Ný saga - 01.01.1996, Qupperneq 58

Ný saga - 01.01.1996, Qupperneq 58
Árið 1923 er loft lævi blandið á vett- vangi mannlífs í höfuðstað fullvalda ríkis, Reykjavíkurbæ. Hörð átök og sviptingar hvert sem litið er í atvinnu- og viðskiptalífi Pétur Pétursson Svipmyndir og frásagnir um kröfugöngu verkalýðsfélaga RIÐ 1923 ER LOFT LÆVI BLANDIÐ á vettvangi mannlífs í höfuðstað full- valda ríkis, Reykjavíkurbæ. Hörð átök og sviptingar hvert sem litið er í atvinnu- og viðskiptalífi. Deilur eru uppi um stéttar- stöðu, eignarrétt og launakjör, Landsverslun, þjóðnýtingu, erlent fjármagn banka og dag- blaða, einkarekstur og samvinnurekstur, sveitarflutninga og fátækraframfæri, vinnu- tíma og verkföll, gróða og tap. Arið 1917 voru tíu togarar seldir úr landi og skyldi andvirði þeirra varið til togara- kaupa að stríðinu loknu. Straumur verkafólks hafði legið til Reykjavíkur. Sveitafólk, vinnu- hjú sem ekki áttu kost á jarðnæði, bændur er flosnað höfðu upp af jörðum sínum er afurð- ir þeirra seldust ekki á erlendum markaði, en bæjarbúar sjálfir við sultarmörk og liðu af bjargarskorti og dýrtíð. Nú var ný öld framtaks og stórræða gengin í garð. Sókndjarfir togaraskipstjórar, fjöldi fullhuga í flokki útvegsmanna, dagfarsprúðir dómarar með gullhúðaðar lonéttur, silfur- búna göngustafi og flauelskraga lögðu fram hlutafé til togarakaupa. Með því hugðust þeir öðlast skjótfenginn gróða við uppgripaafla á Selvogsbanka, Hala og öðrum fengsælum miðum við strendur hins hrjóstruga lands þar sem hásetar börðust sigggrónum höndum í brimröstinni að sækja gull í greipar Ægis. Ævintýralegar frásagnir voru sagðar af upp- gripum útvegsmanna og auðæfum þeirra. Nafnkunnur austfirskur héraðshöfðingi var staddur í Kaupmannahöfn í viðskiptaerind- um. Til hans leita tveir landar, sem hyggja á skipakaup, en skortir fé til kaupanna. Hann leysir án umhugsunar vandræði þeirra. Svo mjög hefir hann auðgast á útgerð, fiskverkun og -sölu að hann réttir þeim 90 þúsund krón- ur „út á andlitið“ og óskar þeim góðs gengis á útvegi framtíðar og að fley þeirra megi bruna við morgunsöng á sænum. Upphæðin svaraði til nærfellt 3% af heildarseðlaveltu íslands- banka það sama ár. Þegar rætt er um atburði á fyrri tíð í sögu Reykjavíkur er oft vitnað til árbóka þeirra er Jón biskup Helgason skráði um sögu bæjar- ins, 1786-1936. Þar getur ei að líta stafkrók um kröfugöngu þá, sem farin var að tilhlutan fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík 1. maí 1923 og var hin fyrsta í sögu bæjarins er þá taldi 20 þúsund íbúa. Jón biskup getur hins vegar „sjóorustu“ er varð milli háseta og lög- reglu 11. júlí er sjómenn hindruðu flutning vatns um borð í togara er útgerðarmenn hugðust manna „verkfallsbrjótum“ og sigla til veiða. „Urðu hásetar lögreglunni yfirsterk- ari“, segir biskup í knappri frásögn sinni.1 Vaknandi verkalýðshreyfing hlaut öflugan stuðning í röðum ungra menntamanna. Þrjá- tíu stúdentar boðuðu til kosningafundar kvenna í Bárubúð 1921 þar sem þeir flultu ræður til stuðnings frambjóðendum Alþýðu- flokksins. Báran var troðfull. Stefán Stefáns- son frá Fagraskógi, bróðir Davíðs skálds, var fundarstjóri. Sé þess gætt í fundagerðabók Jafnaðarmannafélagsins kemur í ljós að straumur menntaskólanemenda og stúdenta liggur í félagið næstu ár el'tir styrjaldarlok, árin 1920-23. Á eitt af mörgum spjöldum sem borin voru í göngunni var letruð krafan um rannsókn á íslandsbanka. Foringjar verkalýðssamtaka og ýmsir forvígismenn bændasamtaka og sam- 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.