Morgunblaðið - 26.03.2011, Side 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2011
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Á sýningunni Þorrablót, sem verður
opnuð í Gerðubergi í dag klukkan 14,
hyllir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
myndlistarkona hina þjóðlegu þorra-
blótsstemningu, og lofar slíkri
stemningu á opnuninni. Gestir fá að
tylla sér milli listaverkanna, sem Að-
alheiður setur saman úr alls kyns
timburafgöngum – þetta eru karlar,
kerlingar, kindur og þorramatur! –
og þeim verður boðið að narta í
sviðakjamma meðan leikið verður á
harmónikku og kveðnar vísur.
„Það var árið 1996 sem ég setti
upp fyrstu sýninguna með timb-
urskúlptúrum,“ sagði Aðalheiður þar
sem hún var að koma veisluborðum
og persónum fyrir í Gerðubergi. „Ég
er búin að vinna svo mikið í þessu
gegnum árin að ég er komin með
heilt samfélag sem er búið til úr
timburafgöngum og alls kyns drasli.
Mér finnst gaman að setja upp mis-
munandi aðstæður, jafnvel með
sömu verkunum. Svo bætast alltaf ný
við.“
Þrítugasta sýningin í röðinni
Þegar gestir koma á sýning-
arsvæðið koma þeir fyrst að þremur
kindum sem leiða þá inn á ganginn
fyrir framan sýningarsalinn, þar eru
fleiri kindur og fólk að reykja og dóla
sér; síðan er gengið inn á þorrablótið
og þar er mikil gleði, leikið á nikku
og dansað.
„Ég byrjaði að vinna með þetta
þema þegar ég flutti í sveit, í Freyju-
lund við utanverðan Eyjafjörð. Fjár-
rétt hreppsins stendur tuttugu
metra frá útidyrum heimilisins og
þegar ég var komin þangað rifjuðust
æskuárin upp, en ég var alin upp við
sauðfjárbúskap. Mér fannst sem ég
hefði alltaf verið að vinna með eins-
konar bændalíf í verkunum mínum.
Þegar haustið kemur og réttað er
fyllist réttin af kindum og allt iðar af
lífi, ég ákvað að vinna með það. Ég
fór af stað með verkefni sem verður
fimmtíu sýningar á fimm árum. Fjár-
réttin er útgangspunktur á þeim öll-
um. Ég hef nú unnið að þessu í tvö og
hálft ár og Þorrablót er þrítugasta
sýningin,“ segir Aðalheiður. Sýning-
arnar hafa verið og verða settar upp
víða um heim á tímabilinu júní 2008
til júní 2013 undir yfirskriftinni
„Réttardagur – 50 sýninga röð“.
Fyrsta sýningin var í réttinni sjálfri.
„Ég hef fjallað um allt mögulegt á
þessum sýningum,“ segir Aðal-
heiður. „Um sauðburð, fé á fjalli,
kindur á húsi, innmatinn, afurðirnar.
Nú var komið að þorrablóti. Í
fyrra þegar mér var boðið að sýna
hér í Gerðubergi þá kom ég og skoð-
aði salinn og fanst strax að þetta
væri þorrablótsstaður, þetta er sann-
kallað félagsheimili. Hingað koma
allir saman og eiga glaðan dag.“
Eins og glögglega sést nýtur Að-
alheiður þess að skapa heildarstemn-
ingu með verkunum.
„Ég er að búa til heildstæða ver-
öld,“ segir hún, „búa til upplifun á
ákveðinni stemningu í íslenskri
menningu. Þorrablót eru tímalaus,
þau eru eins í dag og þau voru fyrir
30 árum. Andinn er sá sami, mat-
urinn er eins. Þetta er gamaldags en
nútímalegt um leið.“
Þótt persónur Aðalheiðar séu sett-
ar saman úr alls kyns timb-
urafgöngum og fundnum hlutum eru
þær á vissan hátt afar raunverulegar
og búa yfir einhverju sem kalla má
karakter. Hún segir að sumir geymi í
minni sér hvað fólk segir, en hún
muni hins vegar afar vel hvernig fólk
lítur út og háttalag þess.
„Ég horfi þrívítt á fólk,“ segir Að-
alheiður og hlær. Sá eiginleiki nýtist
henni vel við listsköpunina.
„Þegar ég bý til fólk byggi ég
venjulega á fólki sem ég þekki, ég
þarf ekki bara að vita hvernig það lít-
ur út heldur þekkja karakterinn.
Margir hafa sagt að verkin mín séu
eins og hugmynd um viðkomandi
frekar en mynd af þeim.
Svo getur ein spýta kallað á heila
manneskju, eins og þessi,“ segir hún,
gengur að konu sem dansar á gólfinu
og tekur um hárið á henni sem kast-
ast til þar sem hún snýst á gólfinu.
„Þessi spýta minnti mig á sveifl-
andi hár og þess vegna gerði ég
þessa konu fyrir hárið.“
Aðalheiður vinnur gjarnan að list
sinni í samstarfi við aðra og að þessu
sinni taka þrír gestalistamenn þátt í
sýningunni. Það eru þau Gunnhildur
Helgadóttir sem leggur til glös á
borðum, Jón Laxdal gerir flöskur á
bar og Guðbrandur Siglaugsson
hnífapör og texta.
Listsmiðja fyrir börn
Á morgun, sunnudag, klukkan 14
býður Aðalheiður til listsmiðju í
Gerðubergi. Í smiðjunni gefst börn-
um, með aðstoð aðstandenda sinna,
tækifæri til að skapa verk í anda Að-
alheiðar. Á staðnum verður efniviður
og verkfæri, og listakonan veitir til-
sögn.
Smiðjan er öllum opin á meðan
húsrúm leyfir – aðgangur ókeypis.
Ein spýta getur kallað
á heila manneskju
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýninguna Þorrablót í Gerðubergi í dag
Morgunblaðið/Einar Falur
Komin á þorrablót Listakonan Aðalheiður Eysteinsdóttir með gesti á
þorrablóti hennar í Gerðubergi, við trog fullt af þorramat úr timbri.
Á Tíbrártónleikum í Salnum á
morgun, sunnudag, klukkan 20
leika Helga Bryndís Magnúsdóttir
og Aladár Rácz á tvær slaghörp-
ur. Á efnisskránni eru verkin Til-
brigði við stef eftir Haydn eftir
Brahms, Rondo eftir Chopin, Són-
ata fyrir tvö píanó í D-dúr eftir
Mozart og La Valse eftir Ravel.
Frá árinu 1999 hefur Rácz
starfað sem tónlistarkennari á
Húsavík og komið fram með ein-
leikurum, kórum og hljómsveitum
hér.
Helga Bryndís hefur um árabil
verið virk í tónlistarlífinu, sem
einleikari og í kammertónlist,
með söngvurum og í Caput-
hópnum.
Helga og Aladár
leika á tvö píanó
Helga Bryndís
Magnúsdóttir
Aladár
Rácz
Vortónleikar
Vox feminae,
Þar skín sól í
heiði, verða
haldnir í Grens-
áskirkju í dag,
laugardag,
klukkan 15.
Listrænn
stjórnandi kórs-
ins er Margrét J.
Pálmadóttir og
honum til fulltingis munu hljóma
raddir yngismeyja úr Stúlknakór
Reykjavíkur, auk fleiri góðra
gesta. Undirleikari er Antonía He-
vesi.
Sólin skín á vortón-
leikum Vox feminae
Margrét J.
Pálmadóttir
Tolli opnar sýningu í Gallerí Lista-
mönnum á Skúlagötu 32 í dag
klukkan 16. Sýningin nefnist Græð-
andi kraftur og eru á henni stór
málverk sem sýna sannkallaða nátt-
úrukrafta.
„Þetta eru nýjar myndir sem eru
með jarðtengdari litum en oft áður;
á vissan hátt dimmari en um leið er
ljósið sterkara,“ segir Tolli.
Þetta eru mikilfenglegir mynd-
heimar. „Það er drama í þessu, ekki
er hægt að neita því,“ segir hann.
„Kraftbirtingarhljómur almætt-
isins. Enn og aftur leitast ég við að
fanga þennan kraft sem ljósið er í
náttúrunni.“
Með orðinu græðandi segist Tolli
vera að skírskota til hinnar heilandi
orku sem er í íslenskri náttúru.
„Sá debatt sem er í gangi innra
með okkur og ytra, um tilvist
mannsins, endar alltaf á spurning-
unni um sambúðina við náttúruna.
Náttúran er takmörkuð en
græðgin takmarkalaus. Það verður
að finna heimspekilegt og pólitískt
jafnvægi,“ segir hann. efi@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Málarinn „Það er drama í þessu, ekki er hægt að neita því,“ segir Tolli.
Kraftbirtingar-
hljómur á striga
11
20
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Vísinda- og tækniráðs 2011
Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem
snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag
í vísindastarfi er styrki stoðir mannlífs á Íslandi.
Óskað er eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna
Vísinda- og tækniráðs 2011. Verðlaunin eru tvær milljónir króna.
Tilnefningar geta komið frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða. Tilnefna má vísindafólk sem
starfar á Íslandi við háskóla, rannsóknastofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starfandi. Öllum, sem
eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna, er heimilt að senda tilnefningar. Ferilskrá
vísindamannsins skal fylgja tilnefningu.
Við val á verðlaunahafa er tekið tillit til námsferils viðkomandi vísindamanns, sjálfstæðis,
frumleika og árangurs í vísindastörfum að loknu námi; ritsmíða, einkaleyfa og alþjóðasamstarfs,
svo og annarra vísbendinga um líklegan árangur af störfum viðkomandi. Sérstaklega er litið til
brautryðjendastarfs í vísindum. Þá er litið til faglegs framlags á vinnustað og miðlun þekkingar til
íslensks samfélags. Fimm handhafar verðlaunanna skipa dómnefnd.
Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með
20. apríl 2011.
Tilnefningum og upplýsingum um feril tilnefndra skal skilað með
tölvupósti til Rannís á netfangið rannis@rannis.is
Nánar á www.rannis.is
Tilnefningar
óskast!
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is