Morgunblaðið - 31.03.2011, Síða 8

Morgunblaðið - 31.03.2011, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011 Ákafamenn um ólögmæta skuld-setningu Íslands leggja mikið á sig þessa dagana til að sannfæra þjóðina um að hagsmunir hennar fel- ist í að taka á sig skuldir annarra.    Nýjasta útspilið íbaráttunni er að fá nefndarmann- inn Lee Buchheit í fundaherferð til landsins. Hann mun í dag á að minnsta kosti tveimur fundum norðan og sunnan heiða fjalla um meinta kosti þess fyrir Ísland að samþykkja skuldsetninguna.    Þrátt fyrir afleitan árangur samn-inganefndarinnar, sem nýlega breyttist í áróðursnefnd, hefur Buch- heit fengið vel greitt. Ekki er þó vit- að hversu vel því að fjármálaráð- herra hefur ekki viljað gefa upp hvaða greiðslur nefndarmenn hafa fengið eða hver heildarkostnaðurinn við þennan herleiðangur hefur verið.    Það sem þó er vitað er að her-kostnaðurinn er mikill og hleyp- ur líklega á hundruðum milljóna króna. Annað sem er vitað er að her- leiðangrinum lauk með fullum ósigri íslensku samningamannanna og yfir- boðara þeirra. Þeir tóku á sig allar byrðarnar sem krafist var þrátt fyrir að hafa öll rök og alla löggjöf sín megin.    Afleiðingarnar af hinni snautleguherför gætu orðið þær að þjóð- in ákvæði að taka þátt í ósigrinum með ríkisstjórninni og fylgis- mönnum hennar. Þá yrði herkostn- aðurinn ekki aðeins hundruð millj- óna króna heldur tugir eða hundruð milljarða króna.    Hinn möguleikinn er að neita aðtaka þátt í þessari skilyrðis- lausu uppgjöf og láta þá bera tapið sem það eiga. Lee Buchheit Ætlar þjóðin að taka þátt í tapinu? STAKSTEINAR Anna Kristín Ólafsdóttir átti í gær fund með embættismönnum í for- sætisráðuneytinu um niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála. Engin tillaga að lausn var lögð fram á fundinum. Anna Kristín sagðist hafa búist við að hugmyndir um lausn málsins yrðu lagðar fram á fundinum. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra hefði brotið jafnréttislög þegar hún réð Arnar Þór Másson í embætti skrifstofustjóra hjá skrif- stofu stjórnsýslu- og samfélags- þróunar í forsætisráðuneytinu í fyrra. Anna Kristín sótti einnig um stöðuna, en nefndin taldi ekki nein- ar vísbendingar um að Arnar hefði verið hæfari til starfans. Á fundinum í forsætisráðuneyt- inu með Önnu Kristínu voru við- brögð við niðurstöðu kærunefndar rædd. „Ráðuneytið lagði ekki fram neinar tillögur um lausn málsins,“ sagði Anna Kristín um fundinn. „Þau báru fyrir sig að þau væru að bíða eftir einhverju áliti frá ríkis- lögmanni. Ég sagði á fundinum að ég væri tilbúin til að ná sáttum á grundvelli jafnréttislaganna, þ.e. þeirra laga sem úrskurðurinn er byggður á. Þar er kveðið á um bætur. Það er hins vegar ráð- herrans að ákveða hvort hún vill fara með málið fyrir dómstóla og reyna að fá úrskurði kærunefndar hnekkt.“ Anna Kristín sagðist ekki ætla að bíða lengi eftir svörum frá ráðu- neytinu. Ef ekki kæmu svör fljót- lega myndi hún höfða skaðabóta- mál á grundvelli úrskurðarins. Engin til- laga að lausn Funduðu um niður- stöðu kærunefndar Anna Kristín Ólafsdóttir Veður víða um heim 30.3., kl. 18.00 Reykjavík 7 rigning Bolungarvík 2 alskýjað Akureyri 3 skýjað Egilsstaðir 7 skýjað Kirkjubæjarkl. 7 rigning Nuuk -3 skýjað Þórshöfn 6 alskýjað Ósló 3 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 skýjað Stokkhólmur 3 léttskýjað Helsinki 2 heiðskírt Lúxemborg 12 skýjað Brussel 12 skýjað Dublin 13 skýjað Glasgow 8 alskýjað London 11 skýjað París 11 skúrir Amsterdam 11 skýjað Hamborg 16 heiðskírt Berlín 16 heiðskírt Vín 18 léttskýjað Moskva 1 snjókoma Algarve 18 heiðskírt Madríd 17 léttskýjað Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 16 þrumuveður Aþena 17 skýjað Winnipeg 2 alskýjað Montreal 6 léttskýjað New York 6 heiðskírt Chicago 5 skýjað Orlando 25 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:50 20:15 ÍSAFJÖRÐUR 6:51 20:24 SIGLUFJÖRÐUR 6:34 20:07 DJÚPIVOGUR 6:19 19:45

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.