Morgunblaðið - 31.03.2011, Side 14

Morgunblaðið - 31.03.2011, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Tveir nýir fréttamenn hefja senn störf hjá RÚV á Akureyri; Snæfríð- ur Ingadóttir og Þórhildur Ólafs- dóttir sem koma í stað Freyju Dagg- ar Frímannsdóttur og Óskars Þórs Halldórssonar.    Þriðji „nýliðinn“ hjá RÚV á Ak- ureyri er Sveinn Guðmarsson, eigin- maður Þórhildar. Hann hefur sagt erlendar fréttir í útvarpið og heldur því áfram úr stól norður í landi.    Það er sem sagt endanlega stað- fest að álíka langt er frá útlandinu til Akureyrar og til Reykjavíkur. Og jafn auðvelt að skrifa erlendar frétt- ir hvar sem er á landinu hafi maður á annað borð aðgang að erlendum fréttaveitum. Hafi einhver efast …    Áhugamenn um framtíð Íslands takið eftir: Lee Buchheit, formaður síðustu Icesave-nefndarinnar, held- ur klukkustundar fyrirlestur um samninginn – kosti hans og galla, eins og segir í tilkynningu – í Há- skólanum á Akureyri í hádeginu í dag. Buchheit hefur mál sitt kl. 12.30.    Um 150 norðlensk ungmenni taka þátt í Leiklistarhátíð Þjóðleiks Norðurlandi sem haldin verður í Listagilinu um helgina. Upphafið er markað af skrúðgöngu frá Rósen- borg niður Listagilið á morgun, föstudag, kl. 16 og er fólk hvatt til að mæta og taka þátt.    Leiksýningar verða síðan á klukkutíma fresti á föstudag frá klukkan 17 til 19 og laugardag klukkan 10 til 19. Þrjú glæný verk eru sýnd: Mold eftir Jón Atla Jónsson, Kuðungarnir eftir Krist- ínu Ómarsdóttur og Iris eftir Brynhildi Guðjónsdóttur og Ólaf Egil Egilsson. Áhugamenn um íþróttir á Akur- eyri hafa nóg fyrir stafni í kvöld; geta séð handboltaleik og fótbolta- leik strax á eftir.    Söguleg stund verður í Höllinni þegar Akureyri – handboltafélag tekur á móti Aftureldingu, en að honum loknum fá heimamenn af- hentan fyrsta bikarinn sem þeir vinna. Hið sameiginlega lið KA og Þórs, sem lýkur senn fimmta keppn- istímabilinu, er deildarmeistari. Leikurinn hefst kl.19.30.    Grannaslagur Þórs og KA í Lengjubikarnum í fótbolta er á dag- skrá í kvöld – en félögin ákváðu að seinka honum vegna handboltans. Flautað verður til leiks í Boganum kl. 21.15 þannig að eflaust hendast margir þangað strax eftir að deild- arbikarinn fer á loft. Flott framtak hjá stjórnum knattspyrnudeildanna.    Unnendur tónlistar ættu að kíkja á ókeypis tónleika í Hofi á laugar- dagskvöld. Þar spilar 100 manna lúðrasveit, skipuð gestum frá Fær- eyjum, og nemendum úr Stórsveit Tónlistarskólans. Stjórnandi er eng- inn annar en Bernharður Wilkinson, fyrrverandi stjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar Íslands.    Mugison heldur tónleika á Græna hattinum í kvöld. Á morgun og laug- ardaginn verða hins vegar Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna á sama stað. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stemning Áhorfendur hafa skemmt sér konunglega á leikjum Akureyrar - handbotlafélags í vetur. Þessir hressu strákar mæta hugsanlega í kvöld. Brjálað að gera í kvöld í boltanum Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Í heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu, sem nú er að fara af stað, mun felast heildarendurskoðun á því greiðslufyrirkomulagi sem hefur verið viðhaft varð- andi lífeyrisgreiðslur og innheimtu á dvalargjöldum dvalarheimilanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari velferðarráðherra, Guðbjarts Hannessonar, við bréfi sem Kristín H. Tryggvadóttir, íbúi á Hrafnistu í Hafnarfirði, sendi fjórum ráðherrum 30. janúar síðast- liðinn. Í bréfi sínu gagnrýndi Kristín að eftir að hafa eytt æv- inni í að borga háa skatta og greiða í lífeyrissjóð ætti hún aðeins lágmarkslífeyri eftir þegar dvalargjöld hefðu ver- ið greidd, jafn mikið og þeir sem engar tekjur hefðu og tækju engan þátt í dvalarkostnaðinum. Var spurning hennar einföld: Til hvers að greiða í lífeyrissjóð? Svarbréf ráðherra barst Kristínu í byrjun marsmán- aðar en að hennar sögn virðist hann ekki eiga svar við spurningu hennar. „Hann byrjar bréfið á því að þakka mér fyrir og segir mig varpa fram áleitnum spurningum um velferðarkerfið. Hann segir síðan að samkvæmt lög- um og reglugerðum sé þetta svona og svona og það vissi ég fyrir. Það þarf þá að breyta lögunum,“ segir Kristín sem hefur ritað ráðherra svarbréf til baka þar sem hún bendir m.a. á að íbúar á dvalarheimilum eigi sér engan málsvara. Ekki nóg að fylgjast með úr fjarlægð „Okkur vantar talsmann og hann þyrfti að vera lög- fróður, getað gefið okkur ráð og svör,“ segir Kristín. Hún segir marga hafa sett sig í samband við sig eftir að fjölmiðlar fjölluðu um fyrra bréf hennar og sumir séu hreinlega gráti næst yfir því að eiga ekkert eftir þegar það er búið að innheimta af þeim dvalargjöldin. Í svari ráðherra kemur fram að meðal þess sem verð- ur til skoðunar verður að breyta fyrirkomulaginu þann- ig að lífeyrir verði greiddur beint til íbúa og þeir greiði sjálfir fyrir búsetu, fæði og annan kostnað en hjúkr- unarkostnað, og eigi þannig meira val um það hvaða þjónustu þeir kjósa að nýta sér og greiða fyrir. Enn fremur að hækka verði frítekjumark lífeyristekna hið fyrsta. Kristín fagnar því að endurskoða eigi almannatrygg- ingakerfið og í svarinu frá ráðherra er hún hvött til þess að fylgjast með þróun mála. Hún segist hins vegar vilja gera meira en að fylgjast með úr fjarlægð. „Ef maður fylgist bara með úr fjarlægð hefur maður ekkert að segja, svo maður verður annaðhvort að koma sínum skoðunum á framfæri áður en nefndin fer að fjalla um þetta eða hafa einhvern hóp með sér,“ segir hún og hyggst sinna þessu máli eftir getu. Fékk svar og hyggst fylgja málinu eftir Morgunblaðið/Ómar Vantar svör Kristín segir marga hafa spurningar um fjárhagsleg réttindi sín, lög og reglugerðir. Stefán Einar Stefánsson fram- kvæmdastjóri Hins íslenska biblíu- félags var kjörinn formaður VR til næstu tveggja ára, en úrslit í for- mannskjöri voru tilkynnt í gær. Hann hlaut 977 atkvæði eða 20,6%. Núverandi formaður, Krist- inn Örn Jóhanns- son, hlaut 470 at- kvæði. Stefán Einar sagði þegar úr- slitin lágu fyrir, að aðalverkefni nýs formanns væri að „koma á starfsfriði í stjórn og græða þau sár sem ýfð hafa verið upp á skrifstofu félagsins“ þannig að félagið yrði betur í stakk búið til að takast á við erfið og vanda- söm verkefni. „Það verður mitt verkefni að finna út úr því og það verður mjög veiga- mikill þáttur í mínu starfi,“ segir Stefán Einar í samtali við mbl.is. Þá segir hann að verkefnin fram- undan séu bæði mörg og ærin. Hann bendir á að VR hafi vakandi augu á kjaraviðræðum. Samningar séu enn lausir og það verði hlutverk VR að reyna að lenda málum með heill fé- lagsmanna og þjóðarinnar að leiðar- ljósi. „Fyrst og fremst er ég þakklátur fyrir að mér sé treyst fyrir þessu. Maður verður hálf-meyr yfir því, jafn ungur og maður er, að þá skuli manni vera treyst fyrir þessu risavaxna verkefni,“ segir Stefán Einar. Kosningaþátttaka 17,13% Á kjörskrá voru alls 28.419 og at- kvæði greiddu 4.867. Kosningaþátt- taka var því 17,13%. Atkvæðatölur voru eftirfarandi: Stefán Einar Stefánsson, 977 at- kvæði, 20,6%, Helga Guðrún Jónas- dóttir, 860 atkvæði, 18,2%, Páll Örn Líndal, 733 atkvæði, 15,5%, Rann- veig Sigurðardóttir, 669 atkvæði, 14,1%, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 602 atkvæði, 12,7%, Kristinn Örn Jó- hannesson, 470 atkvæði, 9,9% og Lúðvík Lúðvíksson, 421 atkvæði, 8,9%. Ásta Rut Jónasdóttir, Ragnar Þór Ingólfsson, Eyrún Ingadóttir, Bene- dikt Vilhjálmsson, Pálmey Helga Gísladóttir, Birgir Már Guðmunds- son og Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir voru kjörin í stjórn til tveggja ára. Óskar Kristjánsson, Benóný Valur Jakobsson og Bjarni Þór Sigurðsson voru kjörnir varamenn í stjórn VR. Stefán Einar nýr formaður VR  Aðalverkefni nýs formanns að koma á starfsfriði í stjórn og græða sárin Stefán Einar Stefánsson Listamaðurinn Tolli afhenti í gær formönnum þing- flokkanna geisladiska fyrir alla þingmenn með íhug- unarmöntru Dalai Lama. Hefur hann framleitt þúsund eintök en þau má að- eins gefa en ekki selja. Segir hann þetta möguleika fyr- ir þjóðina til að íhuga, fyrirgefa og halda áfram í sátt. Morgunblaðið/Kristinn Íhugunarmantra Dalai Lama til þingmanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.