Morgunblaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Núverandiríkis-stjórn
hefur verið sér-
staklega ósýnt um
eðlilegan fram-
gang í stjórnsýsl-
unni og nauðsynlega virðingu
fyrir stjórnskipuninni, eins og
hún er grundvölluð með
stjórnarskránni og almennum
lögum ákvæðum hennar til
fyllingar. Hefur það þegar
valdið ómældum skaða. Og öll
gengur sú framganga á svig
við fögur fyrirheit sem gefin
voru í framhaldi af svonefndri
rannsóknarskýrslu Alþingis.
Aðdragandi að ákærum á
ráðherra fyrir landsdómi var
af sama meiði og meirihluta
Alþingis til ómældrar hneisu.
Og þeir sem tóku við ókræsi-
legu keflinu þaðan virðast enn
sem komið er fylgja markaðri
braut. Fréttir um að enn sé
uppi þrýstingur á að breyta
leikreglum varðandi lands-
dóm eftir að ákæra hefur ver-
ið ákveðin er til vitnis um
þetta. Verjandi Geirs Haarde,
fyrrverandi forsætisráð-
herra, Andri Árnason hæsta-
réttarlögmaður, á bágt með
að dylja undrun sína og vand-
lætingu, svo sem vonlegt er.
Það kemur fram í frétt Morg-
unblaðsins: „Andri segir að
[það] sé grafalvarlegt mál
hvernig þetta beri að. Lands-
dómur sjálfur, eða forseti
hans, sem fer með dómsvaldið
í málinu, leggi til breyting-
arnar, geri tillögu í samráði
að því er virðist við ráðherra,
sem var einn af þeim sem
samþykktu máls-
höfðunarálykt-
unina, og fái síðan
Alþingi, sem
ákærir, til að
breyta lögunum.
„Venjulega þarf
verjandi aðeins að glíma við
ákæruvaldið. Þarna taka sig
saman dómsvaldið, fram-
kvæmdarvaldið og löggjaf-
arvaldið og leggjast á sveifina
með ákæruvaldinu, að laga
málsmeðferðina og skipan
dómsins til,“ segir Andri.
Andri bendir á að samráð
hafi verið milli saksóknarans í
máli þessu annars vegar og
dómsmálaráðuneytisins hins
vegar, en verjandi var aldrei
spurður álits. Þetta sé líklega
einsdæmi í réttarsögunni.
Andri bendir á að það viti allir
að það er aðeins eitt mál til
meðferðar hjá dómstólnum og
því er lagabreytingunni ljós-
lega beint gegn ákærða og að
nokkru leyti honum óhag-
felld.
Þá sé einnig algjörlega
óviðeigandi að saksóknari Al-
þingis í þessu máli gegn Geir,
sé að reka á eftir lagabreyt-
ingum.“
Ákæran fyrir landsdómi á
rót í pólitískum ofsóknum afla
sem sjást ekki fyrir. Það eitt
er nægjanlega slæmt. En góð
ástæða átti að vera til þess að
vænta vinnubragða sem hafin
væru yfir minnsta vafa þegar
málið væri loks komið úr hin-
um ógeðfellda pólitíska far-
vegi sem það fór af stað í. Því
eru athugasemdir verjandans
mjög skiljanlegar.
Landsdómsákæra
fór illa af stað og
hefur enn ekki
lagast}
Landsdómsmál í
slæmum farvegi
Áður en ríkis-stjórnin ákvað
að hætta við að af-
létta gjaldeyris-
höftunum og lét
Seðlabankann
kynna með sér
áætlun um að viðhalda þeim
þar til einhvern tímann í fjar-
lægri framtíð töldu stjórnvöld
að mikil ánægja yrði með tillög-
urnar. Þetta reyndist mikill
misskilningur.
Viðbrögðin við áformum rík-
isstjórnarinnar um að festa
höftin í sessi hafa verið afar
neikvæð, sem von er. Ríkis-
stjórnin hafði sjálf og í gegnum
Seðlabankann ítrekað sent frá
sér skilaboð um að afnám haft-
anna væri handan við hornið og
hafði meðal annars haldið fram
þeirri fjarstæðu að samþykkt
Icesave III mundi flýta fyrir af-
námi haftanna.
Nú hefur ríkis-
stjórnin viður-
kennt í verki að
samþykkt Icesave
III mundi alls ekki
fylgja afnám haft-
anna. Og öllum
þeim sem bera skynbragð á
gangverk efnahagslífsins er
ljóst að samþykkt Icesave III
mundi tefja fyrir afnámi haft-
anna enda væri þar með búið að
auka áhættuna af miklu út-
streymi peninga.
En þrátt fyrir mikla og rök-
studda gagnrýni á framleng-
ingu haftanna mun ríkis-
stjórnin án vafa halda í höftin.
Afnám þeirra mundi hleypa
krafti í atvinnulífið og yrði
ásamt öðrum nauðsynlegum
aðgerðum til þess að stuðla að
hagvexti og kjarabótum. Því
miður er hvorugt á dagskrá
þessarar ríkisstjórnar.
Haftabúskap
ríkisstjórnarinnar
hefur hvarvetna
verið illa tekið}
Óánægja með haftatillögur
Þ
jóðmálaumræða dagsins er hörð og
full af ósanngirni. Þetta endur-
speglast ekki síst í umræðum um
Icesave-málið. Þeir sem eru hvað
harðastir í andstöðu sinni við að
þjóðin ljúki málinu með skynsamlegri sátt víla
ekki fyrir sér að gefa í skyn, eða segja beinum
orðum, að þeir sem segja já á kjördag séu land-
ráðamenn eða hugleysingjar sem nenni ekki að
standa í lappirnar í stríðinu við vondu útlend-
ingana. Þeir sem tala og hugsa í þessa átt ættu
að velta því fyrir sér hvort það geti ekki verið
að þeir séu komnir í rökþrot. Fólk á einfaldlega
ekki að haga umræðu á þennan hátt. Það er
ekkert upplýsandi við hana.
En hér er ekki ætlunin að hafa mörg orð um
Icesave. Aðrir eru svo duglegir við það að mað-
ur lætur þeim það að mestu eftir og finnur sér eitthvað
annað að gera en að elta þá.
Önnur umræða er ekki síður hörð, kaldranaleg og heift-
úðug en Icesave-umræðan, og rétt er að víkja að henni.
Ekki verður betur séð en að það sé orðið ríkjandi viðhorf í
þjóðfélaginu að hver sá Íslendingur sem býr að því að vera
með milljón eða meira í mánaðarlaun sé líklegur fjár-
glæframaður og siðspilltur kapítalisti. Þeir sem eiga
sæmilega mikið af peningum þykja einfaldlega ekki leng-
ur sæmilegir þjóðfélagsþegnar. Þeir flokkast undir ríkt
forréttindapakk og rétt þykir að hirða af þeim gróðann,
samkvæmt þeirri mjög svo sérkennilegu kenningu að pen-
ingar séu uppspretta illra verka. Fjölmiðlar dunda svo við
að birta myndir af „ofurlauna“-fólkinu, sem-
sagt þeim sem eru með hærri laun en forsætis-
ráðherra landsins. Engu er líkara en verið sé
að birta myndir af sakborningum.
Því miður – og það er skelfileg staðreynd –
ýta ýmsir ráðherrar ríkisstjórnarinnar undir
þennan hættulega hugsunarhátt. Kannski
finnst þeim bara ágætt að þjóðin eigi óvin í
ríka manninum. En vel launaði maðurinn er
manneskja. Hann er til dæmis nágranninn
sem fólk fer að öfunda af því hann á ýmislegt
sem það sjálft getur aldrei veitt sér. Og ráð-
herrar ala á þessari öfund með óvarkárum yf-
irlýsingum um laun sem eru góð, en samt eng-
in ofurlaun. Smám saman verður ríki
maðurinn að glæpamanni í hugum fólks.
Ríkisstjórn Íslands er eindregið þeirrar
skoðunar að ekki sé æskilegt að til sé hópur fólks sem geti
efnast af vinnu sinni. Og svo maður spyrji nú bara eins og
fávís kona: Er ekki fremur óheppilegt að á krepputímum
sé við völd ríkisstjórn sem hefur fyrirlitningu á fjármagni?
Er það ekki einmitt uppskrift að sem mestri vesöld þegn-
anna?
Vonandi tekst að ljúka Icesave-málinu með sátt og von-
andi hætta ofsamennirnir að tala um landráðamenn og
hugleysingja. Og vonandi kemur að því að þjóðin hætti að
líta svo á að það sé lögmál að þeir sem eigi peninga séu að
starfa af illum hvötum. Þjóðfélagsumræðan á ekki að vera
jafn heiftúðug og hún er, því um leið og menn gerast ofsa-
fengnir þá glata þeir skynseminni. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Ofsafengin umræða
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
E
mbætti landlæknis og
Lýðheilsustofnunar
renna saman í eitt
undir heiti þess fyrr-
nefnda, var niðurstaða
Alþingis í gær. Sjálfstæðismenn á
þingi segja að málið hafi verið keyrt
í gegn án þess að fram hafi farið þar
fagleg umræða um kosti og galla
breytinganna, ekki hafi t.d. verið
fjallað í heilbrigðisnefnd um
skýrslur sem áður hafi verið gerðar
um sameiningu stofnana. Óljóst sé
einnig hver kostnaðurinn verði.
„Við báðum um að þetta yrði
tekið fyrir og rætt en það var ekki
fallist á það,“ segir Guðlaugur Þór
Þórðarson, einn liðsmanna heil-
brigðisnefndar Alþingis.
Peningalega hagkvæmnin er
reyndar í lausu lofti, þótt fjár-
málaráðuneytið fullyrði í umsögn
sinni að margvísleg samlegðaráhrif
verði af breytingunni. Einnig verði
hin nýja stofnun vel í stakk búin til
að halda sig innan þeirra marka sem
fjárlög kveði á um fyrir árið 2011.
„Ekki hefur þó verið unnin sérstök
úttekt á fjárhagslegum samlegðar-
áhrifum stofnananna tveggja eða
rekstraráætlun gerð fyrir sameigin-
lega stofnun á vegum heilbrigðis-
ráðuneytisins,“ segir í umsögninni.
Fram kemur í frumvarpinu að
markmiðið sé að stuðla að heilbrigði
landsmanna, m.a. með því að „efla
lýðheilsustarf og tryggja gæði heil-
brigðisþjónustu“. Í nýju lögunum er
kveðið á um að umsýsla og eftirlit
með lækningatækjum verði fram-
vegis ekki á hendi landlæknis heldur
Lyfjastofnunar en eftir sem áður
mun landlæknir hafa eftirlit með
lyfjaávísunum.
Leigusamningur til 17 ára
Ljóst er á fylgiskjölum að
ágreiningur er milli fjármálaráðu-
neytis og heilbrigðisráðuneytis um
húsnæði fyrir nýju stofnunina; fyrr-
nefnda ráðuneytið vill að leigt verði
á Laugavegi 178 en hið síðarnefnda
vill mun dýrara húsnæði í gömlu
Heilsuverndarstöðinni. Á niður-
skurðartímum hlýtur að stinga í
augun að með sameiningunni er gert
ráð fyrir auknum kostnaði á næsta
ári upp á minnst 30 milljónir króna.
Leigusamningur landlæknis-
embættisins á Seltjarnarnesi er til
17 ára og verðið rösklega 2000 kr. á
fermetra, þeir eru fáir sem halda að
auðvelt verði að finna einhvern sem
vilji taka samninginn yfir á þessum
kjörum. Aukakostnaður vegna þess-
ara útgjalda gæti því vel orðið aðrar
30 milljónir á næsta ári og reyndar
hundruð milljóna alls næstu 17 árin
ef allt fer á versta veg. Velferðar-
ráðuneytið tekur því um 60 milljóna
aukakostnað á sig sem merkir að
einhvers staðar þarf að spara á móti,
á tímum þegar brakar og brestur í
heilbrigðiskerfinu vegna fjárskorts.
„Fyrst og fremst var horft á
það að styrkja báðar þessar stofn-
anir faglega,“ segir Þuríður Back-
man, formaður heilbrigðisnefndar.
„En síðan segir sig sjálft að þegar
stofnanir eru sameinaðar, nýtt
skipurit sett upp, þá verður einn for-
stöðumaður, sviðsstjórum fækkar
um helming, ýmiss konar dag-
legur rekstur verður ódýrari.“
Nýju stöðurnar verða ekki
auglýstar, að sögn Þuríðar
sem segir að markmiðið sé að
standa vörð um starfsöryggi
allra. Þannig hefur vafalaust átt
að tryggja að sameiningin
rynni í gegn. En menn
hljóta að velta því fyr-
ir sér hvort fram-
tíðarsparnaður
geti orðið um-
talsverður.
Skurðhnífnum beitt
af nokkurri varfærni
Hraustleg Starfsemi og skyldur Lýðheilsustöðvar eiga framvegis að falla
undir embætti Landlæknis en störf stofnananna hafa oft skarast nokkuð.
Ráðherraskipuð nefnd undir
forustu Stefáns Ólafssonar pró-
fessors gerði fyrir rúmu ári til-
lögur sem ljóst er að heilbrigð-
isráðuneytið hefur stuðst mjög
við en þar var tekið mikið mið af
skipulagi á hinum Norðurlönd-
unum. En nefndin bendir samt á
að velferðar- og heilbrigðisþjón-
usta sé þar að mestu á hendi
sveitarfélaga, hérlendis vanti
þetta millistig. Nefndin taldi
rétt að stefna að færri og
stærri opinberum stofn-
unum „og búa þannig
til virka stærð (criti-
cal mass) með sam-
legðaráhrifum milli
skyldra sviða“. Emb-
ætti Landlæknis, þar
sem um 30 manns
vinna, væri ef til vill of
veikt en efla mætti það
með samruna við Lýð-
heilsustofnun þar
sem liðlega 20
manns starfa.
Verði færri
og stærri
NEFND UM STOFNANIR
Geir Gunnlaugsson
landlæknir