Ný saga - 01.01.1996, Page 88
Helgi M. Sigurðsson
i
Mynd 4.
Vesturfarasetrið
á Hofsósi. Það
hýsir sýninguna
„Annað land.
Annað líf.
Vesturheimsferðir
íslendinga
1870-1914".
Þar er einnig
ættfræði-
og upplýsinga-
miðstöð.
leikklúbburinn var að störfum í sýningarhús-
unum. Einnig unnu vinnuskólabörn á reitum
um sumarið og á fimmtudagskvöldum voru
seldar veitingar í Neðstakaupstað. - Safnið
virðist hafa náð þeirri stöðu að vera „sjálf-
sagður viðkomustaður“ ísfirðinga og ferða-
manna sem koma til bæjarins, sbr. að árleg
aðsókn er meiri en sem nemur fjölda íbúa á
Vestfjörðum.23
Kirkjuminjasafn á Hólum: Haustið 1992
flutti Tómas Ingi Olrich frumvarp á Alþingi
um kirkjuminjasafn að Hólum í Hjaltadal.
Átti hann þá við minjar úr Hólabiskupsdæmi
og rökstuddi mál sitt með þvf meðal annars
að áhrifamáttur slíkra minja stórykist þegar
þær væru sýndar á þeim stöðum sem þær
tengdust. - Minjar þessar eru nú geymdar á
Þjóðminjasafni og kemur ekki fram hvernig
hugmyndinni var tekið þar. Það hlýtur að
vera lykilatriði. Það að kalla heim í hérað þá
forngripi sem farið hafa á Þjóðminjasafnið
gæti haft fordæmisgildi.25
Vesturfarasafn á Hofsósi: Komið er í gagn-
ið vesturfarasafn á Hofsósi. Á staðnum eru
nokkur gömul hús, þ.á m. pakkhús frá 18. öld,
en nýja safnið er í fallegu húsi frá 1910. Heim-
sóknir Vestur-íslendinga til landsins hafa ver-
ið fjölmennar á seinni árum og er ætlunin að
höfða einkum til þeirra með sýningu en einn-
ig ættfræðiþjónustu. - Þetta framtak er sér-
stakt að því leyti að fyrst koma menn auga á
markhóp, líklega viðskiptavini, síðan er hug-
að að minjum til að sýna. Hvort þetta gengur
upp mun tíminn leiða í ljós.26
Galdrasýning á Ströndum: Árið 1995
styrkti Nýsköpunarsjóður námsmanna verk-
efni sem lýtur að því að fræða ferðamenn um
galdra og galdramenn í Strandasýslu. Ein
hugmyndin gengur út á að setja upp sýningu
um galdrastafi, níðstangir o.þ.h. Einnig er rætt
um að merkja gönguleiðir um slóðir kunnra
galdramanna, virkja áhugaleikhópa og söng-
félög o.fl. En allt var þetta á mótunarstigi
þegar síðast var vitað.24
86