Morgunblaðið - 26.03.2011, Síða 35
MINNINGAR 35
Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2011
AÐVENTKIRKJAN:
Aðventkirkjan Reykjavík | Samkoma í
dag, laugardag, kl. 11 hefst með biblíu-
fræðslu fyrir alla. Einnig er boðið upp á
biblíufræðslu á ensku. Guðsþjónusta kl.
12. Manfred Lemke prédikar.
Aðventkirkjan Vestmannaeyjum | Sam-
koma í dag, laugardag, kl. 11. Boðið upp
á biblíufræðslu fyrir alla. Guðsþjónusta kl.
12. Bein útsending frá kirkju aðventista í
Reykjavík. Manfred Lemke prédikar þar.
Aðventsöfnuðurinn Suðurnesjum | Sam-
koma í dag, laugardag, kl. 11 í Reykja-
nesbæ hefst með biblíufræðslu. Guðs-
þjónusta kl. 12. Einar Valgeir Arason
prédikar.
Aðventsöfnuðurinn Árnesi | Samkoma á
Selfossi í dag, laugardag, kl. 10, hefst
með biblíufræðslu fyrir alla. Messa kl. 11.
Þóra Jónsdóttir og Steinunn Theódórs-
dóttir prédikar.
Aðventsöfnuðurinn Hafnarfirði | Sam-
koma í Loftsalnum í dag, laugardag, hefst
með fjölskyldusamkomu kl. 11. Birgir Ósk-
arsson prédikar. Biblíufræðsla fyrir alla kl.
11.50. Boðið upp á biblíufræðslu á
ensku.
Samfélag aðventista á Akureyri | Sam-
koma í Gamla Lundi í dag, laugardag,
hefst kl. 11 með biblíufræðslu fyrir alla.
Guðsþjónusta kl. 12.
AKRANESKIRKJA | Fermingarguðsþjón-
ustur kl. 10.30 og 14.
AKUREYRARKIRKJA | Fjölskyldumessa
kl. 11. Umsjón hefur sr. Svavar Alfreð
Jónsson og Sunna Dóra Möller. Yngri
barnakór kirkjunnar syngur, organisti er
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Æðruleys-
ismessa kl. 20. Prestur er sr. Solveig Lára
Guðmundsdóttir. Baldvin Ringsted, Eiríkur
Bóasson og Inga Eydal annast tónlistina.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og pré-
dikar, organisti er Kristina Kallo Szklenár
og kirkjukórinn leiðir almennan safn-
aðarsöng. Sunnudagaskóli á sama tíma í
safnaðarheimili. Veitingar á eftir.
ÁSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11 í
umsjá sr. Sigurðar, Ásdísar djákna og
Magnúsar organista. Brúðuleikhús o.fl.,
fermingarbörnin taka þátt. Messaá hjúkr-
unarheimilinu Skjóli kl. 13 í umsjá sr. Sig-
urðar Jónssonar sóknarprests, organisti
er Magnús Ragnarsson. Sjá askirkja.is.
ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 11. Leik-
menn úr söfnuðinum taka til máls. Fé-
lagar úr kirkjukórnum syngja undir stjórn
Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur, prestur
er sr. Kjartan Jónsson. Veitingar á eftir.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli kl.
11 í Brekkuskógum 1. Umsjón hefur
Heiða Lind Sigurðardóttir ásamt yngri leið-
togum.
BORGARNESKIRKJA | Barnaguðsþjón-
usta kl. 15. Taize-guðsþjónusta kl. 14.
BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristín Þór-
unn Tómasdóttir og Rannveig Iðunn þjóna.
Páll og Brynhildur leika undir söng og spila
á orgel, flautu og gítar.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskyldumessa
kl. 11. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar
ásamt Nínu Björgu Vilhelmsdóttur djákna.
Hressing á eftir. Tómasarmessa kl. 20.
Tónlist, fyrirbæn og máltíð Drottins. Kaffi
á eftir.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur
er sr. Magnús Björn Björnsson, tónlist er í
umsjá Þorvaldar Halldórssonar. Sunnu-
dagaskóli á sama tíma í kapellu. Veitingar
á eftir. Sjá www.digraneskirkja.is.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Anna
Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir
altari. Dómkórinn syngur, organisti er Kári
Þormar. Kaffi á eftir.
EMMANÚELS-BAPTISTAKIRKJAN |
Messa og sunnudagaskóli (Mass &
Sundayschool) kl. 12 í stærðfræðistofu
202 í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á
Skólabraut 6. Veitingar á eftir. Prestur er
sr. Robert Andrew Hansen. Guðsþjónusta
á ensku og íslensku (in English & Ice-
landic). Þurfi að sækja er hringt í síma
847-0081.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðs-
prestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór
Fella- og Hólakirkju leiðir almennan safn-
aðarsöng undir stjórn Guðnýjar Ein-
arsdóttur organista. Sunnudagaskóli kl.
11 í umsjá Þóru Sigurðardóttur og Daríu
Rudkovu. Kirkjuvörður og meðhjálpari er
Kristín Ingólfsdóttir.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Barna- og fjöl-
skyldumessa kl. 11. Æðruleysismessa
kl. 20. Fríkirkjubandið leiðir sönginn og
fluttur verður vitnisburður. Kaffi á eftir.
FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli kl.
11 og snarl í lokin. Almenn samkoma kl.
13.30. Margrét S. Björnsdóttir prédikar,
tónlistarhópurinn leiðir lofgjörð, boðið upp
á barnastarf. Brauðsbrotning og fyr-
irbænir fyrir þá sem vilja. Kaffi á eftir.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Ferming-
armessa kl. 14. Aðalheiður Þorsteins-
dóttir orgelleikari og Kór Fríkirkjunnar
leiða tónlistina. Prestar eru sr. Hjörtur
Magni Jóhannsson og sr. Bryndís Val-
bjarnardóttir.
GLERÁRKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Gunn-
laugur Garðarsson þjónar, félagar úr Kór
Glerárkirkju leiða almennan safn-
aðarsöng undir stjórn Valmars Väljaots.
Barnastarf í safnaðarheimili á sama tíma,
sameiginlegt upphaf. Fundur með for-
eldrum fermingarbarna að messu lokinni.
GRAFARVOGSKIRKJA | Ferming kl.
10.30. Sr. Vigfús Þór Árnason og sr. Guð-
rún Karlsdóttir. Kór Grafarvogskirkju syng-
ur, organisti Hákon Leifsson. Ferming kl.
13.30. Sr. Vigfús Þór Árnason og sr. Lena
Rós Matthíasdóttir. Kór Grafarvogskirkju,
organisti er Hákon Leifsson. Sunnudags-
skóli kl. 11. Sr. Lena Rós Matthíasdóttir,
undirleikari er Stefán Birkisson.
Borgarholtsskóli Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Bjarni Þór Bjarnson prédikar og þjónar
fyrir altari, organisti er Guðlaugur Vikt-
orsson.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10
og bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl.
11 í umsjá Erlu Rutar. Messa kl. 11. Alt-
arisganga og samskot til Hjálparstarfs
kirkjunnar. Messuhópur þjónar. Kirkjukór
Grensáskirkju syngur, organisti er Árni Ar-
inbjarnarson, prestur er sr. Ólafur Jó-
hannsson. Molasopi eftir messu. Hvers-
dagsmessa með Þorvaldi Halldórssyni á
fimmtudag kl. 18.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili |
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Jakob Ágúst
Hjálmarsson messar og söngstjóri er
Kjartan Ólafsson.
GUÐRÍÐARKIRKJA Grafarholti | Biskup
Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, vísi-
terar söfnuðinn í Grafarholti og Úlfars-
árdal um helgina. Messa og sunnudaga-
skóli kl. 11. Sr. Sigríður og sr. Karl
Valgarður þjóna fyrir altari en biskup pré-
dikar og lýsir blessun. Árni Þorlákur sér
um sunnudagaskólann. Kór Guðríð-
arkirkju leiðir söng og syngur stólvers, nýr
sálmur sr. Sigríðar verður sunginn undir
stjórn Hrannar Helgadóttur. Veitingar á
eftir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur sr. Þórhallur Heimisson, organisti
Guðmundur Sigurðsson. Barbörukórinn
leiðir söng. Sunnudagaskóli á sama tíma
í safnaðarheimilinu. Messa kl. 8.15 á
miðvikudag. Tíðasöngur föstudaga kl. 10.
HALLGRÍMSKIRKJA | Fræðslumorgunn
kl. 10. Hjalti Hugason prófessor flytur er-
indi. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Jón
Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyr-
ir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Fé-
lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju
syngja, organisti er Björn Steinar Sól-
bergsson. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr.
Bjarna Þórs Bjarnasonar. Forsöngvari er
Guðrún Finnbjarnardóttir og organisti
Björn Steinar Sólbergsson.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Máríuerl-
urnar og Litli drengjakórinn syngja undir
stjórn Berglindar Björgúlfsdóttur. Barna-
starf í umsjá Páls Ágústs og Báru. Org-
anisti Douglas Brotchie, prestur sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir. Veitingar á eftir.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11.
Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar, félagar úr
kór kirkjunnar syngja og leiða safn-
aðarsöng, organisti er Jón Ólafur Sigurðs-
son. Aðalsafnaðarfundur að messu lok-
inni. Léttur hádegisverður.
Sunnudagaskóli kl. 13. Orgeltónleikar kl.
17. Helga Þórdís Guðmundsdóttir, org-
anisti í Ástjarnarsókn, leikur. Sjá
www.hjallakirkja.is.
HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Bæna-
stund kl. 16.30 og samkoma kl. 17.
HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam-
koma kl. 14. Umsjón Arney og Konni.
HRAFNISTA Reykjavík | Messa kl. 14 í
samkomusalnum Helgafelli, 4. hæð. Org-
anisti Magnús Ragnarsson, félagar úr kór
Áskirkju syngja ásamt söngfélögum
Hrafnistu. Ritningarlestra lesa Kristín
Guðjónsdóttir og Birna Frímannsdóttir, sr.
Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar.
Hvalsneskirkja | Messa kl. 17. Strætó-
kórinn syngur undir stjórn Guðmundar
Ómars Óskarssonar. Barn borið til skírn-
ar. Organisti Steinar Guðmundsson,
prestur sr. Sigurður Grétar Sigurðsson.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam-
koma í umsjá barnastarfsins kl. 11. Ásta
Hjálmarsdóttir prédikar. Kaffi á eftir. Al-
þjóðakirkjan með samkomu á ensku kl.
14. Helgi Guðnason prédikar. Sunnudaga-
skóli kl. 14.25.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnastarf kl.
11 í aldursskiptum hópum. Kennsla á
sama tíma fyrir fullorðna, Friðrik Schram
kennir. Samkoma kl. 20. Lofgjörð og fyr-
irbænir, Edda Matthíasdóttir Swan predik-
ar. Sjá www.kristskirkjan.is.
KAÞÓLSKA kirkjan: |
Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og
laugardag kl. 18.
Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11
og 19. Virka daga er messa kl. 18.
Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl.
10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema
föstudaga).
Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl.
8.30 og virka daga kl. 8.
Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14.
Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30
og á ensku kl. 18. Virka daga kl. 18.
Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa
kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laug-
ardaga er messa á ensku kl. 18.30.
Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka
daga kl. 18.30.
Ísafjörður | Messa kl. 11.
Flateyri | Messa laugardag kl. 18.
Bolungarvík | Messa kl. 16.
Suðureyri | Messa kl. 19.
Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Félagar úr kór Keflavíkurkirkju syngja
undir stjórn Arnórs Vilbergssonar, prestur
er sr. Skúli S. Ólafsson. Sr. Erla Guð-
mundsdóttir og leiðtogarnir stýra barna-
starfinu. Messuþjónar taka þátt í helgi-
haldinu. Súpa á eftir.
KÓPAVOGSKIRKJA | Ferming kl. 11.
Prestar: sr. Sigurður Arnarson og sr. Bern-
harður Guðmundsson. Sunnudagaskóli í
safnaðarheimilinu kl. 11 í umsjón Þóru
Marteinsdóttur og Sólveigar Aradóttur.
LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta á Landakoti
kl. 14 á stigapalli á 2. hæð. Organisti er
Ingunn Hildur Hauksdóttir og prestur er
Gunnar Rúnar Matthíasson.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barna-
starf kl. 11. Björk Andersen flytur hug-
vekju, Söngfélagið Góðir grannar syngur.
Einsöngur. Prestur er sr. Jón Helgi Þór-
arinsson, organisti er Ólafur W. Finnsson.
Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan í
safnaðarheimilinu með Rut, Steinunni og
Kristínu. Tekið við framlögum í Líknarsjóð
Langholtskirkju. Kaffisopi.
LÁGAFELLSKIRKJA | Fermingarmessa kl.
10.30 og 13.30. Kór Lágafellskirkju syng-
ur, einsöngvari er Heiða Árnadóttir, Greta
Salóme Stefánsdóttir spilar á fiðlu. Prest-
ar eru sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr.
Skírnir Garðarsson, meðhjálpari Hreiðar
Örn. Sunnudagaskóli verður í dag, laug-
ardag, kl. 11. Sjá www.lagafellskirkja.is.
LINDAKIRKJA Kópavogi | Sunnudaga-
skóli kl. 11 í Lindakirkju og Boðaþingi.
Messa kl. 14. Óskar Einarsson, tónlistar-
stjóri safnaðarins, leiðir safnaðarsöng
ásamt Áslaugu Helgu og Matta sax. Tón-
leikar kl. 20.30 með Kór Lindakirkju
ásamt Áslaugu Helgu og Óskari Einars-
syni. Gospeltónlist í bland við frumsamin
lög. Ókeypis fyrir 14 ára og yngri. Ágóðinn
rennur til hljóðfærakaupa í Lindakirkju.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11.
Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Há-
skólakórnum leiða söng, organisti er
Steingrímur Þórhallsson, sr. Sigurður Árni
Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari.
Messuþjónar aðstoða. Umsjón með
barnasarfi: Sigurvin, Katrín og Ari. Veit-
ingar á eftir.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Fermingarguðs-
þjónusta kl. 14 og barnastarf á sama
tíma. Fermd verða 10 börn. Sr. Pétur Þor-
steinsson þjónar fyrir altari. Barnastarfið
er í umsjón Hildar og Elíasar. Kór safn-
aðarins leiðir söng undir stjórn Árna Heið-
ars Karlssonar. Sjá ohadisofnudurinn.is.
SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17
í safnaðaheimili Grensáskirkju. Ræðu-
maður Hermann Bjarnason.
SAUÐÁRKRÓKSKIRJA | Sunnudagaskóli
kl. 11. Umsjón hafa Guja og Ólöf Rún.
Þjóðlagamessa kl. 20.30. Kirkjukórinn
syngur við undirleik Rögnvaldar Valbergs-
sonar. Gestasöngvari er Guðbrandur Ægir
Ásbjörnsson. Fermingarbörn lesa ritning-
arlestra. Á eftir er fundur með ferming-
arbörnum og foreldrum þeirra.
SELFOSSKIRKJA | Messa og sunnudaga-
skóli kl. 11. 55 ára vígsluafmæli kirkj-
unnar. Stúlknakórinn Graduale Nobili
syngur ásamt kirkjukórnum, prestur er sr.
Óskar Hafsteinn Óskarsson. Graduale
Nobili heldur tónleika í kirkjunni kl. 14.
Stjórnandi kórsins er Jón Stefánsson. Sjá
www.selfosskirkja.is.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl.
11. Fermingarguðsþjónusta kl. 14. Sr.
Valgeir Ástráðsson prédikar og þjónar
ásamt sr. Ólafi Jóhanni Borgþórssyni. Kór
Seljakirkju leiðir safnaðarsönginn, org-
anisti er Tómas Guðni Eggertsson. Guðs-
þjónusta í Skógarbæ kl. 16. Sr. Ólafur Jó-
hann Borgþórsson prédikar og þjónar
ásamt Aase Gunn djákna. Félagar úr kór
Seljakirkju leiða safnaðarsönginn, org-
anisti er Tómas Guðni Eggertsson.
SELTJARNARNESKIRKJA | Tónlistarguðs-
þjónusta kl. 11. Flugfreyjukór Icelandair
syngur undir stjórn Magnúsar Kjart-
anssonar tónlistarmanns. Félagar úr
kammerkór kirkjunnar flytja einnig tónlist,
organisti er Friðrik Vignir Stefánsson.
Sunnudagaskólinn á sama tíma. Erla
Jónsdóttir lögfræðingur les ritningartexta
dagsins, prestur er sr. Sigurður Grétar
Helgason. Kaffi á eftir.
SJÓMANNAHEIMILIÐIÐ Örkin | Sam-
koma kl. 17. Kaffi á eftir.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Kristinn Ólason annast prestsþjón-
ustuna, organisti er Jón Bjarnason.
ÚTSKÁLAKIRKJA | Messa kl. 20. Strætó-
kórinn syngur undir stjórn Guðmundar
Ómars Óskarssonar, organisti er Steinar
Guðmundsson og prestur sr. Sigurður
Grétar Sigurðsson.
VEGURINN kirkja fyrir þig | Fjölskyldu-
samkoma kl. 14. Barnastarf, lofgjörð,
predikun og fyrirbæn. Högni Valsson pre-
dikar.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa eldriborgara
og sunnudagaskóli kl. 11. Kristín J. Sig-
urðardóttir, ljósmóðir og formaður eldri
borgaranefndar safnaðarins, prédikar og
tvö börn verða skírð. Garðakórinn syngur,
stjórnandi er Jóhann Baldvinsson org-
anisti. Steinn Lárusson, varaformaður Fé-
lags eldri borgara í Garðabæ, kynnir fé-
lagið. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar fyrir
altari. Hressing á eftir. Gospelsveifla kl.
20. Söngur og hugleiðingar. Sr Jóna
Hrönn, Ingvar Alfreðsson og félagar úr
gospelkórnum í tali og tónum.
VÍÐISTAÐAKIRKJA Hafnarfirði | Tónlistar-
guðsþjónusta kl. 11. Stúlknakór Reykja-
víkur syngur undir stjórn Margrétar
Pálmadóttur. Organisti er Arngerður
María Árnadóttir og prestur er Bragi J.
Ingibergsson sóknarprestur. Samvera
með fermingarbörnum og foreldrum á eft-
ir.
Jesús rak út illan anda.
(Lúk. 11)
Morgunblaðið/Sverrir
Brautarholtskirkja á Kjalarnesi.
✝ Ásgeir Krist-insson fæddist
í Reykjavík 23.
maí 1946. Hann
lést 27. febrúar
2011.
Foreldrar Ás-
geirs voru Kristinn
Hafliðason tré-
smiður, fæddur
1915, og Anna
Margrét Guð-
mundsdóttir fædd
1917 sem eru bæði dáin. Systk-
ini Ásgeirs eru Ingveldur
Kristinsdóttir, Steinunn Krist-
insdóttir Walter, Kristín Krist-
insdóttir, Guð-
mundur
Kristinsson og
Hafliði Kristinsson.
Eftirlifandi son-
ur Ásgeirs er Guð-
mundur Þorsteinn
Ásgeirsson. Ásgeir
starfaði sem sjó-
maður frá unga
aldri en síðustu
starfsárin var
hann í bygging-
arvinnu í Reykjavík.
Útförin fór fram í kyrrþey
hinn 4. mars 2011 í Fossvogs-
kapellu.
Ásgeir frændi var einstaklega
hjartahlýr og sjaldan hef ég
kynnst manni sem var jafn ein-
lægt góður við okkur litlu frænd-
systkinin sín. Hann byrjaði
snemma á sjónum og sem börn
þekktum við hann aldrei öðruvísi
en skemmtilegan sjómanns-
frænda sem kom einstaka sinn-
um í land. Og mikið var alltaf
gaman þegar hann var í landi.
Hann átti fullt af dóti og nammi
sem hann fékk í siglingunum og
var óhræddur við að deila því
með okkur. Hann eignaðist víd-
eótæki á undan flestum öðrum og
við krakkarnir vorum reglulega í
teiknimyndamaraþoni heima hjá
Ásgeiri, japlandi á útlensku
nammi og drekkandi kók úr dós.
Löngu seinna komumst við að
því að Ásgeir var öflugur íþrótta-
maður á yngri árum og einn al-
efnilegasti handboltamaður sem
Víkingar áttu á þessum árum.
Enda spilaði hann sinn fyrsta
meistaraflokksleik með silfurliði
Víkinga aðeins sextán ára. Og
jafnvel þótt Ásgeir hafi þurft að
gefa íþróttirnar upp á bátinn var
hann ávallt dyggur stuðnings-
maður Víkinga, reglulega niðri í
Vík og alltaf til í að ræða um Vík-
ingana sína við okkur.
Þótt Ásgeir hafi átt erfitt lífs-
hlaup skyggði það aldrei á sam-
skipti okkar og við minnumst
hans sem yndislegs ljúfmennis
sem gerði alltaf vel við okkur,
litlu frændsystkini sín.
Vertu blessaður, elsku Ásgeir
frændi.
Kristinn, Daníel, Lára
og Lísa Hafliðabörn.
Ungur steig hann öldurnar
hann Ásgeir mágur minn. Sextán
ára gamall fór hann til sjós og
var sjómennskan hans ævistarf.
Hann hætti skólagöngu ungur
og gaf upp efnilegan handbolta-
feril með Víkingum.
Ásgeir var mikill dýravinur og
hlúði að smáfuglunum og fóðraði
þá reglulega þegar harðnaði í ári
en spurði jafnframt alltaf um kis-
urnar okkar og hafði gaman af
sögum um þær.
Hann var herramaður mikill
og var óspar að skjalla okkur
mæðgur og skreyta okkur falleg-
um gullhömrum. Hann kunni
það.
Ásgeir hafði einstakan áhuga
á velgengni barna okkar. Hann
fylgdist með námi þeirra en ekki
síður árangri þeirra í fótbolta í
Víkinni. Þau mátu það mikils og
töluðu oft um það.
Ásgeir var dyggur stuðnings-
maður Víkings og var alltaf á
Víkingsvellinum að styðja liðið
sitt.
Þú fagnandi floginn ert burt
til framandi heillandi landa.
Þar spyr enginn hvort eða hvurt
né hverskonar drykk ert að blanda.
Þú stefndir á áfanga stað
En staldraðir við báðum megin.
Það veit enginn hvort eða hvað.
Né hver var sem vísaði veginn.
Ég kveð einstakt ljúfmenni
með söknuði.
Pálína.
Ásgeir Kristinsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á
forsíðu mbl.is og viðeigandi efn-
isliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein.
Minningargreinar