Ný saga - 01.01.1996, Síða 94

Ný saga - 01.01.1996, Síða 94
Björn S. Stefánsson yrðu að vísu að raða þeim. Sigl- firðingar höfðu því ekki reynt það sem síðar varð venja, að list- ar séu búnir til með því að menn dragist fyrst í dilka (gjarna flok- ka) og síðan sé raðað á lista úr hópi þeirra sem eru í sama dilki. - Alþingiskjördæmi siglfirðinga, Eyjafjarðarsýsla, kaus tvo. Þá var ekki komin á sú regla í tvímenn- ingskjördæmum, sem síðar varð, að menn byðu sig fram tveir á lista með tveimur varamönnum. Vitaskuld gátu tveir og tveir úr hópi frambjóðenda kynnt sig sem samherja, en kjósendur þurftu ekki að láta það ráða hverja þeir veldu saman. Kosn- ingin var leynileg. Næst var kosið til bæjarstjórnar árið 1920, þegar bæjarfulltrúum var fjölgað um tvo. Engir varamenn voru. Urðu kosningar því tíðar við afsögn eða brottflutning. Tveir voru kosnir 1921 og einn árið eftir. Næst breyttist bæjarstjórnin þan- nig, að þrír bæjarfulltrúar voru dregnir út. Var sr. Bjarni meðal þeirra. í stað þeirra voru kosnir þrír fulltrúar í ársbyrjun 1923 til þriggja ára. Boðnir voru fram tveir listar. Var sr. Bjarni á öðrum þeirra og var kosinn, en úr því gaf hann ekki kost á sér í bæjar- stjórn. Aftur var kosið 1923 (tveir menn), svo 1924 (tveir menn), 1925 (þrír menn), 1927, fyrst þrír menn og síðar einn, og 1929 (fjórir menn). Það var fyrst árið 1930 að tekið var upp það fyrirkomulag, sem síðan hefur verið við lýði, að kjósa fullskipaða bæjarstjórn í hvert sinn. Kosningin 1919 á Siglufirði var einsdæmi þar. Sá var munur á framboði til sveitarstjórnar og til alþingis á þessum árum, að til alþingis bauð maður sig fram, en til sveitarstjórnar var listi borinn fram af meðmælendum, án þess að krafizt væri samþykkis þeirra sem voru á listanum. Menn gátu raunar ekki skorazt und- an kjöri nema hafa áður setið í sveitarstjórn eða náð ákveðnum aldri. Samt gátu menn sýnilega fengið lausn að eigin ósk. Það var Mynd 1. Sr. Bjarni Þorsteins- son sóknarprestur á Siglufirði. Mynd 2. Helgi Hafliðason kaupmaður á Siglufirði. fyrst með lögum 1962, að krafizt var sam- þykkis þeirra sem skipuðu framboðslista til sveitarstjórnar. Ljóst er, að framboð af þessu tagi raskar þeirri hugmynd að menn skuli vera hollir að- eins einum málstað og einum samtökum, eins og er forsenda stjórnmálaflokka. Vitaskuld er ekki alltaf um það að ræða við kosningar, heldur getur verið, að aðeins sé ágreiningur um það hvaða menn með sama málstað séu heppilegastir saman. Spyrja má hvað vakti fyrir mönnum með skipan sr. Bjarna á listana. Hvers vegna setti kaupmanna- og verzlunarmannafélagið þenn- an mikilsvirta forystumann í 4. sæti? Var það bragð til að fá meirihluta í bæjarstjórn? Vildi verkamannafélagið ónýta það bragð með því að setja hann í efsta sæti sitt, svo að færri, sem vildu vera öruggir um kosningu sr. Bjarna, sæju ástæðu til að kjósa A-listann? Þegar ég sagði frá þessum háttum siglfirð- inga 70 árum síðar, þóttu þeir furðulegir. At- hugun leiðir samt í ljós að slíkt var viðtekið í höfuðstað landsins og víðar á þessum árum og studdist við landslög. Reyndar áttu lista- kosningar ekki langa sögu. I tilskipun um bæj- arstjórn í Reykjavík frá 1872 er ekki gert ráð fyrir listakosningu. Arið 1903 voru kosnir sjö bæjarfulltrúar í Reykjavík.2 Á kjörskrá voru 884. Nefndu kjósendur í heyranda hljóði þá sem þeir kusu. Það er fyrst í lögum sem öðl- uðust gildi 1904, um leynilegar kosningar og hlutfallskosningar til bæjarstjórna, að kveðið er á um listakosningu. Þar er gert ráð fyrir að sami maður geti staðið á fleiri en einum lista með þessu ákvæði:3 „... nú er nafn á einhverj- um lista þegar kosið á öðrum lista, og skal þá strika það út, og taka næsta nafn fyrir neðan.” Þegar kosið var til bæjarstjórnar í Reykja- vík árið 1906 voru átta listar boðnir fram, sjö með sex nöfnum og einn með þremur, samtals 45 sæti, en nöfnin voru samt aðeins 12, þar sem flestir voru á fleiri listum. Þrír mannanna voru á sex listum. Þeir voru Jón Magnússon, Sighvatur Bjarnason og Kristján Jónsson, en af þeim náði Kristján einn kjöri. Jón Þorláks- son var á fjórum listum og náði kjöri, Magnús Blöndal var á þremur listum og náði kjöri, Ásgeir Sigurðsson var á þremur listum og náði kjöri, Þorsteinn Þorsteinsson var á fjór- 92
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.