Morgunblaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011
Breytingar á fráveitugjaldi
í Reykjavík og á Akranesi (m.v. 100 fm fasteign)
Verðbreytingar í Borgarbyggð hafa ekki verið útfærðar.
40.000
35.000
30.000
25.000
20.000
15.000
10.000
5.000
0
Var Verður í
raun 2011
Verður á
ársgrundvelli
25.022 kr.
32.528 kr.
36.281 kr.
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Aðgerðaáætlun Orkuveitunnar, sem
kynnt var í gær, felur í sér umtals-
verðar gjaldskrárhækkanir sem
taka eiga gildi þann 1. maí næstkom-
andi. Þetta verður önnur hækkunin á
skömmum tíma, en þann 1. nóvem-
ber á síðasta ári hækkaði verðið á
dreifingu rafmagns. Þar að auki var
tekin upp innheimta aukafráveitu-
gjalds af fyrirtækjum.
Síðasta áætlun dugði ekki til
Þær breytingar voru, líkt og
breytingarnar nú, kynntar samhliða
viðameiri áætlun til þess að rétta af
slæma fjárhagsstöðu fyrirtækisins
og gera því kleift að standa við
skuldbindingar við lánardrottna. Nú
er ljóst að sú áætlun gekk ekki eftir.
Samkvæmt áætluninni sem kynnt
var í gær verður fráveitugjald hækk-
að um lítil 45%, og gjald fyrir heitt
vatn um 8%, frá og með 1. maí næst-
komandi. Þessum hækkunum er ætl-
að að skila Orkuveitunni 8 milljarða
tekjuaukningu til ársloka 2016, bróð-
urpartinum vegna fráveitugjaldsins,
6,1 milljarði, en 1,9 milljörðum vegna
hækkunar heita vatnsins.
Gjöldin hækka um fleiri þúsund
Hvað heimilin sjálf varðar leiðir
gjaldskrárbreytingin til töluverðrar
útgjaldaaukningar. Samkvæmt út-
reikningum Orkuveitunnar sjálfrar
mun fráveitugjald þess sem á 100
fermetra fasteign í Reykjavík eða á
Akranesi hækka um rösklega 11.000
krónur á ári. Hækkunin í ár nær ekki
þeirri tölu, þar sem hún tekur ekki
gildi fyrr en nokkuð er liðið á árið. Sé
miðað við sömu stærð fasteignar
verður hækkunin rúmlega 7.500
krónur í ár, hækkar úr 25.000 í
32.500. Gjaldskrárbreytingar hafa
ekki verið útfærðar í Borgarbyggð,
en tilkynningar um þær er að vænta
á næstu dögum.
Hefur áhrif á vísitöluna
Þar sem gjaldskrárhækkanirnar
eru umtalsverðar munu þær hafa
áhrif á þróun vísitölu neysluverðs, og
þannig hafa áhrif til hækkunar verð-
tryggðra skuldbindinga, svo sem
húsnæðislána. Greiningardeild Ís-
landsbanka áætlar að hækkun vísi-
tölunnar í maí verði um 0,2% frá því
sem annars hefði verið. Athugun
Hagstofunnar leiddi það í ljós að lík-
lega yrði hækkunin á bilinu 0,2-0,3%,
en áhrif hækkunar heita vatnsins
hverfandi hluti af því.
Fráveitugjald hækkar um þúsundir
Gjaldskrárhækkanir OR kalla á umtalsverða útgjaldaaukningu heimila og leiða til vísitöluhækkunar
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Flestallar eignir utan kjarnastarf-
semi Orkuveitu Reykjavíkur (OR)
eru falar til kaups, en eins og fram
kom í Morgunblaðinu í gær hyggst
OR fá um 10 milljarða króna með
eignasölu til ársins 2016.
Að sögn Bjarna Bjarnasonar, for-
stjóra OR, má reikna með að stærst-
ur hlutinn, eða um helmingur, komi
af sölu á Gagnaveitu Reykjavíkur.
Óvissa sé hins vegar um hvort og þá
hvernig Gagnaveitan verður seld. Í
aðgerðaáætluninni er reiknað með
sölu veitunnar árið 2013. Bókfært
virði eignar í Gagnaveitunni, sem
OR á alfarið, er 4,7 milljarðar króna.
Höfuðstöðvarnar í Bæjarhálsi 1
eru ekki allar til sölu. Bjarni segir að
byrjað verði á að selja austurhluta
hússins og flytja fljótlega alla starf-
semi þaðan yfir í vesturhlutann, sem
kallaður hefur verið „Skipið“.
Selja á fasteignir eins og Perluna,
Hótel Hengil og Minjasafnshúsið í
Elliðaárdal og jörðina Hvammsvík,
auk hluta í félögum eins og Lands-
neti og HS Veitum. Bókfært virði
OR í HS Veitum er 1,5 milljarðar og
400 milljónir í Landsneti.
Góðar söluhorfur
Sverrir Kristinsson, fasteignasali
hjá Eignamiðlun, segist telja að OR
eigi góða möguleika á að selja sínar
helstu fasteignir. Hann treystir sér
ekki til að slá á upphæðir fyrir
hverja eign, til þess þurfi hann að
vita meira um leiguverð og rekstur,
líkt og með Perluna. Væntanlegir
kaupendur muni tengja arðsemi og
verð saman og einnig skipti máli að
vita hver fasteignagjöldin eru. Býst
Sverrir við miklum áhuga á eignum
eins og Hvammsvík, Hótel Hengli og
Minjasafnshúsinu.
Hann segir Eignamiðlun hafa fyr-
ir nokkrum árum verið með áhuga-
sama fjárfesta sem vildu kaupa Bæj-
arháls 1. Fyrir „rétt verð“ ætti að
vera hægt að selja þá eign sem og
Perluna.
Sverrir ráðleggur jafnframt
stjórnendum OR að láta fagmenn
annast sölu fasteigna frekar en að
selja þær beint.
Flestar eignir OR til sölu
Sala á Gagnaveitunni gæti skilað um helmingi af þeim 10 milljörðum sem eigna-
sala OR á að skila Enn er Perlan sett á sölu Helmingur höfuðstöðvanna falur
Eignasala OR
» Perlan hefur áður verið til
sölu hjá OR. Þannig var 600
milljóna tilboði hafnað árið
2002 og haft eftir stjórn-
endum OR að Perlan yrði ekki
seld fyrir minna en milljarð.
» Selja á eignir Reykjavik
Energy Invest, REI, í erlend-
um félögum á borð við Ice-
land American Energy og En-
vent Holdings. Þá er nærri
20% hlutur í Enex Kína til
sölu.
» Hins vegar eru eignarhlutir
OR ekki falir í félögum eins
og Netorku og Vistorku.
Morgunblaðið/Kristinn
Fasteignir Orkuveita Reykjavíkur er með til sölu ýmsar fasteignir, m.a. Perluna í Öskjuhlíð, Hvammsvík í Hvalfirði og Minjasafnshúsið í Elliðaárdal.
Morgunblaðið/ÞÖK
Flaggskipið Orkuveituhúsið að Bæjarhálsi 1. Til að byrja með verður aust-
urhúsið selt, t.h., og starfsemi OR flutt yfir í vesturhúsið, eða „Skipið“.
Ljósmynd/OrkuveitanLjósmynd/Orkuveitan
Bjarni
Bjarnason
Sverrir
Kristinsson
„Lífeyrissjóðir
eiga þarna ákveð-
ið frumkvæði og
það kom ekki til
fyrr en okkur var
kunnugt um að
Orkuveitan hefði
ekki burði til að
ráðast í þessa
virkjun,“ segir
Arnar Sigur-
mundsson, for-
maður Landssamtaka lífeyrissjóða,
en sjóðirnir samþykktu ályktun í
gær þar sem lýst er áhuga á að koma
að eða fjármagna Hverahlíðar-
virkjun Orkuveitu Reykjavíkur, en
orkan þaðan var ætluð til álvers
Norðuráls í Helguvík.
Að sögn Arnars stendur til að
funda með Orkuveitunni og Norður-
áli á morgun til að fara yfir málin. Ef
áhugi komi fram þar muni lífeyris-
sjóðir koma saman til fundar á ný og
fela ákveðnum aðilum að fara í við-
ræður um framhaldið.
„Ef áreiðanleikakannanir verða
jákvæðar gæti þetta orðið áhuga-
verður kostur. Við þurfum einnig að
kynna okkur innihald orkusölu-
samninga. Lífeyrissjóðirnir þurfa að
leita nýrra fjárfestingakosta og okk-
ur finnst orkugeirinn geta verið
spennandi,“ segir Arnar. bjb@mbl.is
Lífeyris-
sjóðir vilja
í Hverahlíð
Setjast til viðræðna
við OR og Norðurál
Arnar
Sigurmundsson
„Ég hef verið að
bíða eftir því að
lífeyrissjóðir fari
að hreyfa sig inn í
orkugeirann og
fagna því þessum
áhuga sjóðanna á
Hverahlíðar-
virkjun,“ segir
Katrín Júlíus-
dóttir iðnaðar-
ráðherra.
Hún segir stjórnendur Orkuveitu
Reykjavíkur vera að taka hárrétt á
málunum með því að halda sig við
kjarnastarfsemina og vinna þannig
úr stöðunni að fyrirtækið geti sótt
fram á ný. Um mögulega aðkomu
Landsvirkjunar að virkjunum OR
segir Katrín mestu skipta að Lands-
virkjun geri það á viðskiptalegum
forsendum. Horfa þurfi á arðsemina
fyrir þjóðarbúið þegar til lengri tíma
sé litið. Fara þurfi yfir allar hliðar
málsins og huga jafnframt vel að
samkeppnissjónarmiðum. bjb@mbl.is
OR tekur
rétt á málum
Katrín
Júlíusdóttir
Vegna óvissu um orkusölusamn-
inga í Helguvík hafa tafir orðið á
framkvæmd samninga við aðra
aðila, eins og vélaframleiðendur
og verktaka. Fram kemur í árs-
reikningi OR að samninga-
viðræður hafa staðið yfir um
greiðslu bóta vegna slíkra tafa.
Bjarni Bjarnason segir að ef allt
fari á versta veg geti OR þurft að
greiða þessar bætur en mikil
óvissa sé uppi um það enn.
Umfangsmestir eru samningar
við japanska fyrirtækið Mitsubishi
og þýska fyrirtækið Balcke Dürr
um frestun á afhendingu véla-
samstæðna. Er stærstur hluti
tafabóta þegar greiddur vegna
þeirra tveggja véla Hellisheiðar-
virkjunar sem teknar verða í notk-
un í haust eftir árstöf. Til viðbótar
lágu fyrir pantanir á þremur vél-
um, þar af tveimur vegna
Hverahlíðarvirkjunar en hver vél
kostar um 5 milljarða króna.
Vegna þess að þessar vélar voru
skemmra komnar í framleiðslu
þegar tilkynnt var um tafir er tjón
framleiðandans af töfunum talið
minna og því var ekki talin
ástæða til varúðarfærslu í árs-
reikningi OR fyrir 2010.
Gæti komið til greiðslu bóta
ÓVISSA UM KAUP OR Á ÞREMUR VÉLASAMSTÆÐUM