Morgunblaðið - 26.03.2011, Side 28

Morgunblaðið - 26.03.2011, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2011 ✝ Þórdís Fjeld-sted fæddist í Borgarnesi 5. des- ember 1917. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 14. mars 2011. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðrún Bergþórs- dótttir húsmóðir, f. 1890, d. 1992, og Þorkell Guðmunds- son, f. 1874, d. 1926. Systkini Þórdísar voru Guðrún Lilja hjúkrunarkona, f. 1914, d. 1990, og Reyðar Jóhannsson, sam- mæðra, f. 1931, d. 1979. Árið 1940 giftist Þórdís Kristjáni Fjeldsted, f. 1914, d. 1991, bónda í Ferjukoti. Börn laugsson, f. 1952, d. 2005. Börn þeirra eru a) Sigurður Ingi, f. 1980, b) Guðlaugur, f. 1985, unnusta Arna Þrándardóttir, f. 1985, sonur þeirra Ísólfur, c) Þórdís, f. 1993. Unnusti Guð- rúnar er Guðmundur Finnsson, f. 1950. Að loknu námi í Borgarnesi fór Þórdís í Héraðsskólann í Reykholti og útskrifaðist þaðan 1934. Þaðan lá leiðin í íþrótta- skólann á Laugarvatni veturinn 1935-1936. Þórdís kenndi tvo vetur íþróttir á Ísafirði en fór síðan til frekara náms í íþrótt- um til Danmerkur á íþrótta- skólann Snoghoj árið 1938- 1939. Stundaði einnig nám við Hússtjórnarskólann í Reykja- vík. Þórdís og Kristján bjuggu allan sinn búskap í Ferjukoti. Útför Þórdísar fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 26. mars 2011, og hefst athöfnin kl. 13. þeirra: 1) Sigurður, f. 1941, maki Thom Lomain, f. 1962, sonur Sigurðar er Andrés, f. 1984, móðir Elsa Þor- kelsdóttir. 2) Þor- kell, f. 1947, maki Heba Magnús- dóttir, f. 1951. Börn þeirra eru a) Kristján, f. 1972, d. 1991, b) Magnús, f. 1973, maki Margrét Ástrós, f. 1973, börn þeirra eru Heba Rós, Óliver Kristján og María Sól, c) Heiða Dís, f. 1979, d) El- ísabet, f. 1985, unnusti Axel Freyr, e) Björgvin, f. 1989. 3) Guðrún, f. 1952, maki hennar var Þorsteinn Óskar Guð- Konan bláklædda – þín bjarta trú – kyssti augu þín á æskudögum. Þú sást því land og ljósar hallir þar dapureygðir sjá dimmu. (Jóhann Sigurjónsson) Elsku amma mín. Ég kveð þig með söknuði. Ég sem var viss um að þú yrðir 100 ára. Það eru ótelj- andi góðar minningar sem koma upp í hugann. Ég var svo heppin að fá að búa í næsta húsi við þig í Ferjukoti og fá að umgangast þig daglega. Ég man vel þegar ég var 11 ára, þá dó afi Kristján og ég vildi ekki að þú værir ein í gamla húsinu, svo ég svaf hjá þér af og til í nokkur ár. Það var svaka góð- ur tími og hugsa ég oft um þær stundir sem við áttum saman tvær. Byrjuðum við oft á því að elda kvöldmat og var þá svínakjöt í súrsætri sósu í miklu uppáhaldi. Síðan fórum við oft í fótabað á meðan við horfðum á sjónvarpið og þú lést mig bera fótakrem á okkur á eftir. Alltaf varst þú búin að setja sængina mína á ofninn svo hún yrði orðin heit þegar ég færi að sofa. Svo spjölluðum við um ýmislegt eins og gamla tíma og tískuna, það var svo mikið áhugamál hjá þér. Aldrei hef ég smakkað betri saltkjöt og baunir en hjá þér og þín síðustu ár höfum við hjálpast að við að elda þær á sprengidag- inn, byrjuðum við þá oft um há- degi og þú stóðst nánast allan tímann við pottana og sagðir mér til. Ég vona að ég geti gert þær eins góðar og þú. Pönnukökurnar þínar voru þær bestu, svo þunnar og bragðgóðar, og þegar ég spurði þig hver galdurinn væri sagðir þú alltaf: hafa nóg af eggj- um og íslenskt smjör. Það sem einkenndi þig mest amma mín og allir tóku eftir var hvað þú varst alltaf vel til fara og elegant, gekkst svo bein og tignarleg al- veg fram á síðasta dag. Ein góð minning um það er þegar Björgvin bróðir fermdist, þá fórstu í svörtu dragtinni í kirkjuna og þegar veislan byrjaði varstu komin í kjól og þegar leið á veisluna varstu komin í þriðja dressið. Þegar ég spurði þig hvers vegna þú værir að skipta svona um föt svaraðir þú að þú ættir svo mikið af fallegum fötum og yrðir að nota þau. Oft sagðir þú við mig að ef einhver myndi geta notað kjólana þína þá væri það ég, og er ég nú frekar montin að þú skyldir segja þetta. Ég kveð þig með söknuði elsku amma mín, en jafnframt með þökk fyrir að hafa átt þig. Megi Guð vaka yfir þér. Heiða Dís. „Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga en sér í lagi þau sem tárin lauga.“ Þau eru mörg tárin sem felld hafa verið við fráfall elsku ömmu minnar, Þórdísar Fjeldsted. Hugurinn reikar víða, staldrar við eina minningu. Við Gulli frændi fengum oft að gista hjá ömmu í „gamla húsinu“ í Ferju- koti. Við vorum miklir grallarar og amma tók þátt í því á sinn hátt. Eitt sinn er við gistum þar viss- um við að amma ætti ekkert Co- coa puffs í morgunmatinn. Við Gulli ræddum þetta í þaula og komumst að þeirri niðurstöðu að um morguninn myndum við laumast heim – í næsta hús – verða okkur úti um puffsið, án þess að láta hana vita. Um morg- uninn klæddum við dúkkur í nátt- fötin okkar, settum í rúmin og læddumst út. Er við komum til baka, eftir drykklanga stund, varðst þú auðvitað yfir þig hissa á hve við hefðum sofið vel og lengi – en auðvitað vissir þú betur, tókst þátt í gríninu, eins og alltaf. Vertu kært kvödd, elsku amma mín. Elísabet Fjeldsted. Elsku amma. Þú varst alltaf ein af glæsilegustu konum á Ís- landi. Fórst nánast aldrei af bæ nema í þínu fínasta pússi. Þú varst alltaf að segja mér og öðr- um hvernig við ættum að hafa okkur til. Segja manni að sitja beinn, greiða hárið og fara í ljós. Þú hættir aldrei að hugsa um út- litið og ert líklega enn að. Ef sólin sást á lofti þá vissi maður alltaf hvar maður myndi finna þig, úti í sólbaði. Þú varst nánast alltaf ný- komin úr lagningu, brún og sæt. Ef það var ekki sól úti fórstu bara í ljós. Ósjaldan sagðir þú mér söguna af því þegar þú veiddir stærsta laxinn sem kona hefur veitt á flugu í Svartastokk í Grímsá. Laxinn kippti svo snöggt í að þú dast í ána, en náðir að halda stönginni og syntir niður stokk- inn án þess að missa fiskinn og náðir síðan að landa honum. Þú sagðir að þetta væri allt því að þakka hvað þú værir góð sund- kona. Gleymi því aldrei þegar ég var með þér uppi í Ferjukoti, oftar en ekki fórum við upp á loft í ljósa- bekkinn. Fór með þér út í garð að hjálpa þér að laga blómin sem þér þótti svo vænt um. Þú varst alltaf svo hress og kát. Kenndir mér að baka og elda. Ég náði samt aldrei að gera matinn og kökurnar jafn- góðar og hjá þér. En núna ertu farin og ég verð að láta mér nægja að hugsa um allar frábæru minningarnar sem ég á um þig. Líklega ertu að baka fyrir afa jólaköku með miklum rúsínum og eitthvert meira góð- gæti. Ég elska þig elsku amma mín. Hvíldu í friði. Þín Þórdís. Elsku amma Dodda, við áttum eftir að gera svo margt saman og þrátt fyrir aldur þinn fannst okk- ur við hafa nægan tíma. Við trúð- um því ekki að þú værir á förum og í eigingirni okkar finnst okkur það ósanngjarnt að þú hafir þurft að kveðja svona snöggt. Við söknum þess að heyra ekki í þér fyrir svefninn, geta sagt þér fréttir af okkur og lífinu í Reykja- vík, fengið uppskriftir, heimsótt þig, hlegið með þér, bakað vöffl- ur, farið í bíltúr og alls sem við gerðum með þér. Þú vildir fylgj- ast með öllu, hvort sem það var nýjasta tíska, útsölur eða ætt- ingjarnir. Við trúum því að þú haldir áfram að fylgjast vel með, með uppsett hár, brúna húð og bleikan varalit. Við munum sjá til þess að Ísólfur fái að heyra allt um ömmu Doddu sem þótti svo undurvænt um litla karlinn sinn. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Ástarþakkir fyrir allar góðu minningarnar. Við söknum þín. Þín Guðlaugur, Arna og Ísólfur. Þórdís Þorkelsdóttir Fjeldsted var tilkomumikil kona. Hún var hávaxin, teinrétt og tíguleg. Drottning heima og að heiman. Ég kynntist henni fyrir hartnær 30 árum þegar leiðir mínar og eldri sonar hennar lágu saman um stund. Til varð vinskapur og væntumþykja sem haldist hefur allar götur síðan. Á fyrstu æviárum Andrésar sonar míns heimsóttum við þau hjón Kristján og Þórdísi Fjeld- sted í Ferjukoti reglulega. Og þangað var ævinlega gott að koma. Heimili þeirra var ekkert venjulegt heimili. Þar sveif menningin og sagan yfir vötnum. Heimilið var gestkvæmt og á sumrin voru þeir margir sem þar komu við til að kaupa lax. Þórdís var stjórnsöm og full af atorku enda stýrði hún þessu mann- marga og gestkvæma heimili um áratuga skeið. Kristján, sem þá var byrjaður að missa heilsuna, var andstæða hennar, ætíð svo rólegur. Þau voru glæsileg hjón og samrýnd. Upp í hugann koma minningabrot frá þessum árum. Hún í eldhúsinu að sjóða nýveidd- an laxinn eða að útbúa meðlæti á meðan gæsin bakast í ofninum. Búið að leggja á borð fyrir á ann- an tug heimilismanna og gesta. Hann í stólnum sínum í bókaher- berginu að ræða við einhvern gestinn. Við Þórdís að spjalla saman yfir kaffibolla og jafnvel sérríglasi þar sem tískan og nýj- asta línan í snyrtivörum var oftar en ekki krufin til mergjar. Eftir að Kristján féll frá áttum við saman margar samveru- stundir í Reykjavík. Þó svo lífs- starf Þórdísar hafi verið að stýra stóru sveitaheimili, þá var hún borgardama fram í fingurgóma. Hún naut þess að sitja yfir kaffi- bolla á Hótel Borg eða fara í búðaráp á Laugavegi. Með árunum fækkaði heim- sóknum mínum í Ferjukot. Fjöl- skyldan og vinnan tóku æ meiri tíma og búseta erlendis um nokk- urra ára skeið setti sambandi okkar takmörk. En við héldum alltaf sambandinu og vináttan og væntumþykjan hélst óbreytt. Við Andrés heimsóttum hana á Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi nokkrum dögum fyrir jól. Hún var að sjálfsögðu búin að skipu- leggja daginn, heimsókn til dótt- ur hennar þar sem við áttum góð- an eftirmiðdag með þeim mæðgum og Þorkeli. Ekki grun- aði mig þá að það yrði í síðasta sinn er við hittumst. Með þessum fáu og fátæklegu orðum vil ég þakka Þórdísi fyrir allar okkar góðu og hlýju samverustundir. Að þekkja hana voru forréttindi og fyrir þau forréttindi verð ég ætíð þakklát. Við Már sendum börnum hennar og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Minningin um stórbrotna konu mun lifa með okkur. Elsa S. Þorkelsdóttir. Borgarfjarðarsólin er hnigin til viðar. En það viðurnefni fékk frænka mín, frú Þórdís Fjeldsted í Ferjukoti, á sínum blómaárum, fyrri hluta 20. aldar. Það er á eng- an hallað að telja Þórdísi eina tígulegustu konu sinnar tíðar. Henni má líkja við Snæfríði Ís- landssól eða Hallgerði langbrók, slík var andleg og líkamleg reisn Þórdísar og allt fas og framkoma. Frúin sást í sal hvar sem hún kom og fór og var umtöluð og um- svermuð. Þórdís var hávaxin og bein í baki; samsvaraði sér vel, með háleitan háls og stórgert andlit, skarpeygð með velgert enni og kinnbein og vellagað nef og varir. Ljósleitt hárið var jafn- an vel til haft svo eftir var tekið. Þórdísi lá hátt fallegur rómur og málfarið var vandað. Hún hafði taumhald á skapi sínu; ákveðin, stjórnsöm og föst fyrir. Frúin var óhrædd að láta skoðanir sínar í ljós þótt þær færu á skjön við við- mælanda eða tíðaranda. Þórdís var ekki allra en frænd- rækin og vinföst með afbrigðum. Klæðaburður hennar var klass- ískur í Parísarstíl og skartgripi bar hún vel. Ferjukot var lengst af í miðri þjóðbraut og annálað heimili fyrir gestrisni og höfðingsskap. Að Þórdísi löðuðust stórbrotnir per- sónuleikar, þ.á m. Halldór Lax- ness frændi hennar, Hermann Jónasson forsætisráðherra, Jó- hannes á Borg hótelhaldari og glímukóngur. Og ekki síst bænd- ur og búalið. Þeir sem sóttu Þór- dísi heim nutu andagiftar hennar; kímnigáfu, frásagnargleði og fróðleiks um ættir, menn og mál- efni, íþróttir, laxveiði, hesta- mennsku og sauðfjárbúskap. Þórdís fylgdist alla tíð vel með veðurfari og ekki síst þjóðmálun- um. Þórdís fæddist 1917 og var alin upp í Borgarnesi á rómuðu og gestrisnu kaupmannsheimili. Hún missti föður sinn, Þorkel Guðmundsson, í barnæsku en móðirin var sú merkiskona Guð- rún Bergþórsdóttir, ættuð frá Langárfossi. Guðrún ól börnin sín upp í íslenskum jarðvegi eins og hann gerist hvað bestur. Þór- dís var send til mennta fyrst í Reykholtsskóla og síðan íþrótta- skólann á Laugarvatni og sló á báðum stöðum í gegn fyrir dugn- að og glæsileik. Eftir útskrift kenndi hún veturlangt á Laugar- vatni og einnig Ísafirði og hafði gott lag á nemendum sínum og var vinsæl með afbrigðum. Þá kenndi Þórdís sumarlangt sund hjá Sigurjóni á Álafossi, iðnjöfri og íþróttafrömuði. Síðar siglir hún til Danmerkur til framhalds- náms í íþróttum og hússtjórn og lét vel af náminu og tveggja ára dvöl þar í landi. Þórdís giftist 1940 glæsimenn- inu Kristjáni Fjeldsted í Ferju- koti og þar með leggur hún kennsluna á hilluna og gerist hús- freyja á einu sögufrægasta lax- veiðibýli landsins með aldagaml- an grunn og tengsl við England. Í Ferjukoti var Þórdís kjölfestan og stjórnaði með reisn heimilis- haldinu hátt í sjö áratugi. Börnin þrjú, þau Sigurður, Þorkell og Guðrún, nutu ríkulegrar leið- sagnar foreldra sinna og ekki síst móðurinnar eftir að Kristján lést 1991 eftir langvarandi veikindi. Þórdís Fjeldsted var dáð ætt- móðir og hélt saman fjölskyldu sinni í blíðu og stríðu. Hún varð aldrei gömul í anda og hélt reisn sinni þar til yfir lauk. Blessuð sé minning þín. Ármann Reynisson. Þórdís Fjeldsted, stórfrænka mín og vinkona, er látin á 93. ald- ursári. Dodda, eins og hún var jafnan kölluð, bjó í Ferjukoti við Hvítá í Borgarfirði. Þar lifði hún eins og drottning í ríki sínu og var höfðingi heim að sækja. Mér finnst dæmigerð sagan sem dótt- ir mín og tengdasonur sögðu eftir að hafa heimsótt Doddu í Ferju- kot einhverju sinni. Hún vildi auðvitað bjóða upp á góðgerðir en þau afþökkuðu allan viðurgjörn- ing. Ætluðu bara að líta inn. Hvorki kaffi, sérrí, smákökur né slátur. Þegar þau kvöddu bað Dodda þau í guðanna bænum um að segja mér að hún hefði reynt að bjóða upp á allt sem hún átti en þau hefðu ekkert viljað þiggja. Ekki skyldi láta það spyrjast um sveitir að gestrisni hennar væri ekki söm við sig. Dodda var tignarleg í fasi og framkomu og ætíð afskaplega vel tilhöfð og glæsileg kona. Hún hélt reisn sinni allt til dauðadags. Ég mun sakna kvöldsímtalanna sem við frænkur áttum á efri árum og höfðum báðar gagn og gaman af. Ég og fjölskylda mín sendum fjölskyldu Doddu einlægar sam- úðarkveðjur. Fari frænka mín í Guðs friði. Halldís Bergþórsdóttir. Þrátt fyrir að Þórdís Fjeldsted væri komin á 94. aldursár var mér verulega brugðið er ég frétti af andláti hennar. Þórdís var svo lífsglöð og ungleg og í rauninni fátt, ef nokkuð, í fari hennar sem minnti á gamla konu – hvað þá að endalokin væru nærri. Ein af fyrstu minningum mín- um um Þórdísi er frá hesta- mannamóti í Faxaborg um miðj- an sjöunda áratuginn. Þórdís var klædd einstaklega fallegum, klæðskerasaumuðum reiðfötum, með svartan reiðhjálm, og ég, krakkinn, hafði aldrei séð nokkra konu jafn fallega og glæsilega til fara. Síst af öllu á hestamanna- móti. Þórdís var sannkölluð hefð- arfrú og bar alls staðar af sökum glæsileika. Hún bjó yfir einstak- lega töfrandi og sterkum per- sónuleika, sem setti svip sinn á umhverfið, sama hvort hún stóð við gömlu kokseldavélina í kjall- aranum í Ferjukoti eða hafði ofan af fyrir gestum uppi í stofu. Gest- irnir gátu verið af margvíslegum toga: jafnt fjölskylda og vinir eða máttarstólpar þjóðfélagsins og erlendir auðkýfingar. Umgjörðin hæfði henni svo vel, því heimilið minnti meira á sveitasetur er- lends aðalsmanns en íslenskan sveitabæ. Þórdís var heimsborg- ari fram í fingurgóma, hafði víða komið og sagði skemmtilega frá. Sem krakki og unglingur átti ég því láni að fagna að vera heimagangur í Ferjukoti, því með okkur Gunnu myndaðist einlæg vinátta fyrir hátt í hálfri öld. Í rauninni veit ég ekkert hvort kom fyrst, vinátta mín og Gunnu eða vinátta foreldra okkar, en þannig er því farið með þá sem eiga því láni að fagna að kynnast öðrum eins tryggðatröllum og Ferju- kotsfólkinu, að vináttuböndin mynda þéttriðið net til allra átta og ég get með sanni sagt að ég og fjölskylda mín öll tengjumst allri Ferjukotsfjölskyldunni sterkum vinaböndum, sem ég er ævinlega þakklát fyrir. Síðustu árin, þegar Þórdís dvaldist í Borgarnesi, var til siðs að stoppa á dvalarheimilinu og hafa Þórdísi með í bílnum upp að Ölvaldsstöðum, þar sem við Gunna vorum ýmislegt að sýsla á meðan mæður okkar sátu og dreyptu á sérríi inni í stofu og röbbuðu um alla heima og geima. Oft barst talið að gömlu dögunum og sameiginlegum vinum þeirra sem þegar höfðu lagt upp í ferð- ina löngu. Nú verður ekki stopp- að lengur í Dvalarheimilinu í þessum sama tilgangi en eftir lifir þakklætið fyrir að hafa kynnst þessari eftirminnilegu og hjarta- hlýju sómakonu, sem mér þótti svo vænt um og bar svo mikla virðingu fyrir. Blessuð sé minn- ing hennar. Ég votta fjölskyldunni allri mína einlægustu samúð. Guðlaug Kjartansdóttir. Látin er á 94. aldursári Þórdís Fjeldsted eða hún Þórdís í Ferju- koti eins og hún var jafnan nefnd. Það munu vera næstum 50 ár síðan við félagarnir komum fyrst í Ferjukot. Við höfðum kynnst Sigga eldri syni þeirra Þórdísar og Kristjáns er við vorum sam- tímis í London. Var okkur boðið í veiðiskap í Borgarfjörðinn og var gist í Ferjukoti. Okkur var strax einstaklega vel tekið af allri fjöl- skyldunni, Þórdísi, Kristjáni, Kela og Gunnu. Ekki skemmdi fyrir að Þórdís hafði kennt móður annars okkar leikfimi vestur á Ísafirði á árunum fyrir stríð. Þessi heimsókn var upphafið að áralangri vináttu okkar við fjölskylduna í Ferjukoti og þær eru ófáar ferðirnar í Borgarfjörð- inn í gegnum árin og ávallt var gist hjá Þórdísi, jafnt sumar sem vetur. Nutum við þar einstakrar gestrisni alls heimilisfólksins og voru þetta mikil forréttindi fyrir okkur félagana að eiga þarna samastað og vera ávallt tekið nánast sem heimilismeðlimum. Þórdís var eftirminnileg kona, glæsileg í fasi, há og spengileg enda hafði hún stundað íþróttir á sínum yngri árum. Mikið mæddi á húsmóðurinni í Ferjukoti á þessum árum enda Ferjukot í þjóðbraut og gestagangur mikill. Um tíma var rekin „sjoppa“ ásamt bensínsölu og ætíð var mikill erill við að afgreiða lax til þeirra er framhjá fóru. Það var oft fróðlegt að ræða við Þórdísi, hún var fróð og vel lesin, var vel „inni í málunum“ eins og sagt er. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Gat verið stjórnsöm og tók oft ekki nei fyrir svar eink- um þegar matast var. Lífið var ekki alltaf „dans á rósum“ hjá Þórdísi. Hún og henn- ar fjölskylda urðu fyrir ýmsum Þórdís Fjeldsted ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, MARIE MAGDALENA DERIVEAU, Borgarheiði 16, Hveragerði, áður til heimilis á Skólastíg 13, Stykkishólmi, lést á Landspítala við Hringbraut föstudaginn 18. mars. Útför fer fram frá Landakotskirkju, Reykjavík, mánudaginn 28. mars kl. 15.00. Marc Deriveau, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.