Ný saga - 01.01.1996, Side 90

Ný saga - 01.01.1996, Side 90
Helgi M. Sigurðsson Nær allir safn- verðir landsins eru því að mestu sjálfmenntaðir á sviði safnfræð- innar, þótt þeir hafi háskólapróf í öðrum greinum Húsið á Eyrarbakka tekið í gagnið: í það sögufræga hús var ákveðið að flytja Byggða- safn Árnesinga frá Selfossi og gerðist það 1995. - Þetta er góð hugmynd út frá sýninga- sjónarmiði og verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif það hefur á gestafjölda.32 Hof í Grindavík: Árið 1994 var haldið hleðslunámskeið í Grindavík og var verkefn- ið hof í fornum stíl. Einnig var í bígerð að reisa langhús og jafnvel vfkingabyggð. - Ókosturinn við hofbygginguna er sá að ekki er vitað hvernig hof voru til forna, slík hús hafa ekki með vissu verið grafin upp.33 Víkingahátíð í Hafnarfirði: Hún var haldin í fyrsta sinn hérlendis árið 1995. Um er að ræða alþjóðlegan hóp fólks sem ferðast frá einu landi til annars, slær upp tjaldborgum og hefur tekjur af bæði sýningum, sölu á hand- smíðuðum munum og veitingarekstri. Að- sókn var mikil og var áformað að endurtaka hátíðina síðar. - Menningarlegt gildi hátíða af þessu tagi er sennilega ekki mikið og gagn- rýnisvert er ef haldið er fram að þær byggist á strangri fræðimennsku. Skemmtigildið er hins vegar ótvírætt.34 Safnasvæði í Nesi við Seltjörn: Árið 1992 var Nesstofusafn, lækningaminjasafn, deild úr Þjóðminjasafni, opnað í samnefndu húsi. Nes- stofa er sögufræg bygging, reist árið 1763. Ennfremur var kynnt skipulag safnasvæðis á jörðinni þar sem meðal annars var gert ráð fyrir endurbyggingu tveggja útihúsa. Annað þeirra skyldi hýsa íslenska lyfjafræðisafnið. Var það opnað með bráðabirgðasýningu í árs- lok 1992.35 - Hér stefnir í sterka heild og mættu sem flestar atvinnugreinar taka sér þetta framtak til fyrirmyndar. Flutningur Þjóðminjasafnsins: Árið 1992 mæltist þáverandi þjóðminjavörður, Guð- mundur Magnússon, til þess við menntamála- ráðherra að hann afhenti Þjóðminjasafninu svonefnt SS-hús í Laugarnesi. Rökstuðningur Guðmundar var meðal annars á þá leið að núverandi húsakynni væru orðin of lítil fyrir safnið og erfitt væri að byggja við þau. Erind- inu var hafnað af ráðherra.36 - Að mati undir- ritaðs var kannski hvorugt húsið nógu gott. Geysishús í Reykjavík: Árið 1992 opnaði Reykjavíkurborg upplýsinga- og kynningar- miðstöð í Aðalstræti 2, Geysishúsi. Þar voru settar upp ýmsar sýningar næstu árin, einkum minjasýningar sem þótti ágætlega takast til með. Aðsókn var áætluð um 60 þús. manns á tveimur árum. Húsið var tekið til annarra nota árið 1994.37 - Starfsemi af þessu tagi mætti gjarnan hefjast aftur ef hentugt hús- næði finnst. Aðalstrætisverkefni í Reykjavík: Áætlun um það kom fram árið 1992 og var þar gert ráð fyrir að reisa þrjú hús, tvö í stíl Innrétt- inga Skúla fógeta og eitt átti að vera eftirlík- ing landnámsbæjar til minningar um fyrstu íbúa Reykjavíkur. Undirbúningsrannsóknir hófust sama ár en verklegum framkvæmdum var frestað um óákveðinn tfma. Hvort verk- efninu verður haldið áfram á næstu árum er óljóst á þessu stigi.38 Útibú frá Árbæjarsafni við Laufásveg: Árið 1995 keypti Reykjavíkurborg íbúðarhús að Laufásvegi 43 í því skyni að opna þar úti- bú frá meginsafninu. Röksemd fyrir því var sú að í húsinu væri heimili sem að mestu væri óbreytt síðan um 1930.34 Smíði víkingaskips: Árið 1994 styrkti Reykjavíkurborg smíði skips sem er nákvæm eftirlíking norsks víkingaskips sem grafið var upp þar í landi. Skipinu er ætlað að sigla hluta sumars með reykvísk skólabörn, en þess utan er það hugsað fyrir almenna ferðamenn.40 Sögugöngur Ferðafélags íslands og Úti- vistar: Gönguferðum á minja- og sögustaði hefur fjölgað mikið á síðustu árum og þátt- taka verið góð. Þær hafa verið skipulagðar af ýmsum aðilum, meðal annars minjasöfnum, en einnig í auknum mæli af félögum og fyrir- tækjum, m.a. Ferðafélagi íslands og Útivist. 88
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.