Ný saga - 01.01.1996, Side 82

Ný saga - 01.01.1996, Side 82
Helgi M. Sigurðsson bæði leikir og lærðir. Og þeir láta ekki sitja við orðin tóm. Um þessar mundir fjölgar minjasöfnum hratt og þau sem fyrir eru eflast. I nánast hverju héraði og í kauptúnum og bæjum, að ekki sé talað um höfuðborgina, hafa menn tekið sig saman og safnað munum sem bera vitni lifnaðarháttum liðinna tíma, orðið sér úti um húsakynni og sett upp sýn- ingar. Þessi söfn eru margvísleg að gerð og mjög misstór - og algera sérstöðu hefur Þjóð- minjasafnið.4 í kjölfar þjóðernisvakningar 19. aldar byrj- uðu Islendingar að gefa forngripum sínum verulegan gaum í fyrsta skipti. Meðal annars sem taka þurfti á var útflutningur minja, en einnig almennt sinnuleysi landsmanna gagn- vart þessum hluta menningararfsins. Til að ráða bót á því var fyrsta forngripasafn lands- ins, Þjóðminjasafn íslands, stofnað árið 1863. Lög um verndun fornminja á íslandi voru síð- an sett árið 1907 og gerðu þau útflutning ólöglegan. Þjóðminjasafnið er eins og í önd- verðu fyrst og fremst safn íslenskra muna. Tugþúsundir gripa eru geymdar þar, m.a. margar helstu þjóðargersemarnar. En hlut- verk safnsins er lögum samkvæmt að varð- veita íslenskar þjóðminjar í víðasta skilningi og þá einnig myndir, jarðfundnar minjar og friðuð mannvirki. Starfsfólki safnsins hefur fjölgað smám saman, aðallega þó síðustu ára- tugina, og eru nú alls um 60 manns á launa- skrá. Velta Þjóðminjasafnsins var á síðasta ári, 1995, um 150 milljónir króna. Það virðist dágóð upphæð en er ekki svo ýkja há þegar litið er til allra þeirra verkefna sem safninu er ætlað að sinna. Ef gerður væri samanburður við nágrannalöndin yrði hann trúlega heldur óhagstæður.5 Árið 1947 var aukið við fornminjalögin frá 1907 kafla um viðhald fornra mannvirkja og um byggðasöfn. Á þeim tíma höfðu engin svæðisbundin söfn verið opnuð til sýningar en söfnun muna var hafin á nokkrum stöðum. Gert var ráð fyrir að byggðasöfnin væru í um- sjá og eigu heimamanna, og kváðu lögin svo á að þangað skyldi einkum safnað gripum sem vitnuðu um staðbundin sérkenni. Fyrirsjáan- legt var að söfn þessi hefðu lítið fjárhagslegt bolmagn og var meðal annars þess vegna ráð- gert að friðaðar byggingar gætu nýst þeim til sýningar. Þá hafa menn einkum hugsað til gömlu torfbæjanna, þeir væru ákjósanleg um- gjörð um gripi úr sveitalífi 19. aldar og upp- hafs hinnar tuttugustu. Við sjávarsíðuna var lögð áhersla á að gera skil árabátaútgerðinni sem stunduð hafði verið um aldir.6 Tala má um tvö nokkuð afmörkuð tímabil í sögu byggðasafnanna. Hið fyrra var tími brautryðjendanna sem unnu þrekvirki á sviði munasöfnunar, við kröpp kjör oft á tíðum og erfiðar aðstæður og skópu þar með kjarna þessara safna og öfluðu þeim almennrar við- urkenningar. Þessir menn eru margir hverjir horfnir á braut og við hefur tekið kynslóð fag- menntaðra starfsmanna, þjóðháttafræðinga, fornleifafræðinga og sagnfræðinga. Þeir eru ekki jafn uppteknir af munasöfnuninni og frumkvöðlarnir, þar sem talsverður árangur hefur náðst í þeim efnum. Hugur þeirra stendur til frekari úrvinnslu þess sem aflað hefur verið, meðal annars á sviði forvörslu, skráningar og rannsókna. Einnig hefur miðl- unarþátturinn fengið meira vægi. Fjárhags- legt bolmagn byggðasafnanna er þó enn sem fyrr takmarkað og flest þeirra eru einyrkja- söfn, sem mcrkir að safnvörðurinn þarf að gegna öllum störfum, praktískum jafnt sem fræðilegum.7 Byggðasafn höfuðborgarsvæðisins, Árbæj- arsafn, hefur sérstöðu m.a. fyrir það að í um- dæmi þess býr tæplega helmingur þjóðarinn- ar; einnig að verkefni þess er minjar um hverfandi bæjarmcnningu en ekki sveita- menningu. Sal'nið var við stofnun, 1957, hugs- að sem útisafndeild úr Minjasafni Reykjavfk- ur. En árið 1968 var minjasafnið sameinað því og fékk Árbæjarsafn með því mun víðtækari söfnunar- og rannsóknarskyldur. Útisafns- þátturinn, sem einkum lýtur að sýningahaldi, hefur þó vegið þungt alla tíð og er ástæða þess ef til vill nálægðin við Þjóðminjasafnið. Árbæjarsafn hefur á liðnum árum eflst að mannal'la og búnaði og eru nú um 15 manns í fullu starfi, þar af 4-5 safnverðir og jafnmarg- ir smiöir. Samt sem áður er mikils virði að á höfuðborgarsvæðinu eru fleiri aðilar sem vinna einnig að minjavörslu. Þar á meðal eru sérsöfnin, söfn í eigu félagasamtaka, fyrir- tækja og einstaklinga. Þessi söfn eru mjög misstór, eiga allt frá nokkur þúsund safngrip- 80
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.