skorti verð- leika til að hljóta gráðuna. Meðan prófessorar og aðrir Iærdómsmenn þinguðu um örlög Repps og lærdómsframa var hann sem óðast að búast til að flytjast úr landi til Edinborgar. íslendingar í Höfn komu saman 8. mars til að kveðja hann, þar sem „margir landa vorra, og fleiri vinir hans minntust með skilnaðarskál á þar til höldnum samfundi,“ segir í íslenskum sagnahlöðum,45 Að öðru leyti er fátt vitað um hvernig Þorleifi var innanbrjósts meðan þingað var um örlög hans á æðri stöðum. Hitt er deginum ljósara að þessi atburður olli meiri straumhvörfum í lífi Porleifs Repps en flest annað sem á daga hans dreif. Fram til þess dags hafði flest gengið honum í haginn. Hinn 6. febrúar 1826 var hans skapadægur. Frá þeim degi var sem lífslánið viki frá hon- um. Andstreymi í Edinborg og Höfn Ekki liggur fyrir hvenær Þorleifur Repp kvaddi Kaupmannahöfn þetta vor. Leið hans lá til Hamborgar og síðan til Rotterdam og Lundúna þar sem hann dvaldist skamma hríð. Þar lagði hann leið sína í British Museum því að í gestabók safnsins 3. aprfl 1826 stendur skrifað að „dr. Repp“ hafi verið gestur safns- ins þann dag.46 Hann kom til Edinborgar 8. apríl og hóf að skrifa heitmey sinni daginn eftir og sagði að sér hefði verið vel fagnað af David Irving.47 Einnig skrifaði Iiving Rask 21. sama mánaðar að sér hafi veist sú ánægja að sjá Repp og þakkar Rask og Muller prófessor fyrir að færa safninu slíkan happafeng.4s Það virðist hafa verið á fárra vitorði að Repp átti sér festarkonu í Höfn. Hún hét Nicoline Petrine og var dóttir Oles Thestrups hæstaréttardómara í Kaupmannahöfn. Repp hafði ekki dvalist lengi í Edinborg áður en hann leitaði hófanna að fara aftur til Hafnar til að kvænast. Hinn 12. september fór hjóna- vígslan fram og brúðhjónin kvöddu Hafnar- slóð og áttu ekki afturkvæmt þangað fyrr en rúmum áratug seinna. Þorleifur Repp dvaldist í tólf ár í Edinborg. Hann starfaði þar sem aðstoðarbókavörður við Advocates’ Library undir stjórn Davids Irvings. í upphafi virðist hafa farið vel á með þeim, en fljótlega tók að syrta að og brátt varð úr fullur fjandskapur sem lauk svo að Þorleifur átti ekki annarra kosta völ en taka saman föggur sínar og fara. I menningarlífi Edinborgar var hann áberandi á þessum árum vegna skrifa sinna og kynna við vísinda- menn. Hann hafði afburðagott vald á enskri tungu, var prýðilega lesinn í enskum bók- menntum og hafði brennandi áhuga á bresk- um málvísindum og þjóðmálum alla ævi. í ráðningarsamningi Repps 1829 var tekið fram að hann væri einungis ráðinn til fimm ára. Þegar sá tími var á enda sumarið 1834, og friðarhorfur síst betri en löngum áður, var það einungis spurning um tíma hvenær dagar hans yrðu þar taldir. Þorleifur Repp vann merkilegt kynningar- starf í Edinborg í þá veru að auka þekkingu á íslenskum fornbókmenntum. Þetta gerði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.