Morgunblaðið - 31.03.2011, Page 10

Morgunblaðið - 31.03.2011, Page 10
Sveinn Kjartansson í Fylgifiskum deilir þessari girnilegu laxauppskrift með lesendum Daglegs lífs þessa vikuna. Uppskriftin er fyrir fjóra. 1 kg lax, beinlaus og roðlaus 2 msk ólífuolía 2 tsk grófkornasinnep safi úr einni límónu 2 stk límónulauf (kaffirblöð) 1 hvítlauksrif örlítill biti engifer nýmulinn pipar og sjávarsalt roð af laxaflaki (má sleppa) Skerið laxinn í 4 bita. Blandið saman ólífuolíunni, sinn- epinu, og límónusafanum. Saxið hvítlaukinn, engiferið og límónulaufin mjög smátt eftir að hafa fjarlægt miðjustilk- inn úr laufunum, bætið út í löginn og piprið. Leggið laxinn og hreistað laxaroðið í kryddlöginn og geymið í kæli í ca 1–2 klst, áður en það er grillað. Þegar grilla á er byrjað á að þerra kryddlöginn af roðinu og grilla það í ca 2 mín á heitu grillinu áður en laxinn er settur á. Laxinn þarf að grilla í u.þ.b. 2 mín á hvorri hlið og roðið u.þ.b. 4 mín og gott er að smyrja kryddleginum sem eftir er í skálinni á laxinn og roðið þegar búið er að grilla. Byggsalat 200 gr bankabygg 1 msk msk hvítlauksolía 1 msk sítrónuolía 1 tsk hreinn grænmetiskraftur nýmulinn pipar. Safi úr ½ sítrónu 80 gr grænmeti t.d. spergilkál, rauðlaukur, blaðlaukur, og rauð paprika, en má nota hvaða grænmeti sem til er í ísskápnum. 3 stönglar sólselja (dill) 3 stönglar steinselja. 1 lúka ristaðar kasjúhnetur. 2 stönglar vorlaukur 1 lúka þurrkuð trönuber 1 lúka kókosflögur Sjóðið bankabyggið samkvæmt leiðbeiningum á pakka og kælið. Bætið olíunum út í bankabyggið, ásamt græn- metiskraftinum, piparnum og sítrónusafanum og saxið grænmetið smátt og bætið saman við. Grófsaxið sólselj- una og steinseljuna og bætið út í byggið ásamt kasjúhnet- unum, trönuberjunum og kókosflögunum. Ef eitthvað verð- ur eftir af kryddleginum þegar búið er að grilla laxinn er gott að hella honum yfir byggið og laxinn. Athugið að hægt er að kaupa soðið kryddað bygg í Fylgifiskum daglega, en þá án kasjúhnetanna, trönuberjanna og kókossins. Uppskriftin Grillaður lax með frísklegu byggsalati Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjávarkrás Laxinn og byggsalatið er girnilegt að sjá. Kokkurinn Sveinn Kjartansson í Fylgifiskum. má spara með því að borða meira af korni, ávöxtum og grænmeti, í stað þess að nota þessar vörur sem dýra- fóður. Minni kjötneysla leiðir líka til þess að færri dýr þurfa að fara í gegn um það álag sem fylgir slátrunarferl- inu. Það er líka hægt að velja lífrænt ræktað kjöt en í lífrænni kjötfram- leiðslu eru dýrin alin á fóðri sem er framleitt án tilbúins áburðar og eitur- efna. Enn er lítið úrval af slíkum vörum í íslenskum verslunum en með því að spyrjast fyrir um þær geta meðvitaðir neytendur skapað þrýst- ing og eftirspurn eftir þeim. Hér á Ís- Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Rekja má um 18 prósent aflosun manna á gróður-húsalofttegundum tilframleiðslu á kjöti, eggj- um og mjólk. Að auki krefst matar- framleiðslan gríðarlegs magns af vatni, orku og óæskilegum efnum fyrir náttúruna. En hvað geta venjulegar mann- eskjur gert til að draga úr þessum áhrifum, annað en að beinlínis hætta að borða? Norska heimasíðan Grønn hverdag á fjölda ráða uppi í erminni og bendir á að með einföldum aðgerð- um megi draga úr þessum neikvæðu áhrifum til muna. Þannig er ekki aðeins hollt fyrir skrokk og sál að borða grænmeti heldur þjónar það líka umhverfinu og dýravernd. Kjötframleiðsla krefst bæði mikillar orku og landrýmis sem landi má þekkja innlenda lífræna ræktun á merki vottunarstofunnar Túns, sem er faggild eftirlits- og vott- unarstofa fyrir lífræna og sjálfbæra framleiðslu hér á landi. Borðum samkvæmt árstíðum Það skiptir líka máli hvort mat- urinn hefur verið fluttur um langan veg. Þar sem við erum eyjarskeggar er þetta stórt atriði fyrir okkur Ís- lendinga, því eðli hlutarins sam- kvæmt hefur allur innfluttur matur verið fluttur mörgþúsund kílómetra, með tilheyrandi mengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Því er lykil- atriði í vistvænum neysluháttum að kaupa innlenda framleiðslu, og ekki er verra að um leið styrkir neytand- inn íslenska atvinnulífið og hagkerfið. Á hinn bóginn er matarútflutn- ingur ein af fáum tekjulindum margra fátækra landa svo með því að kaupa mat frá þriðjaheimsríki er hægt að stuðla að jafnari skiptingu lífsins gæða í heiminum. Fair-trade vottunin tryggir að smábændur og verkamenn í þróunarlöndum hafi sómasamlegar vinnuaðstæður og betri borgun fyrir sínar vörur og þjónustu. Hér á landi má m.a. finna Fair-trade merkt kaffi, te, súkkulaði, kex, kornvörur og fleira. Árstíðabundin matvæli er einnig gott að hafa í huga því þegar við borðum mat á þeim tíma sem hann er uppskorinn eða í sláturtíð drögum við úr ýmiskonar orkukrefjandi ferlum, s.s. flutningi, frystingu eða annars konar geymsluaðferðum. Jarðaber Matast með móður jörð í huga Matur er okkur öllum nauðsynlegur – um það getum við öll verið sammála en færri leiða hugann að því að matarframleiðsla tekur sinn toll af jörðinni sem við byggjum og eykur á umhverfisvanda. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011 Í dag og næstu fimmtudaga býður Borgarbókasafnið upp á nýja fjöl- menningarlega þjónustu þar sem gestum verður boðin aðstoð við að leita að og lesa fréttir í dagblöðum og á vefmiðlum. Mun gestum gefast kostur á að fá aðstoð starfsmanns safnsins við að lesa blöðin, kynnast ýmsum blöðum og netmiðlum, leita að fréttum, skilja fréttir, skilja orðin í fréttunum og skilja af hverju þetta er í fréttum, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem eiga erfitt með íslenskuna til að komast betur inn í þau málefni sem eru efst á baugi í ís- lensku samfélagi svo það er um að gera að nýta sér þessa þjónustu. Boðið verður upp á þessa þjónustu í dag og næsta fimmtudag kl. 17.30 í aðalsafni, Tryggvagötu 15. Endilega… …lesið dagblöð á bókasafninu Morgunblaðið/Ásdís Lestur Dagblöðin eru mikil upp- spretta ýmiskonar fróðleiks. Fiðraðir og ferfættir vinir þurfa sína umhirðu og þá getur verið gott að leita ráða og upplýsinga á vefsíðum um gæludýr. Ein slík er vefsíðan www.petplace- .com þar sem fjallað er sérstaklega um katta- og hundahald. Á síðunni er að finna yfir 15 þús- und greinar um þessar skepnur sem hafa verið ritrýndar af dýralæknum. Sérstaklega er fjallað um ungviði katta og hunda, heilsufar ferfætling- anna, ólíkar tegundir, hegðun, öldruð gæludýr og mataræði. Þá svarar hinn viðkunnanlegi dr. Jon spurningum lesenda um dýrin sín. Vefsíðan www.petplace.com Morgunblaðið/Kristinn Hvutti og kisa Þurfa sína umönnun. Allt sem snýr að katta- og hundahaldi Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.