Morgunblaðið - 31.03.2011, Side 21

Morgunblaðið - 31.03.2011, Side 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011 Þá eru loftárásir „Alþjóðasamfélagsins“ á Líbíu hafnar, líkt og þegar innrásin í Írak var undirbúin hafa verið notaðar vafa- samar aðferðir til að fá fram stuðning í Ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna og meðal annarra þjóða. Fyrst ber þar að nefna að vel vopnaðir uppreisnarmenn í Líb- íu hafa jafnan verið kallaðir saklaus- ir almennir borgarar. (Það að þeir voru með hríðskotariffla í hönd- unum hefur væntanlega bara verið vegna þess að þeir hafa verið á leið í veiðiferð?) Svo er talað um að stöðva flug yfir Líbíu til að Gaddafi geti ekki varpað sprengjum á sak- lausa borgara úr flugvélum. Loft- árásir á fjölda staða í Líbíu voru aldrei nefndar í þessu sambandi. Væntanlega segja fulltrúar þjóð- anna sem standa að loftárásunum að þeir varpi aðeins sprengjum á hern- aðarlega mikilvæga staði og alls ekki nærri almennum borgurum. Reynslan frá Írak segir okkur hins vegar að það er mjög hæpið að allar sprengjur rati á réttar bygg- ingar eða staði og er þá líklegt að engir almennir borgarar verði fyrir sprengjum björg- unarsveitanna? Enda hefur nú Arababanda- lagið lýst yfir andstöðu við framkvæmd flug- banns yfir Líbíu og segir að aldrei hafi ver- ið talað um umfangs- miklar loftárásir í því sambandi. Þetta minnir um margt á það þegar Bandaríkjamenn lögðu fram hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna „sannanir“ fyrir því að í Írak væru bæði gereyðingar- og efnavopn. Síðar kom í ljós að þetta var lygi en þá var innrásin að baki og þeir sem studdu innrásina urðu að búa við það að hafa verið blekkt- ir. Þá sneru menn við blaðinu og sögðu: „Saddam þarf að víkja“. Svipað er að gerast með Líbíu, Gaddafí var gjarnan fyrir ekki löngu kallaður Líbíu-leiðtogi en núna m.a. hér í Mogganum „einræðisherra Líbíu“. – Eins og ég hef skrifað um áður þá er það fyllilega rétt að Gad- dafí er enginn engill, síður en svo, en eins og Kristur sagði: Sá ykkar sem syndlaus er, kasti fyrsta stein- inum! – Munurinn er sá að í dag þykjast allir helstu leiðtogar heims- ins vera „nánast syndlausir“ og þeir geti því vel hent grjóti í hinn illa Gaddafí. Nú er það svo að jafnvel þeir sem eru slæmir hafa eitthvað gott í sér og ég veit til þess að Líbíu-leiðtog- inn Gaddafí hefur veitt efnahags- aðstoð til landa í Afríku, m.a. til Gambíu, reyndar mun meiri aðstoð en Bretar hafa veitt þessari fyrrver- andi nýlendu sinni. – Það kann vel að vera rétt að Gaddafí hafi pyntað og farið illa með andstæðinga sína. En hver veit hversu margir fangar eru í haldi í fangelsum Bandaríkja- manna í Írak og á Kúbu og víðar án dóms og laga og sæta þar pynt- ingum. Já, þeir sem eru syndlausir – kasti fyrsta steininum. – Kannski hefði eftir allt verið besta lausnin að Hugo Sanchez og Arababandalagið hefðu fengið tækifæri til að stilla til friðar? – Jú, þá hefðu menn ekki fengið að kasta grjóti í hinn illa Gaddafí, og það er svo gott að eiga illa þokkaðan andstæðing. Líbía – Annað Íraksævintýri Eftir Heiðar Ragn- arsson Heiðar Ragnarsson » Svipað er að gerast með Líbíu, Gaddafí var gjarnan fyrir ekki löngu kallaður Líbíu- leiðtogi en núna m.a. hér í Mogganum „ein- ræðisherra Líbíu“. Höfundur er matreiðslumaður og heilsuráðgjafi. Á sama tíma og harðar deilur standa yfir á höfuðborg- arsvæðinu um að fjár- magna tvöföldun Suð- urlandsvegar með veggjaldi berast fréttir af því að sprengingar við Vaðlaheiðargöng geti hafist seint á þessu ári ef þeim seinkar ekki meir en orðið er. Enn erfiðara verður að forgangsraða næstu árin þeim vega- framkvæmdum á hringveginum sem fyrrverandi samgönguráðherra lofaði að loknum kosningum 2007 þegar endanlegur kostnaður við hin um- deildu Héðinsfjarðargöng liggur fyr- ir. Þetta snertir líka fjölmörg styttri veggöng á þjóðvegi eitt sem hefði átt að ákveða á undan samgöngu- hneykslinu í Héðinsfirði. Of mikil umferð flutningabifreiða sem komast ekki óhappalaust í gegnum gömlu Oddskarðsgöngin réttlætir ekki að ráðist verði í fram- kvæmdir við Vaðla- heiðargöng á undan Norðfjarðargöngum. Í umræðu undanfarinna ára hefur mörgum landsbyggðarþing- mönnum árangurslaust verið bent á að stutt veggöng á hringveg- inum geti frekar fært nærliggjandi byggðum forskot á aðra lands- hluta heldur en jarð- gangagerðin norður í Fjallabyggð. Úti á landi eru greiðar sam- göngur í ört vaxandi mæli forsenda þess að mannlíf dafni í öllum byggð- um sem eiga undir högg að sækja og að atvinnuvegirnir á landsbyggð- inni standist harðnandi samkeppni á markaði. Ástand eldri stofnvega úti á landi er líka nógu slæmt til þess að það haldi áfram að vinna gegn þeim atvinnugreinum sem átt hafa mikið undir landflutningum. Allir landsbyggðarþingmenn og sveitarstjórnirnar ættu að samein- ast um nýja samgönguáætlun til þess að forgangsraða nýjum jarð- gangaverkefnum á hringveginum sem ekki mega bíða lengur. Það eru ný göng milli Eskifjarðar og Nes- kaupstaðar sem best væri að ráðast í á undan Vaðlaheiðargöngum. Sam- hliða Almannaskarðsgöngum hefði líka átt að ákveða veggöng undir Lónsheiði til þess að slysagildran í Hvalnes- og Þvottárskriðum hyrfi endanlega eins og heimamenn á suðurfjörðum Austurlands ætlast til. Fyrr geta Hornfirðingar aldrei fengið örugga heilsárstengingu við Djúpavog. Nógu mikil er slysahætt- an í Hvalnes og Þvottárskriðum til þess að óhætt hefði verið að ákveða Lónsheiðargöng fyrir löngu. Skammarlegt er að þingmenn Norð- austurkjördæmis skuli aldrei hafa flutt tillögu á Alþingi um að flýta undirbúningsrannsóknum á jarð- gangagerð undir heiðina árið 2003 þegar Davíð Oddsson þáverandi for- sætisráðherra tilkynnti óvænt í fjöl- miðlum þetta sama ár þá ákvörðun stjórnvalda um að Almannaskarðs- göngin sem hart var deilt um skyldu vera í fyrsta áfanga með Fáskrúðs- fjarðargöngum á undan jarð- gangagerðinni norður á Trölla- skaga. Gegn þessari ákvörðun stóðu siðblindir og fáfróðir stuðningsmenn Héðinsfjarðarganga á Austurlandi sem vildu frekar berjast á móti allri jarðgangagerð í sinni heimabyggð þegar þeir kröfðust þess að allt fjár- magnið færi í uppbyggða heils- ársvegi í meira en 500 m hæð á snjóþungum og illviðrasömum svæðum eins og Öxi. Þessi vinnu- brögð og staðsetning Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað eru til þess fallin að heimamenn búsettir utan Fjarðabyggðar kjósa frekar að sækja alla læknisþjónustu til Reykjavíkur eða Akureyrar en að leggja á sig samanlagt um 400 km vegalengd frá suðurfjörðunum og aftur heim. Fyrir Austfirðinga bú- setta norðan Fagradals og íbúa Seyðisfjarðar sem eiga erfitt með að treysta á Fjarðarheiði yfir vetr- armánuðina eru þetta samanlagt 200 km. Svona geta heimamenn á Egilsstöðum, Héraði, Seyðisfirði, Borgarfirði eystra, Jökuldal og suð- urfjörðunum ekki með neinu móti látið mismuna sér þegar Norðfirð- ingar geta treyst á Fjórðungs- sjúkrahúsið án þess að keyra yfir fleiri illviðrasöm svæði í meira en 600 metra hæð. Með þessari staðsetningu sjúkra- hússins tókst frekar að magna upp pólitískan hrepparíg sem er öllum Austfirðingum til tjóns. Heppileg- asta leiðin til að kveða niður þennan hrepparíg er að flýta útboði Norð- fjarðarganga til þess að Fjórðungs- sjúkrahúsið Í Neskaupstað fái öruggari heilsárstengingu við Egils- staðaflugvöll og geti um ókomin ár þjónað öllum Austfirðingum Meira þarf til að þeir losni endanlega við Fagradal, Fjarðarheiði, Hellisheiði eystri og fleiri snjóþunga og ill- viðrasama þröskulda sem geta aldr- ei rofið alla vetrareinangrun fjórð- ungsins. Norðfjarðargöng á undan Eftir Guðmund Karl Jónsson »Of mikil umferð flutn- ingabifreiða sem komast ekki óhappalaust í gegnum gömlu Odd- skarðsgöngin réttlætir ekki að ráðist verði í framkvæmdir við Vaðla- heiðargöng á undan Norðfjarðargöngum. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Ævin er full af litlum molum sætum og beiskum, súrum og sterkum. Molum sem veita nýja sýn og reynslu sem þú berð. Þetta geta verið fúlir molar, jafnvel harðir, meiðandi og ógeðs- legir. Stundum fylgja þeim ný tækifæri og stundum geta þeir leitt til nýrra kynna. Jafnvel kanntu að upplifa mikla gleði vegna þeirra, alla- vega um stundarsakir. Sumir mol- arnir geta orðið að gullmolum sem þú hefðir ekki viljað missa af. Ævin er full af svona molum. Hún er samsett af litlum brotum sem púslað er saman á óskiljanlegan og jafnvel öfugsnúinn hátt. Útkoman er algjörlega einstök ævi óendanlega dýrmætrar manneskju. Demantsperlur Staldraðu við eitt augnablik og líttu um öxl. Taktu síðan reynslu þína, allt það neikvæða og sára sem yfir þig hefur gengið og allt hið ljúfa og jákvæða sem þú hefur upplifað. Settu það síðan í pott minninganna, hrærðu vel í, við rétt hitastig og út- koman verður gegnheilar, gulli- slegnar demantsperlur sem ekkert fær afmáð eða eytt. Perlur sem gera þig að veðraðri og þroskaðri manneskju sem kölluð er til þess hlutverks að miðla í um- hverfinu og til komandi kynslóða. Slípaðar, óafmáanlegar, fallegar og dýrmætar demants- perlur. Litróf Litróf mannlegrar til- veru fær sín nefnilega ekki notið nema allir lit- irnir fái að koma fram og fái að njóta sín, hver með sínum hætti. Tilveran verður þá fyrst full- komin, þegar daufu litirnir styðja þá sterku og hinir sterku þá daufu. Væri tilveran ekki fátækleg ef allt væri bara svart og hvítt? Ástarljóð Í augum Guðs ert þú nefnilega ekki mistök. Ekki einhver fánýtur, lítilsverður einstaklingur. Ekki eins og hvert annað óhapp, misheppnaður aðskotahlutur eða slys. Heldur ljóð sem hann hefur ort. Ástarljóð, sem Guð hefur ort og er að yrkja með þér frá degi til dags. Ljóð sem ætlað er að bera birtu og yl inn í aðstæður fólks. Stattu því vörð um sjálfan þig og lífið dýrmæta sem í þér býr. Boðberar kærleikans Boðberar kærleikans eru jarð- neskir englar sem leiddir eru í veg fyrir fólk til að veita umhyggju, miðla ást, fylla nútíðina innihaldi og til- gangi og veita framtíðarsýn vegna tilveru sinnar og kærleiksríkrar nær- veru. Þeir eru jákvæðir, styðja, upp- örva og hvetja. Þeir sýna hluttekn- ingu, umvefja og faðma, sýna nærgætni og raunverulega um- hyggju í hvaða kringumstæðum sem er án þess að spyrja um endurgjald. Fegraðu því umhverfi þitt með þeim gjöfum sem Guð hefur prýtt þig með. Stráðu fræjum kærleika og um- hyggju. Og þín verður minnst sem þess sem elskaði. Þess sem bar raun- verulega umhyggju fyrir fólki. Jarðneskir englar Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Boðberar kærleik- ans eru jarðneskir englar sem leiddir eru í veg fyrir fólk til að fylla nútíðina innihaldi og veita framtíðarsýn. Höfundur er ljóðskáld og rithöf- undur, umsjónarmaður starfs eldri borgara í Laugarneskirkju og hefur undanfarna mánuði haldið fyrirlestra og sinnt ráðgjöf fyrir Vinnu- málastofnun. Haustið 2008 féll bankakerfið, allt hrundi sem hrunið gat. Gordon Brown og Co ákváðu að greiða Icesave í London og Hollendingar sínu fólki, það var þeirra mál, ekki okkar. Svav- ar nennti ekki að hanga yfir samningum og skrifaði undir það sem honum var sagt að undirrita. Jóhanna og Steingrímur vildu borga, en þjóðin sagði Nei. Þökk sé forseta vorum og þjóð. Nýir samn- ingar hafa verið gerðir og nú vilja margir samþykkja, en af hverju? Ef Englendingar og Hollendingar teldu að þeir væru með unnið mál þá væri það löngu komið fyrir rétt, en þeir hafa ekki stefnt enn, vegna þess að þeir vita sem er að þeir eru með tapað mál, annars væru þeir löngu búnir að stefna Íslendingum fyrir rétt, þess vegna eru þeir að bíða. Hver myndi bíða með að stefna til greiðslu skuldar ef hann teldi sig vera með unnið mál? Enginn. Sú biðlund Breta og Hol- lendinga segir sína sögu, þeir einfaldlega vita að það er tapað mál og þess vegna vilja þeir semja til að bjarga eigin skinni, annars fengju þeir ekkert. Það er með ólíkindum að stjórnmálamenn á Íslandi skuli láta hafa sig að fífl- um ár eftir ár, eyða stærstum tíma alþingis í tilgangslaust karp um mál sem okkur kemur ekkert við. Nema ef vera skyldi ESB aðildarumsókn, það skýrir málið. Við komust ekki inn í þetta bandalag ef við ekki segjum já, Verðum Kúba norðurs- ins. Ef Kúbverjar hafa það ekki verra en þetta þá er allt í lagi þar. Jóhanna er nýbúin að lýsa hve vel hefur tekist til á Íslandi á síðasta ári og að þjóðfélagið sé að rísa frá botninum, hagkerfið sé á siglingu upp á við, þrátt fyrir að hafa hafnað Icesave II lögunum. Nú síðast hafa 7 virtir lögmenn skorað á þjóðina að hafna Icesave 3 lögunum (Frétta- blaðið) Það hljóta að vera ein- hverjar undarlegar hvatir sem liggja að baki því að stjórnvöld eru svona áfjáð í að greiða þessar skuldir óreiðumanna. Nú ríður á að standa saman og hafna þessum lögum allir sem einn og segja nei í þjóðarafgreiðslunni. Látum Breta og Hollendinga stefna okkur, sem þeir munu ekki gera, það er of áhættusamt fyrir þá, enda ber okkur engin skylda til að greiða þetta. Málið, ef svo undarlega vildi til að okkur yrði stefnt, yrði dæmt á Íslandi fyrir héraðsdómi og síðan Hæstarétti. Og við gætum verið áfram stoltir Kúbverjar norðursins. Það sem Bretar gætu gert er við- skiptabann, hvað þýðir það fyrir Breta? Þeir þurfa að geta keypt af okkur fisk, því ef ekki þá glatast 10 þúsund störf í Bretlandi á Humber- svæðinu í fiskvinnslu (að sögn fisk- vinnslufyrirtækja þar), sem byggist á útflutningi á fiski frá okkur Kúb- verjum norðursins, svo einfalt er það. Það er skortur á fiski í Evrópu sem eykst og það verður ekkert vandamál hjá okkur að selja okkar fiskafurðir,og svo getum við unnið fiskinn hér heima í okkar fisk- vinnsluhúsum og við það skapast störf,og atvinnuleysi minnkar. Segj- um nei, nei, nei, við Icesave og sendum Jóhönnu og Steingrím til Kúbu til þess að læra kúbversku. Það vantar nýja og betri stjórn. Þjóðin á skilið betri stjórn. Höfnum Icesave 3 Eftir Guðjón Jónsson Guðjón Jónsson » Sá tími segir okkur að þeir eru vissir um að tapa málinu ef það kemur til málaferla, þess vegna verða engin málaferli þó við höfnum þessum samningum. Höfundur er fv. skipstjórnarmaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.