Ný saga - 01.01.1996, Side 55

Ný saga - 01.01.1996, Side 55
Absint nugæ, absit scurrilitas gæti orðið sér úti unr þá nafnbót erlendis þeg- ar hann vildi, t.a.rn. með því að skrifa eitthvað um sögu danskra bókmennta. Nafnbótin skipti því ekki meginmáli, heldur hitt að öðl- ast liana með réttmætum hætti við Hafnarhá- skóla.58 0rsted gerði sér lítið fyrir og birti bréfið í Fædrelandet 3. ágúst 1847. í nokkrum línum sem fóru fyrir sjálfu bréfinu komst hann svo að orði að sérhver vitiborinn lesandi hljóti að sjá af bréfinu að það veiti honum fullkominn rétt til að snúast með þessum hætti gegn jafn svívirðilegri móðgun. í eftirmála við bréfið rakti 0rsted sam- skipti sín við Repp undanfarin ár og greindi frá tilboði hans um að hætta árásunum gegn því að veita sér magistersnafnbót. 0rsted sagðist hafa gert Repp grein fyrir því að slíkt væri ekki mögulegt. Hann taldi að Repp þekkti takmarkað til raunvísinda og þeirra nýjunga sem hann hefði komið fram með. Að síðustu vék 0rsted að þeirri ímyndun Repps að hann hefði endurbætt neysluvatnið í landinu, en staðreyndin væri að hann sé þar á eftir tímanum og umsókn hans um að verða „Vandindspecteur" hafi ekki borið tilætlaðan árangur enda þótt hann hefði í hótunum við „Vandcommissionen".5'' íslendingum sárnuðu þessar aðfarir og Brynjólfur Pétursson skrifaði Grími Thomsen um málið 13. ágúst 1847 og sagði af því tilefni að 0rsted hefði alltaf verið illviljaður íslend- ingum og sagðist vorkenna Repp og aumkast yfir hann, hvað hann er ófor- sjáll, að skrifa Örsted berlega, að hann nruni nú byrja aftur að rífa niður kennslu- bók hans, nerna hann reyni til að útvega sér meistara-nafnbót; því það er auðséð, að Repp hefur aldrei ímyndað sér, að Örsted mundi ekki láta prenta bréfið. Hafi hann búist við því drenglyndi, þá er hann heimskari en eg hef haldið hann.,,H Um sama leyti birti Corsaren grein um Repp, senr bar heitið Repps Hoved, ásamt teikningu af höfði hans, þar sem heilinn var hólfaður sundur í reiti sem merktir voru „Physik, Silke Avl, Athenæum, Gammel Disputats, Sprog, Canal, Vand, Aarer og Vand11.'’1 Þorleifur Repp lét 0rsted hvorki beygja sig né hrekja út af ritvellinum. Á næsta ári hóf hann blaðaútgáfu með því að gefa út Kriegen sem varð einungis tvö tölublöð og vikublað með blönduðu efni sem hét Tiden og kom út 25. október 1848 til 15. desember 1849. Einnig skrifaði hann langar greinar í blöð um íslensk og dönsk stjórnmál og var kjörinn á þjóðfundinn 1851, en gat ekki setið hann sak- ir heilsubrests. Þegar fregnir um úrslit þjóð- fundarins bárust til Hafnar skrifaði Þorleifur greinaflokk í Kjdbenhavnsposten urn málið á haustdögum 1851 sem bar heitið Islands nyeste Anliggender þar sem hann rakti tildrög þjóðfundarins og greindi frá gangi mála og hallmælti dönskum stjórnvöldum eins og vænta mátti.62 Repp var óþreytandi til dauðadags að rita um hugðarefni sín og kynna enskar bók- menntir. Árið 1852 gaf hann út úrval enskra kvæða sem ætlað var til kennslu í skólum og handa kvenþjóðinni til lestrar. Lífskjör Repps urðu því lakari sem lengra leið á ævina. Það kom samt ekki í veg fyrir að hann tæki þátt í hjaðningavígum stjórnmál- anna þegar tækifæri gafst og síðasta orrahríð- Mynd 9. Hans Christian Qrsted eðlisfræðingur (1777-1851). Mynd 10. Leiði Repps í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Á legsteininn er grafið kjörorðið Non visi voientibus imperare, Engum skal stjórnað nauðugum. 53
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.