Morgunblaðið - 31.03.2011, Síða 2

Morgunblaðið - 31.03.2011, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason Albert Kemp Mikill áhugi var á uppboði á búnaði, sem notaður var til ræktunar á kannabisplöntum, verkfærum og fleiri hlut- um, sem fram fór á Fáskrúðsfirði í gær. Allt seldist og slegist var um sumt. Kaupendur sáu þarna ýmislegt nýtilegt og töldu sig gera góð kaup. Sýslumaðurinn á Eskifirði stóð fyrir lausafjár- uppboðinu að ósk Fangelsismálastofnunar. Helgi Jens- son sýslufulltrúi segir að munir sem gerðir eru upptækir í sakamálum séu seldir á uppboði, hafi þeir verðgildi. Öðru sé eytt. Á uppboðinu voru meðal annars munir sem lög- reglan lagði hald á við húsleit á sveitabæ í Berufirði vorið 2009 vegna rannsóknar á ræktun kannabisplantna. Þar hafði verið komið upp búnaði til ræktunar, meðal annars með gróðurlýsingu og vökvunarbúnaði. Ræktun var haf- in en búnaður kominn upp til stórfelldrar ræktunar. Helgi Jensson segist ekki geta staðfest að munir úr þessu máli hafi verið á uppboðinu. Fjórir karlmenn voru sakfelldir í Héraðsdómi Austurlands fyrir ræktunarstörfin og voru dæmdir í fjögurra til sex mánaða fangelsi. Þá voru plönturnar gerðar upptækar svo og munir, efni og verkfæri sem tal- in voru upp í 69 liðum í ákæruskjali. Töluverð umferð var um lögreglustöðina á Fá- skrúðsfirði þar sem uppboðið fór fram og mikill áhugi á garðyrkjuáhöldunum. Fólk af öllu Austurlandi kom til að fylgjast með og kaupa. Sýslufulltrúinn bauð munina upp í einingum. Allt seldist þó að yfirleitt væri verðið ekki hátt. Í einstaka tilvikum færðist þó fjör í leikinn og boðin hækkuðu. Gerðu góð kaup Andrés Elísson, rafvirki á Eskifirði, keypti mikinn gróð- urlampa á 6 þúsund krónur. Hann taldi sig gera góð kaup og gat þess til skýringar að peran ein kostaði 60 þúsund krónur. Maður einn keypti fjölda röra. Sá böggull fylgir skammrifi að rörin eru öll götótt þar sem borað hafði verið í þau til að þau nýttust til vökvunar. Rörin lentu í höndunum á fagmanni því pípulagningamaður frá Egils- stöðum fjárfesti í þeim. Morgunblaðið/Albert Kemp Tilbúnir með peningana Helgi Jensson sýslufulltrúi bauð upp og Grétar Geirsson lögreglumaður aðstoðaði. Beðið í röðum eftir að kaupa garðyrkjuáhöld Góss Gróðurhúsalampar og perur voru eftirsótt góss.  Munir úr fíkniefnaræktun boðnir upp á Fáskrúðsfirði Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu í vikunni fram frumvarp til breytingar á lögum um greiðsluað- lögun einstaklinga. Frumvarpið kveður á um það að dráttarvextir sem fallið hafa til frá og með 1. jan- úar 2008 skuli felldir niður af þeim kröfum sem greiðsluaðlögunin nær til. Þannig aukist líkur á því að skuldari geti staðið í skilum. Hlut- fallsleg niðurfærsla skulda lækki þar að auki þann hluta skuldarinnar sem er til kominn vegna dráttar- vaxta einungis hlutfallslega, en felli hann ekki niður. Þar sem drátt- arvextir hafi verið gríðarháir á ár- unum 2005 til 2009, yfir 20% að jafnaði, sé oft um mjög háar upp- hæðir að ræða. Frumvarpinu, hvers fyrsti flutn- ingsmaður er Guðlaugur Þ. Þórð- arson, hefur ekki verið fundinn staður í dagskrá þingsins. Dráttarvextir verði felldir niður  Frumvarp um að létta á skuldurum Lög um greiðsluaðlögun » Samkvæmt frumvarpinu verða dráttarvextir sem fallið hafa til frá og með 1. jan. 2008 felldir niður af kröfum sem skuldaaðlögun nær til. „Þetta er mesta viðurkenning sem maður getur fengið og kemur á óvart því við höfum ekki rekið þetta nema í þrjú ár,“ segir Þor- mar Þorbergsson, súkkulaði- gerðarmaður í Odense Choko- ladehus í Óðinsvéum. Tilkynnt hefur verið að Þormar og Tine Buur Hansen, eiginkona hans, hljóti heiðursverðlaun Dönsku matargerðarlist- arakademíunnar fyrir afurðir sínar. Þormar rak Café Konditori Copen- hagen í Reykjavík í tíu ár. Eftir að þau fluttu til Óð- insvéa keyptu þau sælkeraverslun fyrir matvæli og hafa breytt henni í sérvörubúð með súkkulaði og nafninu um leið. Þau framleiða all- ar sínar vörur sjálf, úr bestu hrá- efnum og eftir eigin upp- skriftum. Í hillunum er konfekt, kökur, eftirréttir og súkku- laðidrykkir svo nokkuð sé nefnt og á sumrin er mikið selt af ís og ávöxtum. „Það sem við erum að gera hefur vakið athygli og gengið ágætlega,“ segir Þormar. Hann held- ur einnig vinsæl námskeið um súkkulaðigerð. helgi@mbl.is Verðlaunuð fyrir besta danska súkkulaðið Morgunblaðið/Árni Torfason Súkkulaði Þormar Þorbergsson hefur mestan áhuga á að vinna með súkkulaði. Flokkur Vinstri grænna treystir ekki NATO enda er hann mótfallinn aðild Íslands að hernaðarbandalag- inu og hernaðarbandalögum yfir- leitt. Þetta kom fram í máli Álfheiðar Ingadóttur á Alþingi í gær. VG hefði stutt ákvörðun öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna um flugbann yfir Líbíu og teldi að SÞ væru réttur vettvang- ur til að meta stöðuna þar sem átök geisuðu. „Við treystum þeim og þeirra leið- sögn. Við treystum hins vegar ekki hernaðarbandalaginu NATO til að framfylgja samþykktum SÞ og hvers vegna ættum við að gera það?“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokks, sagði að ótrúlegt væri að fylgjast með mál- flutningi VG í Líbíumálinu. Þegar ákveðið var að NATO ætti að taka yfir stjórn hernaðaraðgerða hefði Ís- land haft tækifæri til að stöðva þá ákvörðun. Þórunn Svein- bjarnardóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, sagði að sam- þykkt öryggis- ráðs SÞ kvæði á um flugbann og ekki væri hægt að framfylgja flug- banni nema gerð- ar væru loftárásir á herþotur, flugvelli og önnur hern- aðarmannvirki. „Það er ekki fallegt, það er ekki friðsamlegt en það var samþykkt í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Þórunn. kjartan@mbl.is Vinstri grænir treysta ekki NATO fyrir Líbíu Álfheiður Ingadóttir Ragnheiður Elín Árnadóttir Þórunn Sveinbjarnardóttir  Ótrúlegur málflutningur VG, segir Ragnheiður Elín

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.