Morgunblaðið - 31.03.2011, Síða 20

Morgunblaðið - 31.03.2011, Síða 20
20 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011 Hræðsluáróðurinn fyrir samþykkt nýjustu Icesave-samninganna við Breta og Hollendinga að undanförnu hefur varla farið framhjá neinum. Eins og við var að búast er hann nokkurn veginn sá sami og okkur var boðið upp þegar reynt var að fá okkur til þess að sam- þykkja Icesave II samningana og þar á undan Icesave I. Það er kannski kaldhæðni að Ice- save-samningarnir núna eru nánast þeir sömu í aðalatriðum og hafnað var í þjóðaratkvæðinu fyrir ári, fyrir utan lægri vexti. Eins og áður er ætlast til þess að við samþykkjum að bera alla ábyrgð á málinu og tökum á okkur alla áhættu vegna þess. Var það vegna lægri vaxta sem Icesave II var hafnað? Ýmislegt hefur verið reynt til þess að fá okkur til þess að samþykkja að borga Icesave og verður reynt. Þá- verandi viðskiptaráðherra hótaði okkur því til dæmis fyrir rúmu ári síðan að ef við samþykktum ekki Ice- save myndi Ísland einangrast og verða Kúba norðursins. Háskóla- kennari nokkur í hagfræði hótaði okkur því af sama tilefni að engin lán fengjust til Íslands yrði Icesave II hafnað, krónan myndi hrynja niður í áður óþekktar lægðir og „lífskjör hrynja gjörsamlega“. Ekkert hræðilegt gerðist hins veg- ar í kjölfar þess að Icesave II var hafnað sem rekja má til þess. Skulda- tryggingarálagið á íslenska ríkið hef- ur lækkað mikið síðan, íslensk fyr- irtæki hafa í auknum mæli getað fjármagnað sig erlendis á hagstæðum kjörum og skilningur á afstöðu okkar Íslendinga hefur stöðugt orðið meiri utan landsteinana. Hræðsluáróðurinn fyrir ári rættist ekki og mun ekki rætast heldur nú. AXEL ÞÓR KOLBEINSSON, tölvutæknir. Er aðili að Samstöðu þjóðar gegn IceSave (Kjósum.is). Hræðsluáróður III Frá Axeli Þór Kolbeinssyni Axel Þór Kolbeinsson Sem Íslandsvinir höfum við tals- verðar áhyggjur af þeirri stöðu Ís- lendinga, að þeir þurfa enn á ný að taka ákvörðun um Icesave eftir að hafa áður tekið ákvörðun í málinu. Hvaða hluta orðsins „nei“ skilur rík- isstjórn Íslands ekki? Áður en ákvörðun er tekin er ætíð farsælast að fara aftur á byrj- unarreit vandamálsins og skoða staðreyndir málsins. Gagnvart okkur, sem erum ut- anaðkomandi og heimsóttum Ísland fyrir tæpu ári síðan til þess að biðjast afsökunar á framferði Gordon Brown og jafnframt óska Íslend- ingum til hamingju með „nei“ sitt við Icesave, þá eru hlutirnir þónokkuð skýrir. Ísland var aldrei haft með í ráðum og tók þar af leiðandi engan þátt í ákvörðun bresku og hollensku rík- isstjórnanna að bæta löndum sínum fyrir skaðann, sem innistæðueigend- ur Icesave urðu fyrir. Að okkar mati er þess vegna ekki um neinn lagalegan eða siðferðilegan grundvöll að ræða til að samþykkja þær fjárhagskröfur, sem Bretar og Hollendingar nú setja fram. Íslenskur almenningur hefur þeg- ar gefið álit sitt til kynna og rík- isstjórn Íslands hefur ekkert umboð til að halda málinu áfram. Engu að síður og vegna góðra framtíðartengsla við Bretland og Holland, viljum við koma með tillögu að hugsanlegri samningaleið, sem gæti hjálpað öllum ríkjunum, sem að málinu koma. Tilboðið til Bretlands og Hollands gæti verið þannig, að löndin flyttu inn vörur og þjónustu frá Íslandi um árabil fyrir upphæð, sem ákveðin er fyrirfram og ríkisstjórn Íslands greiddi fyrir. Innflutningsfyrirtækin greiddu andvirði innflutningsins beint til ríkisstjórna Bretlands og Hollands. Ríkisstjórn Íslands myndi endurgreiða útflutningsfyrirtækjum Íslands í íslenskum krónum, sem Seðlabankinn býr til án skuldsetn- ingar eða vaxta. Ávinningur þessarar tillögu væri sá, að tilboðið væri til marks um vel- vild á grundvelli Íslands, án þess að neinar lagalegar skuldbindingar séu viðurkenndar. Tillaga þessi myndi auka hagsæld Íslands og ríkisstjórnin fengi auka- tekjur af viðbótarskatti af þeim hagnaði, sem leiðir af tillögunni. Af áðurnefndum ástæðum sjáum við enga gilda ástæðu fyrir því, að ríkisstjórn Íslands eða skattgreið- endur eigi að samþykkja neina laga- lega ábyrgð vegna hagsmuna, sem til er stofnað af ríkisstjórnunum tveim- ur. Við óskum Íslendingum alls hins besta og vonumst til, að þeim takist að leysa þetta mæðusama mál á sanngjarnan og göfuglyndan hátt. Virðingarfyllst, DONALD MARTIN er blaða- og bókaútgefandi, ANTHONY MILLER er endurskoðandi á eftirlaunum. Enginn lagalegur eða siðferðilegur grund- völlur fyrir Íslendinga að samþykkja Icesave Frá Donald Martin og Anthony Miller Anthony Miller og Donald Martin. Þegar ég var ungur maður þá sagði faðir minn við mig. „Mundu, hversu sem fagurgalinn er mikill hjá vinstri mönnum að kjósa þá aldrei. Ég kaus þá einu sinni og þeir komust til valda. Það kostaði það að lífskjör í landinu versnuðu, laun lækkuðu, skattar hækkuðu, vöruverð rauk upp, og allt í einu sáum við atvinnu- leysi sem við höfðum verið lausir við í fimmtán ár. Fyrir nú utan alla vina- væðinguna og klíkuskapinn.“ Er þetta ekki kunnuglegt í dag? Ég hef lifað fjórar vinstristjórnir, og allar eru þær nákvæmlega þessu sama marki brenndar. Hins vegar hafa þær alltaf versnað, og sú sem nú situr er versta ríkisstjórn lýðveld- issögunar, það geta þó allir verið sammála um. Við vorum reið og svekkt eftir að glæpamenn höfðu hol- að bankana innan, sem er ástæða hrunsins. En við vorum ekki að biðja um kommúnisma eins og við höfum fengið í andlitið. Hrunið er barna- skapur miðað við að takast á við hörmungar kommúnismans og við verðum að hrinda honum af höndum okkar svo fljótt sem auðið er. Spyrjið fólkið í Sovétríkjunum heitnu, eða Kúbumenn, eða fólkið í Norður Kór- eu. Ég er ekkert að grínast með það sem ég segi, þetta er full alvara, í þetta stefnir hjá okkur undir leiðsögn Steingríms J. Sigfússonar og vinstri villunnar. Nýlega birtist viðtal við eitt fremsta ungstirni Vinstri grænna þar sem hann talaði um að þetta væru þau ríki sem þeir horfðu til. Þá er athyglisvert að hugleiða hvers vegna Steingrími er svo um- hugað um að koma skuldum óreiðu- og óráðsíumanna yfir á almenning í landinu. Svarið liggur augljóslega í pólitískri skoðun fjármálaráðherra. Hann ætlar að nota aðferðafræði kommúnismans, brjóta almenning niður, og gera alla að bónbjargafólki, við eigum öll að fara í biðröðina eftir mat með skömmtunarmiða frá fjár- málaráðherra, eins og fólk hefur þurft að gera í Sovétríkjunum, á Kúbu og Norður-Kóreu. Steingrím dreymir um að geta ráðskast með okkur að vild. Við höfum séð offorsið og ofbeldið í honum í söl- um Alþingis.Við höfum líka séð rað- irnar lengjast á hverjum mánuði sem líður hjá vinstristjórninni. Við höfum fundið forsmekkinn af þessu, mokað hefur verið undir bankana en eignir hirtar af saklausum almenningi, sem neyðist til að vera upp á kommann kominn með hýbýli. Og enn heldur vinavæðingin áfram, nú ætlar Stein- grímur að bora undir Vaðlahlíðina, í kjördæmapoti, þetta er sama skömm- in og Ábótarmálið þar sem hann færði vinum sínum þrjátíu milljónir á silf- urfati, af peningum almennings. Ég veit ekki hvort þetta er nokkuð skárra en hjá útrásarvíkingunum. Segjum svo öll nei við ICE-SAVE. ÓMAR SIGURÐSSON skipstjóri Aldrei aftur vinstristjórn Frá Ómari Sigurðssyni Ómar Sigurðsson Þann 28. maí 1949 tókst Magnúsi Guðbrandssyni flugskírteinishafa nr. 33 á svifflugunni Weihe TF-SAG að fljúga 50 km yfirlandsflug frá Sandskeiði til Keflavík- urflugvallar. Magnús hafði áð- ur lokið 5 klst svifflugi og náð 1000 m hæð. Þar með náði Magnús silfur C gráðu nr. 1, þeirri fyrstu á Íslandi. Þann 29. maí, 1949, daginn eftir flug Magnúsar, tókst undirrituðum að sviffljúga Olympiu TF-SDB sömu leið frá Sandskeiði að Keflavík- urflugvelli með yfirflugi Reykjavík- urflugvallar. Þar með náði sá sem þetta skrifar silfur C nr. 2 á Íslandi. Þessi flug okkar Magnúsar fóru fram í norðan strekkingi og kulda og fundum við fjölda lofbylgna (öldur) sem fleyttu okkur langleiðina með 200 km hraða í 13.000 feta hæð og komum við yfir Reykjanes í 5000 feta hæð. Nutum við þess að fljúga um nesið fram og aftur áður en við lentum á Keflavíkurvellinum, þar sem ameríski herinn tók vel á móti okkur og tók svifflugurnar okkar til geymslu þar til við gátum sótt þær. Vegna áskorunar um að skrifa rit- gerð um svifflug fyrir þá sem vita lít- ið um flug, þá vona ég að með þessu stutta yfirliti hafi mér tekist að lýsa svifflugi hér á Íslandi frá fyrri tíð. Ýmsum sem þetta lesa mun finnast þetta ógerlegt án vélarafls og vera hrein lygi en svo er ekki. Sannarlega er svifflug íþrótt með breitt svið sem hentar bæði konum og körlum frá 15 ára aldri til iðkana með heilbrigða sál og líkama að mati trún- aðarlæknis Flugmálastjórnar. Matthías Matthíasson, fyrrv. yfirverkstj. Rafmv.Rvíkur, flugskírteini nr. 139. Fyrstu yfirlandsflugin á svifflugum Frá Matthíasi Matthíassyni Matthías Matthíasson Sviffluga, Olympia sem greinarhöfundur flaug og var einn af eigendum hennar. Keypt frá Englandi árið 1947. –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is MEÐAL EFNIS: Páskamatur. Sælkerauppskriftir. Páskaskreytingar. Ferðir innanlands. Landsbyggðin um páskana. Skíðasvæðin. Viðburðir um páskana. Sæla í sveitinni. Börn og páskar. Páskegg. Merkilegir málshættir. Trúin og fólkið. Ásamt fullt af spennandi efni. Pás kab laði ð NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 11. apríl. Páskablaðið SÉ RB LA Ð Morgunblaðið gefur út sérblað tileinkað páskahátíðinni. Farið verður um víðan völl og komið inn á viðburði páskahelgarinnar. Girnilegar uppskriftir af veislumat og öðru gómsætum réttum ásamt páskaskreytingum, páskeggjum, ferðalögum og fleira.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.