Morgunblaðið - 31.03.2011, Side 4

Morgunblaðið - 31.03.2011, Side 4
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna sýndu forystumönnum Alþýðusam- bands Íslands og Samtaka atvinnu- lífsins ekki á spilin á fundi í Stjórn- arráðinu í gær. „Við fórum á þennan fund til að fá svör. Þau svör fengum við ekki,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Ákveðinn var nýr fundur í dag til að fara yfir drög að þeim ráð- stöfunum sem ríkisstjórnin er tilbúin að ráðast í til að liðka fyrir kjara- samningum. Viðræður um kjarasamninga á al- mennum vinnumarkaði eru í biðstöðu eftir að forystumenn Samtaka at- vinnulífsins tilkynntu ríkisstjórninni að ekki væri unnt að hefja lokaatlögu að gerð kjarasamninga vegna þess hve mörg stór mál eru í óvissu. Vilja auka fjárfestingar „Ég get ekkert sagt um það. Okkur var ekki sýnt mikið á spilin,“ segir Vil- mundur Jósefsson, formaður SA, um fundinn með forsætis- og fjármála- ráðherra í gær. „Ég á eftir að sjá að þeir geti komið með heilan pakka sem dugi til að við sjáum framtíðina í það björtu ljósi að við treystum okkur að ljúka samningi til þriggja ára,“ segir hann. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra sagði eftir fund- inn að ríkisstjórnin væri að leggja lokahönd á tillögur og útreikninga á áhrifum þeirra. Hún sagði að meðal annars hefðu verið ræddar leiðir til að örva fjárfest- ingar í atvinnulífinu. Lækkun trygg- ingagjalds og málefni áformaðs álvers í Helguvík hafa verið til umræðu. Einn- ig er búist við að innanríkisráðherra kynni nýjar hugmyndir um fram- kvæmdir í samgöngumálum. „Aðalat- riðið er að við fáum innspýtingu sem skapar störf en ekki hvaða verkefni það eru,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. „Auðvitað er það svo að það mæðir fyrst og fremst á atvinnufyrirtækjun- um sjálfum að keyra upp atvinnulífið en það er líka ýmislegt sem snýr að op- inberum framkvæmdum og hvernig umhverfi við sjáum fyrir okkur fyrir atvinnulífið og hvernig við viljum byggja það upp áfram,“ sagði ráð- herra. Líða ekki eyðileggingu Samtök atvinnulífsins hafa lagt áherslu á sjávarútvegsmálin í við- ræðum við ríkisstjórnina. Vilmund- ur segir uppi áform um að ganga mjög langt í að eyðileggja sjávar- útveginn með breytingum á fisk- veiðistjórnarkerfinu. „Við getum ekki liðið það, eins og staðan er nú í íslensku atvinnulífi, að það sé verið að reyna að vinna pólitíska sigra á kostnað þjóðarinnar,“ segir hann. Hann vekur jafnframt athygli á því að ef sjávarútvegurinn geti náð sæmilegri fótfestu fari í gang fjár- festingar þar upp á 10 til 20 millj- arða á næstu árum, fjárfestingar sem nú séu í frosti vegna óvissu með rekstrarskilyrði. Ríkisstjórnin leggur spilin á borðið í dag  Vinnuveitendur halda pressunni í sjávarútvegsmálum FRÉTTASKÝRING Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Dagurinn í dag er sá síðasti sem hægt er að leggja fram ný mál á Alþingi fyrir sumarhlé, en síðasti þingfundur þessa þings verður, sam- kvæmt starfsáætlun, þann 9. júní. Mikill fjöldi mála bíður enn afgreiðslu, en þeim til viðbótar var á annan tug nýrra mála dreift í gær, þar á meðal 8 stjórnarfrumvörpum. Búast má við því að enn bætist við í dag, en ekkert bendir til þess að hið margumtalaða frumvarp um breyt- ingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu verði þar á meðal. Það þýðir hins vegar ekki að frumvarp- ið komi ekki fram á þessu þingi, því hugsanlegt er að það verði afgreitt með afbrigðum, það er að segja með samþykki Alþingis. Landsdómsfrumvarp á langt í land Eiginlegar samningaviðræður þingflokks- formanna um hvaða málum skuli veita braut- argengi á þinginu snúast fyrst og fremst um það hvaða mál skuli kláruð, en ekki hver verði lögð fram. Því hefur ekki reynt á þær viðræður enn. Á meðal stórra mála sem ríkisstjórnin mun að líkindum leggja áherslu á er frumvarp um breytingu á lögum um landsdóm. Frum- varpið felur það meðal annars í sér að dómarar sem hefja meðferð máls skuli ljúka því, þó kjörtímabili þeirra ljúki. Fyrstu umræðu um frumvarpið var frestað eftir aðeins klukku- stund þann 24. nóvember síðastliðinn. Við því hefur ekki verið hreyft síðan. Náist málið ekki í gegn er líklegt að mál Geirs H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra, komist í uppnám. Þá hefur frumvarp til nýrra laga um Stjórn- arráð Íslands, sem samþykkt var í ríkisstjórn fyrir helgi, ekki verið lagt fram. Eins er frum- varps efnahags- og viðskiptaráðherra um framlengingu gjaldeyrishafta enn beðið. Veigamikil mál láta bíða eftir sér  Fresturinn til þess að leggja fram ný þingmál rennur út í dag  Frumvarps um breytingar á fisk- veiðistjórnunarkerfi enn beðið  Fyrstu umræðu um breytingar á landsdómslögum er enn ólokið Ný þingmál » Frestur til þess að leggja fram ný mál á Alþingi rennur út í dag. » Ýmis veigamikil mál bíða þess enn að vera kláruð, eða hafa hreinlega ekki verið lögð fram. » Ef fiskveiðifrumvarp lítur dagsins ljós á þessu þingi þarf samþykki Alþingis til þess að það verði tekið á dagskrá. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011 Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra segir að ríkið hafi lagt til að reist verði nýtt húsnæði vestan Reykjavíkurflugvallar, þar sem nú- verandi þjónustumiðstöð er eins fljótt og kostur sé. Fallið hafi verið frá því að reisa samgöngumiðstöð við flugvallar- svæðið Öskjuhlíðarmegin vegna andstöðu borgaryfirvalda. Hafi þau ekki talið miðstöðina henta fram- tíðaráformum um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi þau horft til þess að flugvöllurinn verði fluttur. „Ég hef verið þeirrar skoðunar, mjög eindregið, að Reykjavíkur- flugvöll eigi ekki að flytja. En við komust ekki hjá því að stórbæta alla aðstöðu fyrir innanlands- flugið,“ sagði Ögmundur á Alþingi í gær. Sagðist hann hafa trú á því að samkomulag næðist um skipan til einhverra ára. Finna þyrfti mála- miðlun sem þjónaði og gagnaðist innanlandsfluginu. „Það verður ekki gert öðruvísi en með því að bæta aðstöðuna. Þetta er líka lang- ódýrasti kosturinn,“ sagði Ög- mundur. Ekki útfært frekar Samkvæmt upplýsingum frá inn- anríkisráðuneytinu liggur ekkert fyrir ennþá um útfærsluna. Þegar hætt hafi verið við samgöngu- miðstöðina hafi verið talað um að útfæra einhvers konar miðstöð í samráði við flugrekendur á vestur- svæði vallarins. Það hafi enn ekki verið útfært nánar að öðru leyti en að flugstöðin og sú þjónustuaðstaða sem þar er yrði endurnýjuð í því skyni að koma þangað fleiri flug- rekendum inn sem vilja nota Reykjavíkurflugvöll. kjartan@mbl.is Vill reisa nýtt hús- næði við Reykja- víkurflugvöll  Þörf á að endurbæta aðstöðu eftir að hætt var við samgöngumiðstöð Morgunblaðið/Golli Flugvöllur Flugstöðvarbyggingin á Reykjavíkurflugvelli. „Tíminn er að renna út,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um stöð- una. Hann vonast til að góð efnisleg umræða fáist um hugmyndir ríkis- stjórnarinnar á fundi í Stjórnarráðinu. Samninganefnd ASÍ muni síðan hittast síðdegis. Þá reiknar hann með því að staðan í við- ræðunum skýrist á fundi samninganefnda ASÍ og SA í kvöld. „Við munum meta þarfir okkar félagsmanna til launahækk- ana með tilliti til þess hvort við teljum að stjórnvöld séu að ná tökum á stöðunni,“ segir Gylfi. Hann reiknar með að það ráðist á þessum fundum hvort líkur séu á að samningar náist um þriggja ára samning eða hvort nauðsynlegt verði að kúvenda til að tryggja launahækkanir með samningi til skemmri tíma. Reiknað er með að samn- inganefndir sérsambandanna fundi á föstudag. „Tíminn er að renna út“ STAÐAN Í KJARAVIÐRÆÐUM Á AÐ SKÝRAST Í DAG Gylfi Arnbjörnsson Morgunblaðið/Kristinn Við Stjórnarráðshúsið Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Vilhjálmur Egilsson fram- kvæmdastjóri voru ekki bjartsýnir þegar þeir komu af fundi forsætis- og fjármálaráðherra í gær. Settu þig í stellingar 20% afsláttur af stillanlegum heilsurúmum Faxafeni 5 • Sími 588 8477

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.