Morgunblaðið - 31.03.2011, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011
✝ Þórdís Ingi-björg Sverr-
isdóttir fæddist í
Klettakoti á Skóg-
arströnd, Dala-
sýslu, 7. september
1946. Hún lést á
sjúkrahúsinu á
Sauðárkróki 21.
mars 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Sverrir
Guðmundsson, f. 11.
sept. 1910, d. 20. apríl 1986, og
Ólöf Guðrún Guðbjörnsdóttir, f.
18. jan. 1915, d. 8. maí 2003. Þór-
dís var næst yngst af sjö systk-
inum, hin eru í aldursröð, Jón
Ingiberg, f. 1934, d. 2000, Guð-
mundur Viggó, f. 1938, Ólafur, f.
1940, Gunnar Guðbjörn, f. 1943,
d. 2002, Hulda, f. 1945, og Bjarn-
fríður, f. 1952.
Sambýlismaður Þórdísar var
Einar Jakobsson, f. 3. sept. 1943
að Dúki í Sæmundarhlíð, Skaga-
firði. Foreldrar Einars voru Jak-
ob Jóhannes Einarsson, bóndi að
Dúki, f. 9. jan. 1902, d. 18. júlí
Ríkharð Óla, f. 29. júní 2008. 3)
Sigríður Helga, f. 6. des. 1967,
börn hennar eru a) Einar Þór,
f.10. sept. 1982, b) Kristján Fenr-
ir, f. 18. sept. 1987, c) Jón Hauk-
ur, f. 1. nóv. 1989, hann á eina
dóttur, Bergnýju Klöru, f. 9. maí
2007. d) Sigrún Ágústa, f. 9.
ágúst 1995.
Þórdís ólst upp í foreldra-
húsum að Straumi á Skógar-
strönd, um fermingu fór hún
ásamt foreldrum sínum suður til
Reykjavíkur og vann þar hjá
Grænmetisverslun landbúnaðar-
ins á Álftanesi. Um tíma vann
hún við fiskverkun í Keflavík
ásamt foreldrum sínum, þar
kynnist hún sambýlismanni sín-
um, Einari, sem var á vertíð í
Keflavík. Síðar fór hún að vinna
á Hressingarskálanum og um
vorið 1963 flyst hún norður í Dúk
með Einari og hefja þau þar bú-
skap. Eftir að tengdamóðir
hennar lést haustið 1965 tók hún
við húsmóðurstarfinu, þá aðeins
19 ára gömul, ásamt öðrum verk-
um sem þurfti að ganga í. Þórdís
bjó á Dúki og starfaði við búskap
alla tíð, bæði með sauðfé og kýr.
Útför Þórdísar fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 31.
mars 2011, og hefst athöfnin kl.
14. Jarðsett verður í Reynistað-
arkirkjugarði.
1987, og Kristín Jó-
hannsdóttir, f. 25.
okt. 1900, d. 10.
sept. 1965. Börn
Þórdísar og Einars
eru
1) Jakob Jóhann,
f. 5. ágúst 1963,
sambýliskona Guð-
björg Ósk Valgarðs-
dóttir, f. 22. júní
1975, þau eru búsett
á Sauðárkróki, börn
þeirra eru a) Hrafnhildur Ósk, f.
20. júlí 2004, og b) drengur
óskírður, f. 3. mars 2011, fyrir
átti a) Jakob Einar Hans, f. 6.
des. 1980, hann á tvo drengi, þá
Daníel Arnar, f. 16. júlí 2002, og
Jakob Ragnar, f. 15. ágúst 2010.
2) Ólöf Kristín, f. 22. mars 1965,
gift Sigurði Árnasyni, f. 11. júlí
1967, búsett á Syðri Grund í
Húnavatnssýslu, börn þeirra eru
a) Anna Þóra, f. 3. feb. 1989, og
b) Eydís, f. 13. des. 1995. Fyrir
átti Ólöf, a) Ingimar Axel, f. 17.
maí 1981, og b) Kristrúnu Huld,
f. 22. jan. 1984, hún á einn son,
Elsku fallega mamma mín.
Lífið líður áfram og smápartur
af því fjarar út. Fólki er skammt-
aður tími, tími til að elska, tími til
að gráta, tími til að brosa, já tími
til að gleðjast og njóta samvista
með fjölskyldu og vinum. Sumir fá
stuttan tíma, aðrir lengri. Móðir
mín fékk góðan tíma, hún nýtti vel
þann tíma sem henni var gefinn. Á
þessum degi leggur hún af stað í
ferðalag, sitt síðasta ferðalag af
þeim fjölmörgu sem hún hefur
lagt upp í. Hún er loks á leiðinni
heim þangað sem okkur öll langar
að komast. Tár lekur niður kinn-
ina, sorg í hjarta og kveðja í huga.
Hinsta kveðjustund er komin.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Hvíl í friði, elsku mamma mín,
og hafðu hjartans þökk fyrir þann
tíma sem okkur var gefinn saman.
Minning þín lifir sem ljós í hjarta
mínu.
Þín elskandi dóttir,
Sigríður Helga Einarsdóttir.
Elsku mamma. Í dag er komið
að kveðjustund eftir erfiða mán-
uði í veikindum þínum. Mikið er
ég glöð að hafa fengið að halda í
hönd þína á hverjum degi í þess-
ari miklu og erfiðu baráttu þinni.
Ég dáist að því hversu sterk og
dugleg þú varst og þú sýndir okk-
ur öllum hversu mikil barátta var
í þér og þú gafst ekki upp fyrr en í
fulla hnefana. Þessar minningar
ásamt fleirum sem koma í kollinn
minn ætla ég ávallt að geyma í
hjarta mínu.
Afi Sverrir og amma Ólöf komu
prúðbúin til að sækja þig ásamt
fleiru skyldfólki og veit ég að það
er glatt á hjalla hjá ykkur öllum
núna. Guð geymi þig ávallt og
vaki yfir þér, elsku mamma mín.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Sofðu rótt, mamma mín.
Þín dóttir,
Ólöf.
Í dag, fimmtudaginn 31. mars,
kveðjum við í síðasta sinn tengda-
móður mína Þórdísi Sverrisdóttur
en hún verður jarðsett í kirkju-
garðinum að Reynistað í Skaga-
firði. Dísa eins og hún var alltaf
kölluð hafði átt við veikindi að
stríða síðan í október. Það var svo
í janúar að hún greindist með
krabbamein. Eftir vel heppnaða
aðgerð á höfði varð ég bjartsýnn á
að við fengjum að hafa hana leng-
ur hjá okkur. Eftir að hafa verið
heima um tíma eftir aðgerðina
fékk hún blóðtappa í höfuðið og þá
varð ekki til baka snúið og hún
lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki
21. mars síðastliðinn.
Okkar kynni hófust þannig að
1985 var ég við verknám frá
Bændaskólanum á Hvanneyri, í
Útvík hjá þeim heiðurshjónum
Halldóri Hafstað og Sólveigu
Arnórsdóttur. Á þessum árum
var oft spiluð félagsvist í félags-
heimilinu Melsgili og fór Halldór
með mig þangað svo ég sæi fleiri
sveitunga. Þar sá ég Dísu fyrst
ásamt dóttur sinni Ólöfu og alltaf
mættu þær að spila því Dísa hafði
mjög gaman af því að spila. Oft
var gripið í spil heima á Dúki því
flest heimilisfólkið hafði gaman af
því að taka í spil. Á þessum tíma
grunaði okkur ekki að í júní
tveimur árum seinna yrðu Dísa og
Einar komin austur á Húsavík til
að gifta dóttur sína.
Mér er minnisstætt þegar ég
kom fyrst í Dúk, kornungur mað-
ur, að Dísa var í matargerð allt
haustið. Ef ekki fyrir sjálfa sig þá
fyrir aðra og eru þau orðin ansi
mörg bjúgun sem hún hefur gert
heima í eldhúsi fyrir sjálfa sig og
aðra og hengt svo upp í reykkof-
ann hjá sér. Á þessum árum var
Jakob tengdafaðir hennar orðinn
gamall og lúinn maður, en hann
var til heimilis að Dúki og hugsaði
Dísa vel um hann ásamt öðrum
heimilisverkum sem hún hafði
tekið við eftir andlát tengdamóð-
ur sinnar 1965, en þá var hún sjálf
aðeins 19 ára. Fjósverkum sinnti
hún í rúmlega 40 ár ásamt öðrum
heimilisstörfum og oft hefur verið
mannmargt á Dúki, fjölmörg
systkinabörn og önnur börn hafa
verið þar yfir sumarið og eitt
barnabarnið Einar Þór ól hún
upp. Hún hafði mjög gaman af að
ferðast um landið sitt og fylgdist
vel með afkomendum sínum,
hvernig þeim vegnaði í námi, leik
og starfi. Ekki varð þó af því að
hún færi í flugferðina sem hana
hafði langað til að fara með dótt-
urdóttur sinni Önnu Þóru og
fljúga yfir Skagafjörð. Það verður
að bíða betri tíma, en viss er ég
um það að hún lítur til með henni í
háloftunum.
Kæra Dísa. Við biðjum góðan
Guð að varðveita þig og hlý minn-
ing þín lifir meðal okkar hinna
sem eftir lifum.
Sigurður Árnason.
Elsku amma mín, þú kvaddir
okkur svo fljótt. Ég vil ekki sleppa
þér strax. Ég vona að þér líði vel
þar sem þú ert núna því ég get
ekki fylgst með þér til að passa
það. Ég mun sakna þín sárt, en ég
mun aldrei gleyma þér og ég vona
að þú gleymir mér ekki heldur. Þú
varst yndisleg manneskja og mér
þykir svo vænt um þig, elsku
amma mín. Þú varst svo góð og
hjartahlý og mér leið alltaf vel í
kringum þig. Hver minning um
þig er dýrmæt perla sem ég mun
geyma í hjarta mínu að eilífu.
Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn rænir þig.
En samt var nafn þitt nálægt mér
og nóttin full af söngvaklið
svo oft, og þetta auða svið
bar ætíð svip af þér.
Og þungur gnýr sem hrynji höf
mitt hjarta lýstur enn eitt sinn:
Mín hljóða sorg og hlátur þinn,
sem hlutu sömu gröf.
(Steinn Steinarr)
Hvíldu í friði, elsku amma mín.
Þín,
Eydís.
Í dag er til moldar borin norður
í Skagafirði húsfreyjan á Dúki í
Sæmundarhlíð, Þórdís I. Sverris-
dóttir, oftast nefnd Dísa á Dúki.
Andlát hennar bar skjótt að, en
hún hafði háð snarpt stríð við ill-
vígan sjúkdóm, sem lauk snögg-
lega. Í þeirri rimmu komu glögg-
lega í ljós æðruleysi,
baráttuhugur, léttleiki og elsku-
legheit þessarar frábæru bónda-
konu að norðan. Vel studd af
dætrum sínum tveim, syni og
sambýlismanninum, Einari Jak-
obssyni, voru allir vegir færir í
hennar augum. En líf vort endar
skjótt. Er leiðir skilur er margs að
minnast. Þá er gott að leita í
minjasjóðinn og öðlast hugarró
frá önnum hins daglega amsturs.
Þó að bregðist birta og þrá,
blæði stundum hjarta.
Sæktu í minjasjóðinn þá
sólargeisla bjarta.
(Sigurbjörg Hjálmarsdóttir)
Það var afar ánægjulegt að
heimsækja þau Dísu og Einar.
Gestrisnin var í hávegum höfð,
glaðværð og umræða um menn og
málefni skemmtileg og þar heyrð-
ist aldrei hnjóðsyrði um nokkurn
samferðamann. Kræsingar voru á
borðum og þeirra nutu gestir og
gangandi ásamt mörgum að-
komubörnum sem voru þar í sveit
á sumrin, þar á meðal tvær dætur
mínar ungar að árum. Dísa og
Einar leystu allan vanda. Það var
oft harðbýlt í norðlenskum sveit-
um á árum áður, en húsbændur á
Dúki voru harðduglegt fólk, sem
ekki mátti vamm sitt vita. Bú-
smalinn var aðallega sauðfé,
nokkrar kýr og hestar. Fé var vel
fóðrað, enda flestar ær tví- og þrí-
lembdar. Við viljum hér með
þakka innilega allar stórkostlegu
móttökurnar í áranna rás. Það var
dásemd að koma að Dúki í Sæ-
mundarhlíð.
Aðalsmerkið: elska fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar,
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þegar svo kær vinur eins og
Dísa fellur frá er svo erfitt að
festa á blað þær yndislegu minn-
ingar sem hrannast upp í hugann.
En tilfinningum þeim sem bærast
í brjóstinu er þó enn erfiðara að
henda reiður á, því þær flökta svo
um og eru oft óskýranlegar og
manninum einum eignaðar. Minn-
ingin um hina blíðu og mildu
drengskaparkonu vaka og verma
þótt um leið svíði í sárinu, sem þó
grær er fram líða stundir. Við
sendum Einari, börnum, barna-
börnum, öllu venslafólki og vinum
Dísu á Dúki innilegustu samúðar-
kveðjur norður í sveitir Skaga-
fjarðar sem hún unni svo heitt.
Guð sá að þú varst þreyttur
og þrótt var ekki að fá,
því setti hann þig í faðm sér
og sagði: „Dvel mér hjá“.
Harmþrungin við horfðum
þig hverfa á annan stað,
hve heitt sem við þér unnum
ei hindrað gátum það.
Hjarta, úr gulli hannað,
hætt var nú að slá
og vinnulúnar hendur
verki horfnar frá.
Guð sundur hjörtu kremur
því sanna okkur vill hann
til sín hann aðeins nemur
sinn allra besta mann.
(Þýð. Á. Kr. Þorsteinsson)
Fari hún í friði, kær vinkona.
Ásta Pálsdóttir
og Friðleifur Stefánsson.
Í dag kveðjum við ástkæra vin-
konu okkar Þórdísi Sverrisdóttur
eða Dísu á Dúki eins og hún var
alltaf kölluð í okkar fjölskyldu,
nema kannski af yngstu kynslóð-
inni sem kallaði hana Dísu ömmu.
Dísa var konan hans Einars á
Dúki og segja má að hann sé upp-
eldisbróðir föður míns sem kom í
sveit að Dúki sem barn og hefur
okkur ávallt verið tekið sem ein-
um af fjölskyldunni frá Dúki.
Margar góðar minningar eig-
um við um hana Dísu okkar enda
voru þau hjónin höfðingjar heim
að sækja og nutum við góðs af því.
Einnig varð dóttir okkar þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að koma í
sveit til þeirra í tvö sumur og er-
um við þakklát fyrir það.
Ekki eru mörg ár síðan þau
tóku þá ákvörðun að hætta með
kýrnar og nutu þau sín þá enn
betur við það að keyra um sveitir
landsins og taka hús á vinum og
ættingjum enda vinmörg.
Minningarnar streyma upp í
huga okkar og munum við varð-
veita þær í hjörtum okkar um
ókomna tíð.
Hún Dísa okkar kvaddi þennan
heim allt of fljótt og eftir situr eig-
inmaður, börn og fjölskyldur
harmi slegin, en ótal góðar minn-
ingar eiga þau til að hlýja sér við
um ókomin ár.
Að lokum viljum við þakka
Dísu fyrir allt það sem hún hefur
gert fyrir fjölskyldu okkar á liðn-
um árum, og sendum við Einari,
börnum og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur á þessum erfiðu tímum.
Margs er að minnast og margs
er að sakna.
Helga Kristín og fjölskylda.
Jæja Dísa mín.
Þá er þessari baráttu lokið, sú
barátta er búin að standa síðan í
október. Barátta við illvígan sjúk-
dóm sem leggur flesta að velli sem
hann kemur nærri og trúlega
aldrei verið meira á ferðinni en nú
síðustu mánuði. Við Þórdís eins og
hún hét fullu nafni vorum búin að
vera nágrannar í Sæmundarhlíð-
inni frá tvítugsaldri og aldrei bor-
ið skugga á.
Dísa var afskaplega jákvæð
manneskja, aldrei nein vandamál
borin á torg og aldrei heyrði ég
hana segja styggðaryrði um eða
til nokkurs manns. Einstaklega
vinamörg persóna, alltaf mjög
mikill gestagangur á Dúki hjá
þeim hjónum. Ég fylgdist talsvert
með veikindum Dísu frá því þau
hófust í október sl. Ég hringdi oft
og spurði um hvernig henni liði,
alltaf var sama jákvæðnin: „Þetta
er allt að koma“. Svo var hún
komin heim og allir horfðu fram á
bjartari tíð til einhvers tíma. En
þá kom blóðtappinn í höfuðið og
það tók rúma viku, þá var allt bú-
ið. Sæmundarhlíðin verður miklu
fátækari, ég kem allavega til með
að sakna þín mikið.
Við Mína þökkum þér sam-
fylgdina og biðjum Guð að blessa
Einar og alla fjölskylduna, börn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Geirmundur Valtýsson
Þórdís Ingibjörg
Sverrisdóttir
Mig langar að minnast Júlla
vinar míns. Ég kynntist honum
mjög vel þegar ég fór fyrst á
vinnumarkaðinn á netaverkstæð-
Júlíus
Hallgrímsson
✝ Júlíus VilhelmHallgrímsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 20.
ágúst 1921. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
mannaeyja 20.
mars 2011.
Jarðarför Júl-
íusar Vilhelms fór
fram frá Landa-
kirkju í Vest-
mannaeyjum 26. mars 2011.
inu 14 ára gamall og
að vinna með þess-
um snillingum og
húmoristum, Júlla
og Fúsa. Þeir tóku
vel á móti ungling-
um og voru ósparir
á gamlar íþrótta-
sögur. Dímon var
þeirra félag og alltaf
þegar maður var að
monta sig af íþrótta-
afrekum höfðu þeir
gert miklu betur í Dímoni. Á póli-
tíkinni höfðu þeir sterkar skoð-
anir. Báðir miklir framsóknar-
menn og var Óli Jó þeirra maður.
Ég á margar góðar minningar
um Júlla og á eftir að sakna hans.
Blessuð sé minning góðs
manns.
Sigbjörn Þór Óskarsson.
Ljúflingur með ljós lífsins svo
undursterkt í augum, hlýr sem
sólin sjálf, yndislegt veður eins
og menn segja í orðsins fyllstu
merkingu. Júlli Hallgríms var
einn af þessum mönnum sem
maður saknaði um leið og leiðir
skildu. Hann var glæsimenni,
fríður og féll að umhverfinu eins
og fjall að byggðinni hans,
byggðinni okkar. Áran hans var
eins og hlýr faðmur, skemmtileg-
ur, hnyttinn og mikið jafnviðri
þótt stundum ryki suðvesta-
náttin í hann og þá blés af báli í
augum og brim af vörum, en þó
aldrei meir en minnti á þegar
hvítnar í fuglsbringu með kalda á
sjó.
Sumir raða í sig vítamínum og
alls kyns falsvonum en að þekkja
og eiga vináttu manna eins og
Júlla eyðir þeirri þörf. Hugsunin
um hann er vítamín. Júlíus Hall-
grímsson var einn af þessum
föstu póstum út við Eyjar blár og
nú er hann orðinn hluti af hinum
Heimaklettinum, fjalli minning-
anna.
Aldrei ráðalaus, ævinlega með
lausnir. Þegar hann þakkaði fyrir
matinn, kvaddi fólk eða heilsaði
þá var það stutt og laggott. „Æv-
inlega,“ sagði hann.
Á árunum fóru hann og Siggi
Vídó skipstjóri og markvörður,
Sigurgeir Ólafsson, til Reykja-
víkur að taka próf í Stýrimanna-
skólanum, mikilvægt sundpróf.
Júlli var ósyndur, alltaf í sveit á
sumrin þegar sundkennslan var
heima í Eyjum, en Siggi sund-
kappi. Fyrri daginn í prófinu
synti Siggi fyrir sig, seinni dag-
inn á nafni Júlla. Það gekk upp,
en Júlli fékk hærri einkunn en
Siggi.
Það er sérstætt að það var allt-
af eitthvað guðdómlegt sem
fylgdi Júlla Hallgríms, eins og
reyndar öllu fólki hans. Kannski
er það speglunin af lífsgleðinni
sjálfri, brosið og birtan sem
fylgir þessu fólki og það er engin
tilviljun þegar hugsað er til Júlla
Hallgríms og ævi hans að staldra
við söguna af Jesú þegar hann
fór með fiskimönnunum og netin
kokfylltust af fiski. Þá sagði hann
við Símon Pétur, klettinn sjálfan,
að héðan í frá skyldi hann verða
mannaveiðari kristninnar. Júlli
Hallgríms var netamaður af
Guðs náð, fyrst sjómaður og síð-
an netamaður lengst ævi. Hlut-
verk Júlla Hallgríms var að afla
árangurs öðrum til handa og vin-
arþels manna á milli. Ekkert
veiðist án veiðarfæra og það er
ekki bara að allt handverk skipti
máli, enn meira virði er þegar
netamaðurinn gefur sál sína í
handverkið, gefur veiðinef sitt í
hnýtinguna. Það er beitan sem
dugir best, netið sem aflar mest.
Af öryggi og alúð vann hann við
hvern hnút, milljónir hnúta. Of
margir gera sér ekki grein fyrir
því að grundvöllur Íslendinga
sem þjóðar byggist á því að það
finnist slorlykt í sem flestum
byggðum landsins.
Barngæska Júlla var áberandi
og þannig var hann einnig í garð
samfélagsins. Að vinna hörðum
höndum, fylgjast með gangi mála
á sjónum, gleðja börn og barna-
börn, gera ekki á hlut neins og
horfa á fótbolta, það voru hans
ær og kýr.
Megi góður Guð varðveita allt
hans fólk og vernda blæ minning-
anna í anda lífs þess góða drengs,
Júlla Hallgríms. Það verður glatt
í himnaranninum þegar í garð
gengur ljúflingur með ljós lífsins
svo undursterkt í augum, hlýr
sem sólin sjálf, yndislegt veður.
Árni Johnsen.