Morgunblaðið - 07.04.2011, Side 2

Morgunblaðið - 07.04.2011, Side 2
FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Kjörtímabil dómara við Landsdóm rennur út 11. maí og verði frumvarp um að framlengja kjörtímabil ekki að lögum þarf að kjósa aftur í dóminn. Kjörið er í höndum alþingismanna en það þykir ekki góð latína að þeir sömu og taka ákvörðun um að ákæra mann kjósi einnig dómara til að dæma í máli hans. Saksóknari Alþingis hefur af þessu áhyggjur. Frumvarp um breytingar á lögum um Landsdóm var lagt fram á Alþingi 18. nóvember í fyrra. Frumvarpið er stutt og aðalatriði þess eru annars vegar ákvæði um að kjörtímabil dóm- ara skuli framlengt og hins vegar ákvæði um hvernig fara skuli með beiðnir um rannsóknarúrskurði. Mál- ið var tekið til fyrstu umræðu af þremur síðdegis hinn 24. nóvember í fyrra en síðan frestað. Þar situr málið enn. Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissak- sóknari og saksóknari Alþingis, segir að í raun skipti aðrar greinar frum- varpsins en sú sem fjallar um fram- lengt kjörtímabil minna máli, hvað varðar sakamálið gegn Geir H. Haarde. Hún hafi t.d. þegar fengið öll þau gögn sem hún óskaði eftir og muni ekki krefjast úrskurðar um frekari gagnaöflun. Á hinn bóginn sé mikilvægt að kjörtímabil dómara verði framlengt þannig að tryggt sé að sömu dómarar fjalli um málið frá upphafi til enda. „Þetta snýst um heil- brigða skynsemi,“ segir hún og bend- ir á að í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur sé ákvæði um að dómarar félagsdóms skuli klára mál sem þeir hafi byrjað á, jafnvel þótt kjörtímabil þeirra sé á enda. Áhyggjur ræddar Sigríður segir að það sé afar óheppilegt, svo ekki sé meira sagt, komi til þess að Alþingi kjósi nýja dómendur í Landsdóm, enda hafi meirihluti þingmanna ákveðið að ákæra skuli Geir. Sigríður hefur rætt um þessar áhyggjur sínar við sak- sóknaranefnd Alþingis. „Þar virðast allir sammála um að framlengja þurfi kjörtímabilið. En svo heyrist ekkert af framgangi frumvarpsins.“ Sigríður J. Friðjónsdóttir sinnir þessa dagana bæði starfi saksóknara Alþingis og ríkissaksóknara. Nú á þriðjudaginn vann hún á skrifstofu ríkissaksóknara en í gær vann hún að málinu gegn Geir H. Haarde. Sigríður segir að sér hugnist það ekki illa og telji ekki óframkvæm- anlegt að sinna báðum störfum. End- anleg ákvörðun liggi þó ekki fyrir fyrr en hún hafi fundað með saksókn- aranefnd Alþingis. Enn sé stefnt að því að ákæra og gögn málsins á hendur Geir H. Haarde verði send Landsdómi fyrir páska eða skömmu eftir þá. Rúmur mánuður eftir af umboðinu  Kjörtímabil Landsdóms rennur út í maí  Frumvarp fast Morgunblaðið/Kristinn Umræða Fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á lögum um Landsdóm er ólokið. Átta af 15 eru kosnir. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 Din smertestillende løsning til lokal behandling af smerter i ryg, skuldre og muskler Aumir og stífir vöðvar? Voltaren Gel® (Díklófenaktvíetýlamín 11,6 mg/g) er notað sem staðbundin útvortis meðferð við vöðva- og liðverkjum. Lyfið má ekki bera á skrámur, opin sár eða á exem, varist snertingu við augu og slímhúðir, notist eingöngu útvortis og má aldrei taka inn. Þegar lyfið er notað án ávísunar læknis skal hafa samband við lækni ef einkenni batna ekki eða versna innan viku. Á meðgöngu skal ávalt leita ráða læknis eða lyfjafræðings áður en lyfið er notað, þó skal það ek i notað á síðasta þriðjungi meðgöngu. Voltaren Gel® er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára. Lítil hætta er á ofskömmtun vegna útvortis notkunar lyfsins. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Fæst án lyfseðils N J Ó T U M Þ E S S A Ð H R E Y F A O K K U R Verkjastillandi og bólgueyðandi við verkjum í mjóbaki, öxlum og vöðvum Nýtt lok! Auðvelt að opn a Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson Ómar Friðriksson „Við erum ekki að fara ljúka þessu fyrr en eftir helgina. Ég held að það sé alveg ljóst. Það er það mikið eft- ir,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, aðspurður hvenær horft sé til þess að leggja smiðshöggið á nýja kjarasamninga. En miðar nýja tímaáætlunin við að reyna að ná samningum fyrir páska? „Það veltur svolítið á viðbrögðum stjórnvalda, hvort takast muni að koma einhverju saman þá. Ég verð að viðurkenna það.“ Farið yfir stöðuna Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins (SA), kvaðst boðaður á fund með embættismönnum um stöðuna fyrir hádegi í dag en að eftir hádegi tæki við aðalfundur hjá samtökunum. „Við ætlum að fara yfir þau við- brögð sem hafa komið fram hjá ríkis- stjórninni vegna þeirra athuga- semda sem við gerðum. Við erum að reyna að draga fram hvað stendur út af hjá okkur og ríkisstjórninni.“ Á síðustu dögum hefur Icesave- kosningin fléttast inn í kjaramálin. Forseti ASÍ hefur talið brýnt að afgreiða Icesave-málið enda opnist þá fyrir erlendar lánalínur. Þá hafa Vilmundur Jósefsson, for- maður SA, og Vilhjálmur Egilsson lýst því yfir að endurskoða þurfi for- sendur kjarasamninga ef Icesave- lögunum verður hafnað. Inntur eftir þessari afstöðu SA segir Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra og formaður VG, að allir viti að úrslit kosninganna hafi margvísleg áhrif og allir áskilji sér rétt til að skoða sína stöðu eftir helgi. Tenging við Icesave trufli ekki „En við höfum ekkert blandað þessu saman. Það ræðst þá bara af tímanum hvort menn ná þessu sam- an fyrir helgi, um helgina eða eftir hana. Það er ekki ætlunin af okkar hálfu að láta það trufla neitt. Við er- um að vinna í yfirlýsingu okkar og skoða það sem frá þeim hefur kom- ið,“ segir Steingrímur. Kjaraviðræður í hægagangi  Forseti ASÍ segir ljóst að samningar muni ekki nást fyrr en eftir helgina Áhrif Icesave-kosningar » Forseti ASÍ lét þau orð falla í mars að það væri „alveg ljóst að kjarasamningar verði byggðir upp á ákveðnum for- sendum um uppbyggingu“. » „Niðurstaða þessarar at- kvæðagreiðslu mun auðvitað hafa áhrif á þær forsendur.“ Gylfi Arnbjörnsson Vilhjálmur Egilsson Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa beitt ungan dreng kyn- ferðislegu ofbeldi rennur út í dag. Til stendur að taka ákvörðun í dag um hvert framhaldið í málinu verði og hvort farið verði fram á áframhald- andi gæsluvarðhald. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum eru menn- irnir frændur og báðir grunaðir um gróf kynferðisbrot gegn 8 ára syni annars þeirra. Að sögn Björgvins Björgvinsson- ar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hafa skýrslutökur staðið yfir síðustu daga en mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli rann- sóknarhagsmuna frá 31. mars síðast- liðnum. Lögregla hefur einnig lagt hald á tölvur og tölvugögn í eigu mannanna og sömuleiðis fíkniefni sem þeir höfðu í fórum sínum. hjaltigeir@mbl.is Gæsluvarðhald rennur út í dag Morgunblaðið/Brynjar Gauti Níð Mennirnir hafa setið í gæslu- varðhaldi frá því á fimmtudaginn.  Hald lagt á tölvur og tölvugögn Andri Árnason hrl., verjandi Geirs H. Haarde, segir að Al- þingi hefði getað breytt lögum um landsdóm áður en greidd voru atkvæði um ákæru gegn Geir, þannig að þau yrðu al- mennt séð nothæf. Alþingi hefði hins vegar valið að gera það ekki. „Nú þarf væntanlega Alþingi að kjósa sér nýja dómara, ann- aðhvort þá sömu eða nýja,“ segir hann. Ekki sé gott að segja til um áhrif þess á málið en það sé óeðlilegt að sá sem ákæri kjósi sér dómara til að dæma málið eða krukki í kjör- tímabilinu. „Margur gæti ef- laust haldið því fram að það gæti ónýtt málatilbúnaðinn,“ segir Andri. Kjósi Alþingi, sem ákvað að ákæra, nýja dómara sé varla hægt að telja að dómurinn sé óvil- hallur. Óeðlilegar breytingar VERJANDI GEIRS Gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri sem tekinn var með 36.000 skammta af e-töflum og á fimmta þúsund skammta af LSD á Keflavíkurflugvelli 23. mars sl. var í gær framlengt til 20. apríl. Þetta kom fram á vef RÚV í gær. Maðurinn var á heimleið eftir ferð til Kanaríeyja en með honum í för var kona á þrítugsaldri. Var konunni sleppt í síðustu viku. Eitt það mesta í sögunni Smyglið á e-töflunum var eitt það mesta sem um getur en aldrei áður hafði verið lagt hald á jafnmarga LSD-skammta í einu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru fíkniefnin falin í fölskum botni á stórri ferðatösku. Ekki náðist í sérfræðinga lög- reglunnar í Keflavík í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Gæsluvarðhald yfir smyglara hefur verið framlengt 56,8% kjósenda ætla að segja nei við Icesave-samningnum í nýrri könnun sem MMR gerði fyrir Stöð 2. 43,2% svarenda ætlar að segja já. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem sýnir að fleiri séu á móti samningnum en styðja hann. Könnunin var gerð dagana 4.-6. apríl. Svarhlutfall var rúmlega 60%. Spurt var: Ef kosið yrði um nýjustu Icesave-lögin í dag, hvort myndir þú kjósa með eða á móti? Samkvæmt könnuninni ætlar að- eins fjórðungur kjósenda Sjálfstæð- isflokksins að styðja samningana en um 75% eru á móti þeim. Þetta er ívið meiri andstaða við Icesave en hjá kjósendum Framsóknarflokks. Flest- ir kjósendur Samfylkingarinnar ætla að styðja Icesave, en kjósendur VG eru klofnir í sinni afstöðu. Nokkrar kannanir hafa verið gerð- ar á afstöðu kjósenda til Icesave- samninganna síðustu vikurnar. Í þeim öllum hafa fleiri sagst ætla að styðja samningana en þeir sem sögð- ust vera móti þeim. Síðasta könnun Capacent, gerð fyrir Áfram-samtök- in, sýndi að 55,3% þeirra sem tóku af- stöðu ætluðu að segja já, en 44,7% nei. 57% á móti Icesave

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.