Morgunblaðið - 31.03.2011, Side 17

Morgunblaðið - 31.03.2011, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, sagði þegar hann ávarpaði þjóðina í þinghúsinu í Damaskus í gær að hann myndi sigra þá sem staðið hefðu að „samsæri gegn landinu“. Þetta er í fyrsta sinn sem forsetinn kemur fram opinberlega síðan mót- mæli hófust í landinu. Tugir manna liggja í valnum eftir árásir öryggis- sveita á mótmælendur. Assad sagði að umbóta væri þörf í Sýrlandi og leiðtogar landsins yrðu að hlusta á rödd þjóðarinnar. Ráðgjafi Assads sagði fyrr í mán- uðinum að forsetinn hygðist aflétta neyðarlögum sem hafa verið í gildi frá árinu 1963. Búist hafði verið við því að hann myndi í ræðunni gefa skýra yfirlýsingu um hvenær lög- unum yrði aflétt, en hann gerði það ekki. Hann sagði aðeins að unnið væri að undirbúningi frumvarps um málið, en undirbúningurinn hefði tekið lengri tíma en hann hefði vænst. Sýrlenski mannréttindalög- fræðingurinn Haitham Maleh kvaðst hafa orðið fyrir miklum von- brigðum með ávarpið. „Hann sagði ekkert. Við höfum heyrt þetta áður. Þeir segja alltaf að þörf sé á umbót- um en í raun breytist ekkert.“ Ávarp Assads olli vonbrigðum Sagði ekkert nýtt um boðaðar umbætur Reuters Sama tuggan Assad flytur ávarp í þinghúsinu í Damaskus. Sérfræðingar í Japan íhuga nú ýms- ar leiðir til að afstýra frekari geisla- mengun frá Fukushima Daiichi- kjarnorkuverinu. Þeir kanna meðal annars þann möguleika að þekja kjarnakljúfsbyggingar versins með sérstöku efni til að koma í veg fyrir að geislavirk efni berist út í and- rúmsloftið. Á meðal annarra möguleika, sem sérfræðingarnir kanna, er að tank- skip leggist við akkeri nálægt einum kjarnakljúfanna til að hægt verði að dæla í það geislavirku afrennsli sem safnast hefur upp í skurðum við kjarnakljúfinn. Óttast er að ella flæði geislavirka vatnið í sjóinn. Þá kemur til greina að nota vél- menni sem Bandaríkjamenn hafa látið Japönum í té. Bandaríkjaher hefur beitt slíkum vélmennum í Írak og Afganistan og talið er að hægt verði að nota þau í kjarnakljúfsbygg- ingum sem björgunarmenn geta ekki farið inn í vegna geislunar. Stjórnarformaður TEPCO, fyrir- tækisins sem rekur orkuverið, sagði í gær að litlar líkur væru á því að hægt yrði að taka fjóra kjarnakljúfa versins aftur í notkun. Íhuga að nota vélmenni  Sérfræðingar kanna hvort hægt verði að þekja kjarna- kljúfa í Fukushima til að afstýra frekari geislamengun 20 km Tókýó JAPAN Heimild: MEXT Samkvæmt mælingum í fyrradag Fukushima Daiichi- kjarnorkuverið Fukushima Daini 20 km 30 km rýmingarsvæði Tohoku- hraðbrautin Inawashiro- vatn Ban Etsu- hraðbrautin Tohoku Shinkansen- járnbrautin Futaba Soma Minamisoma Koriyama Tamura Fukushima Namie Okuma Naraha Hirono Iwaki F U K U S H I M A Kyrrahaf Öryggis- mörk Yfir öryggis- mörkum >20 - 50 >1 - 7 >7 - 20 0 - 1 MIYAGIYAMAGATA Míkrósievert á klukkustund Verslunarkeðjan Wal-Mart er nú fyrir hæstarétti Bandaríkjanna vegna ásakana um að hún hafi brotið jafnréttis- lög með því að greiða körlum hærri laun en konum í sam- bærilegum störf- um. Einnig er því haldið fram að gengið hafi verið framhjá konum við stöðuveitingar og stjórnunarstöður hafi nær eingöngu verið ætlaðar körlum. Rúm milljón manna starfar hjá Wal-Mart og málið snertir því marga. Saka Wal-Mart um brot á jafn- réttislögum Kynjamismunun mótmælt. Skannaðu kóðann til að lesa það nýj- asta um Japan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.