Morgunblaðið - 31.03.2011, Síða 28

Morgunblaðið - 31.03.2011, Síða 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HUGLEIÐING DAGSINS ER Í BOÐI ODDA NÁKVÆM, EINFÖLD OG HEIMSKULEG HRÓLFUR, MÁ ÉG SPYRJA ÞIG EINNAR SPURNINGAR? SJÁLFSAGT! ÞÚ BORÐAR ÞRJÁ FERMETRA AF MAT Á HVERJUM DEGI, HVERNIG FERÐU AÐ ÞVÍ AÐ VERA SVONA KRINGLÓTTUR? EIGA SKÝ FEÐUR OG MÆÐUR? FÆÐAST SKÝ, DEYJA ÞAU? HAFA SKÝ TILFINNINGAR? EIGA ÞAU SÉR DRAUMA? ÞURFA ÞAU AÐ VINNA? VIÐ SKULUM BYRJA Á FYRSTU SPURNINGUNNI ENDUR- RÆSIÐIÐRIST ÆTLARÐU EKKI AÐ ELTAST VIÐ SANDMAN? EKKI NEMA HANN BRJÓTI AF SÉR AFTUR HANN LOFAÐI MÉR AÐ BÆTA RÁÐ SITT BANKARÁN Í GANGI Í MIÐBÆNUM... ... VOPNAÐIR MENN ERU AÐ RÆNA COLUMBIA NATIONAL BANKANN ÞAÐ ER VÍST ALLTAF NÓG AÐ GERA ÞAÐ HLAUT AÐ KOMA AÐ ÞVÍ AMMA, HVAÐ GERÐIRÐU EFTIR AÐ ÖRYGGIS- GÆSLAN FÓR Í VASKINN? ÉG REYNDI AÐ HLUSTA Á TÓNLISTINA ÞAÐ ER FÓLK Á SVIÐINU DRULLIÐ YKKUR NIÐUR KRAKKA- ORMAR GASTU EKKI BARA FYLGST MEÐ Á RISASKJÁNUM? *AND- VARP* ÞETTA VORU AÐRIR TÍMAR „Á ÞESSUM TÍMAPUNKTI VAR ORÐIÐ SVO MARGMENNT AÐ VIÐ SÁUM SAMA OG EKKI NEITT” Icesave Nú er runnin upp ög- urstund fyrir okkar íslensku þjóð. Að vera eða vera ekki segir hið mikla skáld Shakespeare í verki sínu um Hamlet Danaprins. Íslenska þjóðin þarf að fara að gera það upp við sig hvort hún vill hafa hér allt um vefjandi Icesave-umræðu hangandi yfir sér í þriðja eða fjórða hverjum fréttatíma útvarps og sjónvarps næstu fjögur árin eða ekki, en það er sá tími sem dómstólameðferð kynni að taka þar til endanleg nið- urstaða lægi fyrir. Munum að öll él birtir upp um síðir. Nú er talið að hægt og sígandi sé viðsnúningur hafinn í íslensku efnahagslífi að mati ASÍ. Kjósum öryggi fram yfir óvissuna sem dómstólaleið í Icesave kynni að hafa í för með sér fyrir okk- ur. Kjósum já með Ice- save-lögunum 9. apríl. Sigurður Guðjón Haraldsson. Ómakleg gagnrýni Mér fannst ummæli Jónasar Sen um feril- plötu Kristjáns Jó- hannssonar fyrr á árinu ómakleg. Krist- ján er á heims- mælikvarða og hinn almenni borgari á Ís- landi er mjög hrifinn af honum. Mér finnst þetta alveg frábærir diskar hjá honum og aðdáendur Kristjáns hafa tekið þeim fegins hendi. Lilja. Ást er… … það sem setur varan- legt mark sitt á ykkur. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, göngu- hópur kl. 10.30. Vatnsleikfimi kl. 10.45, myndlist og prjónakaffi kl. 13, bók- menntaklúbbur kl. 13.15, jóga kl. 18. Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9. Botsía kl. 9.30. Helgi- stund kl. 10.30. Myndlist kl. 13.30. Árskógar 4 | Handverkssýning kl. 13.30 í dag, föstud. 1.4 og laugard. 2.4. Dalbraut 18-20 | Stóladans með Sig- urrósu kl. 10.30, bókabíll kl. 11.15. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11. Félag eldri b., Reykjavík | Brids kl. 13. Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9. handavinna kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefn- aður kl. 9.05, leikfimi kl. 9.15, málm- og silfursmíði kl. 9.30, bókband kl. 13, mynd- listarhópur kl. 16.10. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinna kl. 9, ganga kl. 10. Brids og handa- vinna kl. 13. Jóga kl. 18. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Qi gong kl. 8.15, vatnsleikfimi í Mýrinni kl. 11.15, handavinnuhorn og karlaleikfimi kl. 13, botsía kl. 14, kóræfing kl. 16. Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund kl. 10.30, sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Frá hádegi eru vinnustofur opnar, búta/ perlusaumur og myndlist. Jóga kl. 15.30. Á morgun kl. 13 er lagt af stað í heimsókn að Nesvöllum í Reykjanesbæ. Furugerði 1, félagsstarf | Útskurður kl. 9. Handavinna kl. 9.30. Hraunbær 105 | Handavi. kl. 9, leikf. kl. 9.30, botsía kl. 10.30. Félagsv. kl. 13.30. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, qi-gong kl. 10, leikfimi kl. 11.20, glerskurður kl. 13, fé- lagsvist og pílukast kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10. Hann- yrðir kl. 13. Félagsvist kl. 13.30. Hæðargarður 31 | Rútuferð kl. 11 föstu- dag 1. apríl að Hlöðum í Hvalfirði; kjöt- súpa, rjómapönnukökur og rjúkandi kaffi. Á staðnum er Herminjasafnið og gler- listar- og málverkasýning eftir Bjarna Þ. Bjarnason bæjarlistamann á Akranesi. Hjördís Geirs og línudanshópur Ingu Hlín- ar. Uppl. s. 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Sundlaug Kóp.: Ganga kl. 16.30 Hringdansar í Kópavogs- skóla kl. 17. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hand- verks- og bókastofa kl. 13, botsía kl. 13.30, Á léttum nótum - þjóðlagast. kl. 15. Laugarneskirkja | Sr. Sigfinnur Þorleifs- son sjúkrahúsprestur og lektor í sál- gæslufræðum við HÍ fjallar um sálgæslu og öldrun kl. 14. Sigurbjörn Þorkelsson stýrir samverunni og hefur stutta hug- vekju. Veitingar í boði safnaðar. Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10. Handavinna kl. 9/13. Leirlistarnámskeið kl. 9/13. Út- skurður kl. 9. Safnaðarheimili Dómkirkjunnar | Opið hús alla fimmtudag kl. 13.30-16. Vesturgata 7 | Handavinna, glerskurður (Tiffanýs), ganga kl. 9.15, kertaskreyt- ingar/kóræfing, leikfimi kl. 13. Vesturgata 7 | Föstudaginn 1. apríl kl.15 kynnir Lilja Jónsdóttir frá ferðaskrifstof- unni Vita vor- og haustferðir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók- band og postulínsmálun kl. 9, morg- unstund kl. 9.30, botsía kl. 10, framh.saga kl. 12.30, handavinnustofa kl. 13, spil, stóladans kl. 13. Heimurinn liggur ekki alltafundir þegar andinn kemur yf- ir hagyrðinga. Oft þarf ekki meira til en að einhver sé til, eins og þeg- ar viðtal var flutt við Kolbein Gísla- son bæklunarskósmíðameistara á RÚV. Þá varð Óttari Einarssyni að orði: Kolbeinn heitir seggur sá, sem ég afar mikils virði, tengdasonur Sigtryggs á Svalbarði í Þistilfirði! Eins og alþjóð veit voru mannlýs- ingar einmitt sérfag Símonar Dala- skálds, sem orti um Theodór Ólafs- son á Borðeyri: Theodór er hyggjuhreinn, hreinum sóma vafinn, eins og fagur eðalsteinn upp úr dufti grafinn. Björn Ingólfsson er einmitt þeirr- ar skoðunar að ekkert sé góður efniviður í vísu: Blómailm og úldið smér oft til ríms má virkja. Þessa vísu þótti mér þægilegt að yrkja. Hallmundur Kristinsson tekur undir það: Þess vegna ég þetta nefni; það er eitt: Fátt er betra yrkisefni en ekki neitt. Ágúst Marinósson veltir þessari hefð fyrir sér, að yrkja um ekki neitt: Á ýmsu er nú lítið lag, logn í andans vöku, Ort þó hef ég eina í dag ofurlitla stöku. Á lífsins skerjum flýti ferð við flestum erjum þegi. Saman berja vísu verð en varla á hverjum degi? Engilráð Sigurðardóttir segir það hafa verið tilhlökkunarefni þegar vinnuskyldu lyki að vakna „þegar maður er búinn að sofa“. Það sé ljúft í skammdeginu, en … Vakna tekur vor í sál, víkur drungi myrkra nátta og nú er bara besta mál að byrja daginn klukkan átta. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af vísum um ekki neitt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.