Ný saga - 01.01.1996, Qupperneq 54

Ný saga - 01.01.1996, Qupperneq 54
Aðalgeir Kristjánsson Mynd 8. í þessu húsi við þann hluta Striksins sem heitir Austur- gata bjó Þorleifur Repp á árunum fyrir 1850. Úr íbúð hans var gott útsýni yfir mannlífið á Strikinu og þaðan fylgdust meðal annarra Jón Sigurðsson, Ingibjörg Einarsdóttir og Gísli Brynjúlfs- son með útför Kristjáns VIII í febrúar 1848. enska orðabók - A Danish-English Diction- ary - ásamt J. S. Ferrald. Einnig starfaði hann að þýðingum á margvíslegu efni jafnt fræði- legu sem bókmenntalegu sem of langt er upp að telja. Við konungaskiptin í Danmörku í desem- berbyrjun 1839 efndu íslendingar til fundar, sömdu ávarp og færðu konungi þar sem ósk- að var eftir endurbótum á ýmsum sviðum svo sem að verslunarfrelsi yrði aukið og að ís- lendingar gætu ráðgast urn eigin málefni í landi sínu. Þorleifur Repp var einn þeirra sem gekk fyrir konung þegar honum var færð þessi bænarskrá. Hann varð einnig fyrstur Is- lendinga til að kveðja sér hljóðs með grein í Kjþbenhavnsposten 23. desember 1839 í til- efni af valdatöku Kristjáns VIII þar sem hann vildi láta kalla íslensku þjóðina til fundar á Pingvöllum og þar yrði samið ávarp til kon- ungs.55 Það segir nokkuð til um hvaða álit íslend- ingar í Kaupmannahöfn höfðu á Þorleifi Repp að hann var oftar en ekki fenginn til að vera málsvari Hafnar-íslendinga þegar gengið var fyrir konung. Svo var t.a.m. þegar Krist- ján konungur VIII hafði birt úrskurð sinn um endurreisn alþingis að hann var valinn ásamt Finni Magnússyni og Pétri Péturssyni til að færa konungi þakkir. Þorleifur tók mikinn þátt í þjóðmálaum- ræðum Islendinga á Hafnarslóð á þessum árum og gat stundum orðið fyrirferðarmikill t.a.m. í sambandi við „almenna fundi íslend- inga“ og Skandinavistafélagið. Hann var einn- ig virkur félagi í Hafnardeild Bókmenntafé- lagsins, sat í stjórn hennar og var kjörinn heiðursfélagi 1847. Hans er ekki getið sem fé- laga í Fjölnisfélaginu þegar það var stofnað, en hann fylgdi Fjölnismönnum að málum t.a.m. um að hið endurreista alþingi yrði hald- ið á Þingvöllum. Áhugamál Repps voru enn sem fyrr af margvíslegum toga. Hann fékk svo dæmi sé tekið áhuga á silkirækt og skrifaði greinar um hana í Fæclrelandet á árunum 1841 og 1842. Þorleifur Repp gat ekki sætt sig við þá meðferð sem magistersritgerð hans fékk og gerði fleiri en eina tilraun til að fá úrskurðin- um hnekkt. í nóvember 1844 tóku að birtast nafnlausar greinar í Kjöbenhavnsposten um kennslubók í efnafræði eftir H.C. 0rsted. Repp var höfundur þeirra og taldi bókina hneisu fyrir háskólann og landið allt. í ágúst 1845 gerði hann 0rsted tilboð um að hætta að ráðast á hann gegn því að hann beitti sér fyr- ir því að sér yrði veitt magistersnafnbót.56 Umsókn hans í þá veru var hafnað með bréfi frá háskólaráði 1. október sama ár.57 Þorleifur undi ekki svo búnu og tók málið upp að nýju 1847 með næsta sérkennilegum hætti. Hann skrifaði 0rsted bréf 31. júlí þess efnis að hann myndi halda áfram að rífa bók- ina niður, nema hann beitti sér fyrir að veita sér nafnbótina og gaf honum þau ráð að hann skyldi telja upp afrek sín á fræðasviðinu, nefna tillögur sínar um úrbætur á neysluvatn- inu í Kaupmannahöfn og hugmyndir sínar um að gera silkirækt að arðbærum atvinnuvegi. Hann hafi skrifað á ensku smárit um réttar- sögu sem hafi verið lagt til grundvallar við lögfræðikennslu í Þýskalandi. í stuttu máli sagt sé framlag hans þess eðlis að í flestum löndum hefði hann hlotið akademíska viður- kenningu. Engu að síður sagðist Repp ekki ágirnast doktorsnafnbót fyrir metnaðar sakir. Hann 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.