Morgunblaðið - 31.03.2011, Blaðsíða 32
Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykja-
víkur (SJÓR) stendur fyrir sjóbíói í
Nauthólsvík í kvöld kl. 22. Sýnd
verður kvikmyndin Jaws 2 en þetta
er í annað sinn sem sjóbíóið er
haldið. Í fyrra sinn var á dagskrá
myndin Jaws (en ekki hvað). Vel
var mætt á síðasta sjóbíó og því var
ákveðið að endurtaka leikinn á með-
an enn er nógu dimmt á kvöldin til
að horfa á bíó útivið.
Synt milli mánaða
Bíósýningin er haldin í tengslum
við svokallað „millimánaðasund“ en
þá fer fólk í sjóinn rétt fyrir mið-
nættið og syndir síðan milli mán-
aða.
Myndinni er varpað á tjald í vík-
inni en sjósundskapparnir horfa á
hana úr heita pottinum.
„Það skapaðist mjög sérstök
stemning þarna síðast. Það hlógu
allir allan tímann,“ segir Jóhanna
Fríða Dalkvist, ritari félagsins. Hún
segir að þessi galsi hafi síðan smit-
ast yfir í miðnætursundið. „Það
voru einhverjir að grípa í lappirnar
á manni,“ segir hún.
Jóhanna segir það góða byrjun á
mánuðinum að synda milli mánaða.
„Þetta er besta byrjunin, maður
verður svo ferskur. Það er líka spes
stemning að synda í myrkri. Það
eru líka alltaf allir í góðu skapi.
Þetta er svo upplífgandi og hress-
andi. Það fer enginn í fýlu út í sjó,“
segir Jóhanna sem hefur stundað
sjósund frá því í ágúst 2009.
Miðaverð er 500 krónur og verð-
ur popp og kók til sölu á staðnum.
Aðeins er tekið við reiðufé.
Óhuggulegt Það er húmor hjá sjósundsfólkinu að horfa á Jaws og fara svo að synda.
Enginn í fýlu í sjósundi
Sjóbíó haldið í Nauthólsvík í kvöld Á dagskrá er kvikmyndin Jaws 2
Nauthólsvík Myndinni er varpað á tjald í víkinni en sjósunds-
kapparnir horfa á hana úr heita pottinum.
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011
The Adjustment Bureau erleikstjórnarfrumraunhandritshöfundarinsGeorge Nolfi, sem skrifaði
meðal annars handritin að Ocean’s
Twelve (2004) og The Bourne Ulti-
matum (2007). Nolfi hefur augljós-
lega ekki viljað drekkja þessari
frumraun sinni í íburðarmiklum
tæknibrellum sem væri ágætt ef
sagan sjálf væri nógu burðug til að
standa undir sér svona berstrípuð.
Myndin er afar frjálsleg aðlögun
á smásögu eftir hinn merka vísinda-
skáldsagnahöfund Philip K. Dick,
frá árinu 1953. Frásögn Nolfi er í
raun svolítið útþynnt, einfölduð og
fegruð útgáfa. Vísindaskáldskapur-
inn og tilvistarlegar vangaveltur
verða hálf útundan í áferðarfagurri
og stílhreinni afþreyingu. Myndin
segir af ástarævintýri upprennandi
bandarísks þingmanns (Matt Da-
mon) og hæfileikaríkrar ballerínu
(Emily Blunt) sem stefnt er í voða
þegar dularfullir erindrekar yfir-
skilvitlegrar alræðisskrifstofu
reyna af öllum mætti að stía þeim í
sundur. Þeir breyta grundvelli
veruleika þeirra á róttækan hátt til
að koma í veg fyrir að frávik verði á
forskrifuðum örlögum parsins sem
„formaðurinn“ hefur ákvarðað.
Það væri hægt að útfæra þetta
efni á afar spennandi máta en út-
tekt Nolfi ristir ekki mjög djúpt.
Leikarar gefa sig alla í hlutverkin
en þeir þreyja að mestu þorrann á
þönum um New York, þar sem ást-
fangna parið flýr og erindrekar for-
mannsins reyna að hindra för
þeirra með því að stytta sér leið
gegnum leynileg töfragöng. Erind-
rekarnir líkjast helst spjátrungum
úr tískuauglýsingum þar sem þeir
eru óaðfinnanlega klæddir, stroknir
og greiddir og hegða sér eins og
hinir mestu herramenn. Fyrir vikið
eru þeir frekar geldir skúrkar en
að sama skapi skemmtilega bros-
legir vegna þess að þeir eru ekki al-
veg firrtir persónuleika. Vanda-
málið er að það stafar ekki mjög
mikil ógn af þeim og ávinningur
strits þeirra virðist harla lítilfjör-
legur auk þess sem forræðishyggja
formannsins virðist með öllu óþörf.
The Adjustment Bureau væri
áhugaverðari ef hún rýndi dýpra í
vef örlaga mannanna, ábyrgðina
sem fylgir frjálsum vilja, og kúg-
andi ítök alsjáandi alltumlykjandi
valds í stað þess að skauta einungis
á yfirborðinu. Brennandi spurn-
ingar um orsök og afleiðingu sækja
tíðum á flesta áhorfendur og mynd-
in gæti auðveldlega gert þeim safa-
ríkari skil. Þess í stað eru kerfis-
karlarnir guðlegar verur sem halda
verndarvæng yfir mannanna börn-
um, óvitum sem færu sér að voða
og kölluðu ógæfu heimsins yfir sig
ef ekki kæmi til forsjón „formanns-
ins“.
Sagan sem myndin er byggð á er
ágeng, bölsýn og hranaleg, þar sem
kerfið er bákn sem fullburða mað-
urinn etur kappi við en myndin
leggur blessun yfir ríkjandi ástand
og heimsmynd í klassískri hugljúfri
sögu um ástina sem sigrar allt.
Myndin er þó ekki alveg mistæk,
persónur eru áhugaverðar eins og
áður segir og rómantíkin milli að-
alhetjanna er langt frá því að vera
niðursoðin. Það er upplífgandi
neisti milli þeirra og bakgrunnur
parsins er þéttur. Samtölin eru
sömuleiðis hnyttin og frásögnin af
tilhugalífi þeirra er sterk framan af
en hún fjarar svolítið út í lang-
dregnum eltingaleik þegar líða tek-
ur á. Í heildina er myndin létt og
áreynslulaus afþreying sem hrífur
meðan á henni stendur en skilur lít-
ið eftir sig.
Sambíóin
The Adjustment Bureau bbbnn
Leikstjórn og handrit: George Nolfi. Að-
alhlutverk: Matt Damon, Emily Blunt,
Anthony Mackie, Terence Stamp og
John Slattery. 99 mín. Bandaríkin, 2011.
HJÖRDÍS
STEFÁNSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Dressmann? Erkióvinir söguhetjanna líkjast helst spjátrungum úr tískuauglýsingum og hegða sér eins og hinir
mestu herramenn. Fyrir vikið eru þeir frekar geldir skúrkar en að sama skapi skemmtilega broslegir vegna þess að
þeir eru ekki alveg firrtir persónuleika. The Adjustment Bureau er létt og áreynslulaus afþreying.
Meinbugur kerfiskarlanna
Í kvöld halda tónlistarmaðurinn Loji og
hljómsveitirnar Hellvar, Baku Baku og
Hljómsveitin Ég tónleika á Sódómu Reykja-
vík og hefjast þeir kl. 22. Baku Baku er ný
hljómsveit sem flytur dansvæna tónlist
hlaðna áhrifum frá síðpönki og ögrandi ný-
bylgju. Skemmtileg blanda og traust, eins og
því er lýst í tilkynningu. Aðgangseyrir er 500
krónur og mun allur ágóði renna til japanska
Rauða krossins.
Dansvæn tónlist og fjölbreytt
á Sódómu Reykjavík
Hönnuðurinn Daggalá og fyrirtækið
Tanna sameinuðu krafta sína við gerð sér-
staks EVE Online kjóls fyrir CCP-kynninn
Stevie Ward sem kemur að framleiðslu leikj-
anna fyrir CCP og vinnur við gerð kynning-
arefnis. Ward var kynnir á EVE Fanfest há-
tíðinni sl. helgi og klæddist kjólnum góða. Á
kjólinn var prentað merki EVE svo úr varð
skrautlegt mynstur.
Daggalá hannaði EVE Online
kjól á kynni EVE Fanfest
Skannaðu kóðann
til að horfa á stiklu
úr Jaws 2.
Jaws 2, eða Ókindin 2, var frum-
sýnd árið 1978 og er hún fram-
hald kvikmyndarinnar Jaws sem
skaut fólki skelk í bringu þrem-
ur árum fyrr. Fyrri myndinni
leikstýrði Steven Spielberg en
mynd nr. 2 Jeannot Szwarc. Í
Jaws 2 segir, líkt og í þeirri
fyrstu, frá lögreglustjóranum
Martin Brody í strandbænum
Amity sem þarf að drepa skæð-
an hákarl sem kann að meta
mannakjöt. Roy Scheider leikur
lögreglustjórann.
Ógn í hafi
ÓKINDIN 2