Ný saga - 01.01.1996, Qupperneq 97

Ný saga - 01.01.1996, Qupperneq 97
Sex framboðslistar með sama manninum Árið 1918 átti enn að kjósa tvo. Þá eru þrír listar boðnir fram, tveir þeirra studdir af mönnum með yfirlýstan ágreining um mál, en engu að síður er sami maður á báðum listun- um. Á A-lista voru Sveinn Sigurjónsson (kall- aður kaupmaður í kjörbókinni 1919) og Er- lingur Friðjónsson trésmiður, á B-lista Erling- ur Friðjónsson trésmiður og Júlíus Árnason og á C-lista Stefán Stefánsson og Sigtryggur Jónsson. Fyrstu listarnir tveir voru Verka- mannafélagslistar. „A-listann munu þeir fjelagsmenn Verkamannafjelagsins styðja, sem voru mótfallnir því um daginn, að Verka- mannafjelag Akureyrar gengi í „Alþýðusam- band fslands“ og gerðist þannig landspóli- tískt, en urðu ofurliði bornir. C-listann styðja auðvitað menn utan Verkamannafjelagsins.” Bæði 1930 og 1934, þegar fullskipuð bæjar- stjórn var kosin af flokkslistum, voru brögð í tafli. Var það ma. leikið að setja á eiginn lista mann, sem var kominn fram á öðrum lista, svo ofarlega, að hann hefði þannig fengið svo mörg atkvæði umfram félaga sinn ofar á list- anum, að hann hefði fellt hann, en ekki svo ofarlega að hann hefði náð kosningu á seinni listanum. Fannig hefðu andstæðingarnir ráðið því hverjir náðu kjöri á listanum. Við þessu var brugðizt með því að afturkalla listann og leggja fram nýjan með tvífarann neðar. - Ekki áttu allir listarnir upptök að slíkum leik, en allir drógust inn í hann fyrra eða síðara árið. Heimildir um Hafnarfjörð, sem varð bæj- arfélag 1908, eru fyrst til 1930." Er þar ekki dæmi um blandaðan lista. í Vestmannaeyjum var bæjarstjórn fyrst kosin 1919. Far voru list- ar nokkuð blandaðir fyrstu fimm árin. Hafði það áhrif á niðurstöðu í eitt skipti, en síðan voru blandaðir listar aðeins einu sinni.12 Á Norðfirði var fyrst kosin bæjarstjórn 1929. Þar voru aldrei blandaðir listar.13 Það kom varla fyrir, að fólk á hreinum kvennalista eða lista jafnaðarmanna, sem ýmis dæmi voru um, væri á blönduðum lista, nema þar sem andstæðingar höfðu endaskipti á fámennum lista, enda greindi það sig frá öðrum listum með skilgreindum hugmynda- grundvelli í andstöðu við hina listana sem kalla má lista góðborgara og ekki áltu skil- greindan hugmyndagrundvöll. Mynd 7. Frá Akureyri. Oddeyrí um 1930. Heimildir 1 Kjörbók er heimild um kosningar 1919-34. Kjörbækur voru kannaðar í vörzlu bæjarfélaga, í Reykjavík kjör- stjórnarskjöl í skjalasafni borgarinnar. Staðarblöð eru samtímaheimildir. 2 Kjörstjórnarskjöl (kjörbók) eru heimild um kosningar 1903-1934. 3 Stjórnartíðindi 1903 A, bls. 228. 4 Stjórnartíðindi 1913 A, bls. 25. 5 Alþingistíðindi 1913 A, bls. 101. 6 Sama, bls. 104. 7 Stjórnartíðindi 1920 A, bls. 25. 8 Kjörbók. 9 Blaðið Austri 1905-17. Kjörbók 1917-34. 10 Blöðin Norðurland 1904-17, Norðri 1909, íslending- ur 1916-34 og Dagur 1921-34. - Samkvæmt blöðunum eru nöfn með eða án starfsheitis. 11 Kjörbók. 12 Haraldur Guðnason, Við Ægisdyr. Saga Vestmanna- eyjabœjar (án útg.st. 1982). Blaðið Skeggi 1920. Kjör- stjórnarskjöl 1921 og 1925. Blaðið Víðir 1930 og 1934. 13 Bjarni Þórðarson, Sveitarstjórnarkosningar á Nesi í Norðfirði 1913-1978 og sveitarstjórnarmannatal (án útg.st. 1979). 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.