Morgunblaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fangahópurinn í fangelsum landsins hefur
mikið breyst á undanförnum árum. Æ fleiri
sitja inni fyrir alvarleg brot á borð við mann-
dráp, líkamsárásir, kynferðisafbrot, þ. á m.
gegn börnum, stór fíkniefnabrot og síbrot. Um
helmingur fanga í fyrra var að afplána meira
en þriggja ára refsingu. Refsingum hefur
fjölgað á síðustu árum um leið og þungum
dómum vegna alvarlegra afbrota. Þetta veldur
stöðugt vaxandi álagi á fangelsiskerfið sem
hefur ekki undan að fullnusta refsingarnar.
Aldrei hafa fleiri konur setið í fangelsi á Ís-
landi en um þessar mundir. Nú afplána tólf
konur refsingu í fangelsinu í Kópavogi.
Gengjamyndun og útlendingar
Útlendingum í fangelsum landsins hefur
fjölgað ár frá ári. Þeir eru nú 18% allra fanga
og er enn að fjölga. Páll Egill Winkel, forstjóri
Fangelsismálastofnunar ríkisins, segir að yfir-
völd hér viti oft lítið um þessa afbrotamenn
þegar þeir koma í fangelsin.
„Við höfum komist að því að einstaklingar
sem sitja í okkar fangelsum hafa jafnvel verið
dæmdir fyrir manndráp og alvarlegar líkams-
árásir í útlöndum,“ sagði Páll. Ekki er langt
síðan Brasilíumaðurinn Hosmani Ramos var
tekinn á Keflavíkurflugvelli með falsað vega-
bréf. Hann átti þá að vera að afplána margra
ára fangelsisdóm fyrir mannrán, líkamsárásir
og önnur alvarleg brot í heimalandi sínu.
„Hann var það þekktur að þegar þetta fór í
fjölmiðla á Íslandi hringdu í mig fjölmiðlar frá
tugum landa í nánast öllum heimsálfum. Við
vissum ekkert um Ramos í fyrstu og var hann
vistaður í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg
sem var tekið í notkun 1874.“
Lögreglan hefur varað við gengjamyndun,
jafnt Íslendinga í samtökum á borð við Hells
Angels og Outlaws, og útlenskum þjófagengj-
um aðallega frá Póllandi og Litháen.
„Þegar gengjafélagar eru handteknir vilja
þeir áfram halda hópinn. Gengjamyndun í
samfélaginu skilar sér alltaf inn í fangelsin,“
sagði Páll. Hann sagði að gengjunum og út-
lendingunum fylgdi tvíþættur vandi. „Annars
vegar þurfum við að geta skipt þessum hópum
upp. Þessir einstaklingar geta sameinast um
að leggja aðra í einelti. Það koma upp líkams-
árásir og pústrar. Menn geta verið að skipu-
leggja strok og fleira. Hins vegar eru menn
misjafnlega valdamiklir í þessum hópum.
Stundum þarf að skilja leiðtogann frá hinum
og vista hann í öðru fangelsi. Nú getum við
ekki gert það með fullnægjandi hætti.“
Ástæða þess er ástandið í fangelsismálum. Í
landinu eru ekki nema sex fangelsi, tvö þeirra
eru opin án rimla og girðinga og tvö eru rekin
á árlegri undanþágu frá heilbrigðisyfirvöldum.
Opin fangelsi og öryggisfangelsi
Tölulegar upplýsingar Fangelsismálastofn-
unar sýna að samsetning fangahópsins, með
tilliti til afbrota, er mjög svipuð í opnu fangels-
unum og í öryggisfangelsunum. Fangar með
dóma fyrir ofbeldisbrot, kynferðisbrot, jafnvel
gegn börnum, og stór fíkniefnabrot eru ekki
síður vistaðir í opnum fangelsum á Kvía-
bryggju og Bitru en í öryggisfangelsunum
Litla-Hrauni, á Akureyri, Hegningarhúsinu og
í Kópavogsfangelsinu. Páll telur að úr þessu
verði ekki bætt nema með nýju fangelsi.
„Við tökum þá menn inn sem við teljum
hættulega og menn sem eru með alvarleg brot
á bakinu. Fyrir vikið verður samsetningin
svona,“ sagði Páll. Þeir sem eru með vægari
dóma á herðunum, þó lengri en sex mánuði,
mæta hreinlega afgangi. Páll kvaðst vilja sjá
fjölbreyttari fangahóp í opnu fangelsunum.
„Mér finnst hins vegar mjög eðlilegt að
menn sem sérfræðingar okkar meta hæfa til
að fara í opið úrræði fái að fara þangað, þrátt
fyrir að þeir hafi verið dæmdir fyrir alvarleg
brot. Það er mikilvægt að menn sem eru eitt-
hvað að vinna í sínum málum af viti geti vistast
í opnu fangelsi,“ sagði Páll. Hann nefnir til
dæmis tvo menn sem fá 16 ára fangelsisdóma á
svipuðum tíma fyrir manndráp. Annar
ákveður að lúta reglum og nýtir tímann til
náms. Hinn streitist við í vitleysunni. Ellefu
árum síðar er annar á leið á áfangaheimili en
hinn situr enn í lokuðum klefa á Litla-Hrauni.
Einstaklingar með allt að sex mánaða dóma,
óskilorðsbundna eða blandaða dóma, afplána
gjarnan með samfélagsþjónustu. „Endur-
komuhlutfall manna sem hafa afplánað með
samfélagsþjónustu á Íslandi er langlægst á
Norðurlöndunum. Það eru ekki nema 16%
þeirra sem koma aftur innan tveggja ára.“
Eitt fyrsta verk Páls, eftir að hann sneri aft-
ur til Fangelsismálastofnunar, var að auka
nýtingu fangarýma. Hún fór úr 86% árið 2002
upp í 108% í fyrra. Frá árinu 2008 hefur nýt-
ingin verið yfir 100% á hverju ári. Það hefur
náðst með því að tvímenna í nokkra klefa í
Hegningarhúsinu, Kópavogsfangelsinu og á
Litla-Hrauni. Það er gert þótt fangaklefarnir
séu ætlaðir fyrir einn mann. Páll sagði að þessi
mikla nýting væri ekki forsvaranleg til lengri
tíma, hvorki fyrir starfsfólk né fangana.
Úrbætur í áföngum
Páll telur að grípa þurfi til aðgerða í þremur
liðum til að bæta ástandið. Í fyrsta lagi þurfi að
gera breytingu á lögum um fullnustu refsinga.
Unnið er að slíku frumvarpi í innanríkisráðu-
neytinu og segir Páll að til standi að leggja það
fram fljótlega. Í því felist rýmkun á samfélags-
þjónustu þannig að menn með allt upp í 12
mánaða dóma geti sinnt samfélagsþjónustu í
stað sex mánaða hámarksins nú. Einnig sá
möguleiki að taka upp rafrænt eftirlit með
föngum í lok afplánunar.
„Það þarf að byggja gæsluvarðhalds- og
móttökufangelsi á höfuðborgarsvæðinu og
loka þar fangelsunum tveimur sem bæði eru
rekin á undanþágum. Nýja fangelsið þarf að
vera sérhannað nútímalegt fangelsi á einni
hæð með miðlægri varðstofu því það sparar
rekstrarkostnað og mannafla,“ sagði Páll.
Miðað er við að nýtt fangelsi rúmi 56 fanga.
Með lokun 26 rýma í gömlu fangelsunum
tveimur mun plássið aukast um u.þ.b. 30 rými.
Páll kvaðst gera ráð fyrir áframhaldandi
rekstri á Bitru. Með byggingu nýja fangelsis-
ins verði gæsluvarðhaldsdeildinni á Litla-
Hrauni lokað og hún notuð sem öryggisgangur
eða afplánun. Með þessum aðgerðum verði
hægt að bæta úr hinni brýnu þörf fyrir fang-
elsispláss.
Páll segir að gæsluvarðhaldsfangelsið verði
að vera nálægt helstu lögregluembættum
landsins og stærstu dómstólunum. Móttöku-
fangelsið eigi að vera á höfuðborgarsvæðinu
þaðan sem flestir fangar koma.
„80% fanga eru af höfuðborgarsvæðinu.
Hæstiréttur Íslands er og verður þar og eins
stærstu héraðsdómstólarnir, í Reykjavík og á
Reykjanesi. Langstærsta lögregluliðið og
stærsta rannsóknardeildin eru líka á þessu
svæði,“ sagði Páll. Hann rifjaði upp nýlega
birtar tölur um tuga milljóna kostnað sem
hlýst af akstri með gæsluvarðhaldsfanga, lög-
menn o.fl. milli höfuðborgarinnar og Litla-
Hrauns á hverju ári. Hann segir að þeir sem
leggi til nýtt fangelsi fjarri höfuðborginni
gleymi því gjarnan að loka þurfi báðum fang-
elsunum sem nú eru á höfuðborgarsvæðinu,
því þau eru hreinlega ónýt. Hegningarhúsið
með 14 pláss og Kópavogsfangelsið með 12
pláss eru rekin á árlegri undanþágu frá heil-
brigðiseftirliti.
„Þessi fangelsi eru okkur til skammar, þeim
á að loka og það verður gert,“ sagði Páll. „Sú
hugmynd að vera ekki með neitt fangelsi á höf-
uðborgarsvæðinu er glórulaus í mínum huga.“
Páll segir að einnig þurfi að ráðast í alls-
herjar uppbyggingu á Litla-Hrauni. Þar þurfi
að byggja nýja starfsmannaaðstöðu og eins
heimsóknaraðstöðu fyrir fanga. Um leið verði
allur öryggisaðbúnaður fangelsisins styrktur.
Þegar það er búið verði hægt að fjölga fanga-
klefum á Litla-Hrauni með viðbyggingu.
„Í mínum huga er ekki forsvaranlegt að
fjölga fangarýmum á Litla-Hrauni nema allt
hitt fylgi með,“ sagði Páll
Afplánunarfangar
20
0
1
20
0
2
20
03
20
0
4
20
0
5
20
0
6
20
07
20
0
8
20
0
9
20
10
20
0
1
20
0
2
20
03
20
0
4
20
0
5
20
0
6
20
07
20
0
8
20
0
9
20
10
20
0
1
20
0
2
20
03
20
0
4
20
0
5
20
0
6
20
07
20
0
8
20
0
9
20
10
140
120
100
80
60
40
20
0
350
300
250
200
150
100
50
0
180
160
140
120
100
80
60
40
20
0
Meðaltalsfjöldi afplánunarfanga í fangelsum
Þar af afpl. þyngri refsingu en 3 ár
Refsitími
Refsitími til fullnustu, í árum talinn
Fjöldi fanga
Meðaltalsfjöldi allra fanga
Þar af í fangelsum
Þar af útlendingar
87 85
98 100 97 97
104
118 116
134
241
179
215 209
235
220
300 298
332
309
124
118
133 138
139
145 141
155 160
171
152
137133
120118116120116
103107
12 11 9 10 15
17 18
24 23 26
35 34
28 29 29 31
42
53 55
65
Glórulaust að hafa ekkert
fangelsi á höfuðborgarsvæðinu
Forstjóri Fangelsismálastofnunar segir orðið mjög brýnt að gera úrbætur í fangelsismálum
Morgunblaðið/Júlíus
Fangelsi Vegna plássleysis hafa fangar verið látnir tvímenna í eins manns fangaklefum.
Páll Winkel, for-
stjóri Fangelsis-
málastofnunar,
sagði að ástandið í
fangelsismálum sé
orðið óþolandi.
Þörfin fyrir fleiri
fangarými sé mikil.
„Við lendum
ítrekað í því að það
losnar eitt pláss og
við verðum að velja
úr kannski 3-4
manna hópi hvern
á að taka inn. Hóp-
urinn er hins vegar
þannig saman-
settur að við vild-
um geta sett þá
alla inn og myndum hafa gert það strax í
eðlilegu ástandi. Þetta er vandamál.“
Plássleysið kemur líka niður á þeim sem
fá fangelsisdóm og verða svo bíða afplán-
unar jafnvel árum saman. Páll nefndi til
dæmis mann sem var búinn að bíða í fjög-
ur ár eftir að komast í afplánun þegar
hann var kallaður inn.
Þá var maðurinn búinn að eignast konu
og börn, kominn í vinnu og hættur öllu
rugli. Nú varð að kippa honum inn í af-
plánun svo dómurinn fyrntist ekki. Páll
sagði að það væri átakanlegt að þurfa að
standa svona að málum. „Þetta er alger-
lega ferlegt og erfitt að verja,“ sagði hann.
„Algerlega ferlegt“
MIKIÐ PLÁSSLEYSI Í FANGELSUNUM
Páll E. Winkel