Ný saga - 01.01.1996, Page 53

Ný saga - 01.01.1996, Page 53
Absint nugæ, absit scurrilitas hann í ræðu og riti, t.a.m. með því að þýða stutta kafla úr íslenskum fornritum. Hann hafði einnig í hyggju að gefa Heimskringlu út þó að ekki yrði úr. Hann lofsöng mjög „menningarlega yfirburði íslands“ svo að vitnað sé enn til orða dr. Wawns.49 Ekki má undan fella að geta þess að Por- leifur Repp gat sér mikinn orðstír sakir þekk- ingar á fornum lögum. Rit hans A Historical Treatise on Trial by Jury var þýtt á þýsku og var þekkt víða um Evrópu. Finnur Magnús- son getur viðurkenningar sem Repp hlaut hjá lögfræðingum í Skotlandi fyrir þetta rit.50 Ekki var vegur hans minni sem forleifafræð- ings að mati Finns. Á því sviði hafi hann gert hinar merkustu uppgötvanir og nefnir rúna- risturnar á „Obelisken i Ruthwell" sem Repp hafi ráðið þegar aðrir urðu frá að hverfa.51 Þorleifur átti erfitt uppdráttar í Edinborg eftir að starfi hans í Advocates’ Library lauk. Því kom þar að hann bjóst þaðan á brott. Vin- ir hans í Kaupmannahöfn voru uggandi um hann eins og fram kemur í bréfi frá Finni Magnússyni til Wilhelms Grimms 28. janúar 1837. Finnur segir að vegna starfa við safnið hafi Þorleifi gefist naumur tími til eigin „literære Beskjæftigelser“. Því hafi hann látið af embætti og starfi nú á eigin vegum í Edin- borg. Hann hafi fyrir konu og þremur börn- um að sjá og vinni fyrir sér með kennslu og störfum við þýðingar, t.a.m. úr þýsku yfir á ensku. Nú óski hann eftir að flytjast frá Bret- landi og hljóta stöðu annaðhvort í Danmörku eða Þýskalandi. í Danmörku sé skipað í öll þau embætti sem honum henti og ekki sé nýrra að vænta eins og fjárhag ríkisins sé hátt- að. Finnur spurði hvort mögulegt væri að Repp gæti fengið embætti í Göttingen eða þar nálægt. Hann væri t.a.m. frábærlega vel hæfur senr bókavörður vegna víðtækrar þekkingar. Sama gilti um hann sem háskólakennara í norrænum málum og ensku og minnti hana á það dálæti sem þeir Grimmbærður hefðu á riturn Repps sem nefnd eru hér að ofan.52 í septembermánuði 1837 hafði Repp aftur danska grund undir iljum. Grímur Jónsson amtmaður mat hann jafnan mikils og lét sér detta í hug að gefa út tímarit um íslensk efni með fulltingi Repps, þó að ekkert yrði úr eins og fram kom í bréfi til Finns Magnússonar 7. nóvember 1837.53 Sama ár var honum veitt leyfi til að halda opinbera fyrirlestra um enska tungu og bókmenntir. Þess varð samt ekki langt að bíða að Repp kæmi fram á ritvöllinn því að hann varð rit- stjóri Dagen hluta úr ári 1838, nánar til tekið frá 1. júní til nóvemberloka. Daginn sem hann tók við blaðinu vék hann að prentfrels- inu og gerði grein fyrir áformum sínum sem ritstjóri. Enda þótt hann hætti fljótlega rit- stjórnarstörfum skrifaði hann í Dagen um margvísleg efni, t.a.m. 1838 um neysluvatnið í Kaupmannahöfn og 1840 um hvort æskilegt væri að stofna prófessorsembætti í fornnor- rænni sögu og bókmenntum við Hafnarhá- skóla. Aðalstarf hans var samt kennsla. Þegar Kristján VIII kom til valda í Dan- mörku taldi Repp að óskastundin væri runnin upp og sótti um að hljóta annaðhvort lektors- stöðu í ensku við Hafnarháskóla eða við aka- demíuna í Sórey.54 Honum varð ekki að þeirri ósk sinni. Hins vegar varð hann löggiltur skjalaþýðandi í ensku og þýsku 12. desember 1839. Repp hélt áfram að fást við rannsóknir á enskri tungu og árið 1845 gaf hann út dansk- Mynd 7. Grábræðratorg áríð 1841. Þetta er ein elsta tjósmynd sem til er frá Kaupmannahöfn. Við skúranna til vinstri á myndinni er níðstyttan gegn Corfitz Ulfeldt frá 1664 en hún var rifin árið eftir. 51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.