Morgunblaðið - 31.03.2011, Side 1

Morgunblaðið - 31.03.2011, Side 1
F I M M T U D A G U R 3 1. M A R S 2 0 1 1  Stofnað 1913  76. tölublað  99. árgangur  –– Meira fyrir lesendur fylgir með Morgu nblaði nu í da g BIRNA ER Í ÞREMUR LANDSLIÐUM REIMLEIKAR Í KAUP- HÖLLINNI MATARFRAMLEIÐSLA TEKUR TOLL AF JÖRÐINNI VIÐSKIPTABLAÐ OG FINNUR.IS DAGLEGT LÍF 10ÍÞRÓTTIR 4 Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Vegna setningar neyðarlaganna munu breskir og hollenskir innistæðueigendur fá allar eignir Landsbankans í sinn hlut, tæplega 1.200 millj- arða, sé miðað við nýjasta mat skilanefndar bank- ans. Hefðu neyðarlögin ekki verið sett og inni- stæður ekki settar í forgang, hefðu inni- stæðutryggingasjóðir Breta og Hollendinga aðeins fengið um helming þeirrar upphæðar, eða um 600 milljarða króna. Þetta kemur fram í að- sendri grein Jóns Gunnars Jónssonar í Viðskipta- 600 milljarða króna á kostnað almennra kröfu- hafa Landsbankans, sem eru til að mynda ís- lenskir lífeyrissjóðir, Seðlabanki Íslands, alþjóð- legir bankar og skuldabréfasjóðir sem lánuðu íslensku bönkunum. Jón Gunnar bendir á að Ísland hafi sýnt mikla sanngirni í Icesave-málinu. Miðað við fyrirliggj- andi samning við Breta og Hollendinga sé hins vegar öll áhætta sem neyðarlögunum fylgir færð yfir á Ísland, en Bretar og Hollendingar njóti alls ábata sem af þeim stafar. M Ísland hefur sýnt sanngirni »Viðskipti blaði Morgunblaðsins í dag. „Með yfirlýsingum – ekki lagasetningum – ábyrgðust stjórnvöld ein- ungis innstæður á Íslandi, en ábyrgðirnar náðu einnig til innstæðna erlendra aðila, sem nú eru tæpir 200 milljarðar. Stjórnvöld ábyrgðust heldur ekki Icesave-innstæður í eigu Íslendinga í Bret- landi eða Hollandi. […] Nýju bankarnir höfðu hins vegar engar viðskiptalegar forsendur fyrir að taka innstæður gömlu bankanna úr útibúum þeirra. Bresku hryðjuverkalögin gerðu þeim það einnig ókleift, og íslenska ríkinu að ábyrgjast þær,“ segir í grein Jóns Gunnars. Neyðarlögin hafi fært Bretum og Hollendingum áðurgreinda 600 milljarða neyðarlög  Með því að samþykkja neyðarlög og gera innistæður að forgangskröfum færðu íslensk stjórnvöld breskum og hollenskum innistæðueigendum 600 milljarða Árleg danssýning World Class var haldin í Borg- arleikhúsinu í gærkvöldi. Var þetta stærsta sýn- ingin til þessa en rúmlega fimm hundruð nem- endur tóku þátt að þessu sinni. Tvær sýningar voru haldnar í gærkvöldi og var uppselt á þær báðar. Morgunblaðið/Golli Dans og fjör Fangar með dóma fyrir ofbeldisbrot, kynferðisbrot og alvarleg fíkniefna- brot eru ekki síður vistaðir í opnu fangelsunum á Kvíabryggju og Bitru en í öryggisfangelsunum á Litla-Hrauni, Akureyri, í Kópavogi og Hegningarhúsinu. „Við tökum þá menn inn sem við teljum hættulega og menn sem eru með alvarleg brot á bakinu. Fyrir vikið verður samsetningin svona,“ sagði Páll E. Winkel, forstjóri Fang- elsismálastofnunar. Byggja verður nýtt gæslu- varðhalds- og móttökufangelsi á höf- uðborgarsvæðinu, að mati Páls. Hann bendir á að nýja fangelsið þurfi að vera sem næst helstu lög- regluembættum, rannsóknar- deildum og dómstólum landsins. Auk þess komi um 80% fanga af höf- uðborgarsvæðinu. Fangelsin tvö sem nú eru á svæðinu eru bæði ónýt og rekin á undanþágum. Þeim verð- ur báðum lokað að sögn Páls. „Sú hugmynd að vera ekki með neitt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu er glórulaus í mínum huga,“ sagði Páll. Fangelsin löngu sprungin  Með þunga dóma í opnum fangelsum MGlórulaust »12 Morgunblaðið/Heiðar Hegningarhúsið Er á undanþágu. „Lífeyrissjóðir eiga þarna ákveðið frumkvæði og það kom ekki til fyrr en okkur var kunnugt um að Orku- veitan hefði ekki burði til að ráðast í þessa virkjun,“ segir Arnar Sigur- mundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, en sjóðirnir samþykktu ályktun í gær þar sem lýst er áhuga á að koma að eða fjármagna Hvera- hlíðarvirkjun Orkuveitu Reykjavík- ur, en orkan þaðan var ætluð til ál- vers Norðuráls í Helguvík. Um fjárfestingu upp á 25-30 milljarða króna er að ræða. Að sögn Arnars stendur til að funda með Orkuveitunni og Norður- áli á morgun til að fara yfir málin. Ef áhugi komi fram þar muni lífeyris- sjóðir koma saman til fundar á ný og fela ákveðnum aðilum að fara í við- ræður um framhaldið. Fulltrúar lífeyrissjóðanna hafa einnig verið í viðræðum við Magma Energy um aðkomu að HS Orku. Arnar segir að þar geti dregið til tíð- inda eftir rúman mánuð. Þar sé unn- ið eftir ákveðnu skipulagi og viðræð- ur í eðlilegum farvegi. „Þetta er áhugavert og verður skoðað með opnum huga,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórn- arformaður OR, um áhuga lífeyris- sjóðanna á Hverahlíðarvirkjun. Hann segir þennan möguleika ekki hafa komið upp í vinnu síðustu mán- uði innan OR. »6, 19 og Viðskipti Lífeyrissjóðir í viðræðum við OR og Magma Energy Því fer fjarri að núverandi rekst- ur OR geti ekki að óbreyttu staðið undir skuldum. Þetta segir Stefán Svavarsson endur- skoðandi í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Guðlaugur G. Sverrisson, fyrrverandi stjórnarformaður OR, segir að viðhorf lánastofn- ana til OR hafi skyndilega breyst um áramótin 2010-2011. Stendur und- ir skuldum MÁLEFNI ORKUVEITUNNAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.