Ný saga - 01.01.1996, Síða 74

Ný saga - 01.01.1996, Síða 74
Davíð Logi Sigurðsson ÚRIN ERU KOMIN i;u>ilrlil lirial mí larkilrriigj.iíum GJAFABl'lf) IIINNA VANDLATl' mm HICHEISEK' Franch Michelsen h.f. í Laugavcgi 39 Sími 3462 GÆF/V FYLGIR trúloíunariuing unuin írá SICUIU'ÓR Ilafnarstra'ti 4 — Srndir K‘,g,‘ póstkröfu — — Scudi^ n.V kvæmt mAl — SIGURHÚS} JQN5S0H s co, SKARTGRÍPIWER2 Helgustöðum 11/7 1951 Kæri frændi. Pá er ég aftur kominn á Brúargerði og moka upp peningunum. Þórunn kona mín er ráðskona fyrir flokkinn. Við eigum einn stelpukróa sem skírður var Sólveig Brynja. Bara geðslegur krakki... Pú gleymdir að senda reikning með könn- unum í haust og pabbi vill fá að vita hvað þetta kostaði svo að hann geti borgað. Þessa peninga sem ég sendi með þér í fyrrahaust átt þú að nota til þess að kaupa þér koníak fyrir og skemmta þér fyrir þá og bjóða félögunum gömlu með, því að ég er svo langt í burtu að ég get ekki boðið. Ég ætla að biðja þig að leita uppi kjólefni á 12 ára telpu.13 Það má vera einlitt, ljóst eða mosótt eða nokkuð dökkrautt en helst á það að vera ljóst eða rósótt. Svo ætla ég að biðja þig að velja fyrir mig gott og vandað kvenúr og það á líka að vera fallegt. Ég ætla að gefa konunni úr í eitt skipti fyrir öll ef hægt er. Þess vegna mátt þú ekki horfa mjög í kostnaðinn. Ég er dálítið hræddur við gullúrin vegna þess að þau eru dálítið vandmeðfarin og þola vart hnjask. Þetta ætla ég að biðja þig að senda mér í póstkröfu í Egilsstaði ef hægt er að fá það þannig sent, annars verður þú að kaupa þetta fyrir mig og gleyma ekki að láta mig vita hvað þetla kostar. Héðan að austan er allt gott að frétta. Sláttur er víða hafinn en sprettan heldur léleg en aftur á móti lítur sæmilega út með þurrk. Þórunn biður að heilsa. Vertu blessaður og sæll. Þinn frændi. Grétar Brynjólfsson. o Ekkjufelli 22/10 1951 Sigurður minn! „Til eru fræ“segir skáldið. Þessar 500 krónur sem fylgja hér með áttu að kaupa trúlofunarhringa fyrir. Þú mátt kaupa þá hvar sem þú vilt. Málið á að vera eftir þessum hringjum sem fylgja hér með og stafirnir sem grafast eiga innan í þá eiga að vera í stærri hringnum M.Þ. en í minni hringn- um J.P.'4 Þá peninga sem uppá vantar verður þú að borga og láta mig vita hvað mikið það verður. Þetta verður að gerast sem allra fyrst, og senda mér svo gripina. Ég þakka þér fyrir það sem þú keyptir fyr- ir mig í sumar. Úrið er ágætt og gengur vel og kjólefnið var prýðilegt. Ég sendi peningana fyrir það með Braga mági mínum og vona að þeir hafi komist til skila. Við segjum allt gott héðan að austan og erum bara kátir yfir því að geta leikið okkur á skíðum núna á sumaraukanum. Bið að heilsa frændum og vinum í borginni. Blessaður og sæll. Grétar Brynjólfsson. 72
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.