Morgunblaðið - 07.04.2011, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011
Settu þig í stellingar
20% afsláttur af stillanlegum heilsurúmum
Faxafeni 5 • Sími 588 8477
Gísli Baldur Gíslason
gislibaldur@mbl.is
Rekstraraðilar matsölunnar Hámu
á Háskólatorgi Háskóla Íslands
íhuga nú að skipta út stál-
hnífapörum og leirtaui fyrir einnota
plastborðbúnað. Ástæðan er sú að
gríðarlegur fjöldi hnífapara, bolla
og jafnvel diska hefur horfið á
hverju ári síðan Háma hóf rekstur í
húsnæðinu. Fjölmörg dæmi eru um
að fólk hendi þessum hlutum í rusl-
ið eftir notkun.
„Stálhnífapör, postulín og allt
þannig hverfur eiginlega hraðar en
maður nær að snúa sér við og við
erum í stökustu vandræðum með
þetta,“ segir Rebekka Sigurð-
ardóttir, upplýsingafulltrúi Fé-
lagsstofnunar stúdenta. „Við erum
búin að vera með Hámu í þessu
húsi í rúm þrjú ár. Á þessu tímabili
höfum við þurft að endurnýja al-
gjörlega eða kaupa nýjar birgðir af
hnífapörum nokkrum sinnum
hvern einasta vetur.“ Rebekka
nefnir einnig að postulínsbollar hafi
verið endurnýjaðir árlega.
Nú verður sú breyting gerð á að
aðeins viðskiptavinir sem kaupa sér
heitan mat fá stálhnífapör, en ekki
aðrir. „Þannig að við erum ekki að
hætta með þau, en við erum að
breyta þessu aðeins, því við erum í
vandræðum.“
Átján bollar í ruslagámi
„Eins undarlegt og það er þá
lendir mikið af þessu í ruslinu,“
segir Rebekka sem vonast þó til að
þetta muni nú breytast þar sem bú-
ið er að taka upp sérstakt endur-
vinnslukerfi á háskólasvæðinu.
Hún segir að eitt sinn hafi starfs-
maður fundið átján postulínsbolla í
ruslagámi háskólans og að það geti
ekki talist tilviljun.
„Það var eins og fólk hallaði bara
diskunum og öllu sem á þeim var
ofan í ruslatunnurnar, hnífapör-
unum þar með töldum. Við gefum
okkur það ekki að þetta sé gert vilj-
andi, en þetta er algjört hugs-
unarleysi.“
Háma á Háskólatorgi íhugar að skipta yfir í einnota borðbúnað Birgðir af hnífapörum og
bollum verið endurnýjaðar reglulega á þremur árum „Algjört hugsunarleysi“ hjá nemendum
Morgunblaðið/Valdís Thor
Setið að snæðingi „Fólk fer út að reykja með bollana og í aðrar byggingar. Þetta endar hér og þar. Svo eru ef-
laust margir bollar í íbúðum hjá stúdentum eða hjá fólki sem tekur þá með sér sem minjagripi.“
Stálhnífapör og leirtau í ruslið eftir notkun
Norðanmenn biðu síðasta fundar
veðurklúbbsins á dvalarheimilinu
Dalbæ á Dalvík með eftirvæntingu í
ár eins og endranær, enda þaul-
vanir veðurspekingar á ferð.
Hópurinn kom saman 29. mars sl.
og voru fundarmenn 14, margir
hverjir íbyggnir og sumir jafnvel
dularfullir, að því er segir í tilkynn-
ingu hópsins.
Farið var yfir næstu tunglkomu
þar sem tungl kviknar í suðsuð-
vestri kl. 14:32 en þá er á ferð
sunnudagstungl. Einn fundar-
manna hafði dreymt mikinn snjó og
sagðist ráða það svo að þetta væri
fyrir þíðu og suðlægum áttum.
Var niðurstaða fundarins sú að
framundan væru suð- og vestlægar
áttir en að eftir 20. apríl kæmi
norðanátt og snjókoma. Fylgdi með
sú spá að nokkuð mikinn snjó
mundi setja niður í þessu hreti.
Ekki náðist í talsmann veður-
klúbbsins og var því leitað til Ein-
ars Sveinsbjörnssonar veðurfræð-
ings og spurt um páskaveðrið.
Kvaðst Einar þá ekki hafa for-
sendur til að spá um veður svo
langt fram í tímann en bætti þó við:
„Það getur hins vegar vel verið
að Dalvíkingarnir hafi rétt fyrir
sér. Þeir nota aðrar aðferðir sem
hafa reynst þeim ágætlega. Þeir
nota alþýðuvísindin, íslensku al-
þýðutrúna, sem ég ætla alls ekki að
gera lítið úr. Síður en svo.
Vorkoman er skrykkjótt. Það
getur komið gott veður en svo slær
í bakseglin. Svona hret eru fylgi-
fiskur þessa árstíma. Hret í apríl og
maí eru algeng. Ef veðrið er skoðað
mörg aftur í tímann kemur í ljós að
flest árin verða páskahret.“
Veðurklúbburinn
spáir páskahreti
Spáir snjókomu daginn fyrir skírdag
Morgunblaðið/Kristján
Skíðafæri Norðanmenn sóla sig í
Akrafjalli páskahelgina árið 2002.
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Þjóðareign á náttúruauðlindum,
aukið beint lýðræði, skýrari aðskiln-
aður löggjafar- og framkvæmd-
arvalds og kynning á helstu ein-
kennum lands og þjóðar er á meðal
þess sem finna má í hugmyndum
stjórnlaganefndar að nýrri stjórn-
arskrá Íslands. Ómar Ragnarsson,
aldursforseti Stjórnlagaráðs, tók
formlega við skýrslu stjórnlaga-
nefndar úr höndum Guðrúnar Pét-
ursdóttur, formanns nefndarinnar,
við setningu stjórnlagaráðs í gær.
Hugmyndir nefndarinnar að nýrri
stjórnarskrá voru meðan annars
unnar með hliðsjón af niðurstöðum
þjóðfundarins 2010. Stjórnlagaráði
er ætlað að hafa skýrsluna til hlið-
sjónar við undirbúning á frumvarpi
að endurbættri stjórnarskrá Ís-
lands.
Lagt er til að ákveðinn fjöldi
kjósenda, ekki undir 15%,
geti óskað eftir þjóð-
aratkvæðagreiðslu til
staðfestingar eða synj-
unar lagafrumvörpum frá
Alþingi. Þá er einnig
nefnd sú hugmynd að
þriðjungur þingmanna
geti með sama hætti skotið málum
til þjóðarinnar og jafnvel rofið þing.
Rétt hugtakanotkun mikilvæg
Stjórnlaganefnd teflir fram þeim
hugmyndum að binda ákvæði um
þjóðareign á náttúruauðlindum í
stjórnarskrá landsins. Skúli Magn-
ússon, ritari EFTA-dómstólsins og
fulltrúi í stjórnlaganefnd, ritar lög-
fræðilega úttekt á álitaefnum um
auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Þar
bendir hann meðal annars á mikil-
vægi réttrar hugtakanotkunar en
leggur þó ekki mat á hvort ákvæði
um þjóðareign sé æskilegt. Að mati
Skúla kann að vera réttara að tala
frekar um „almannarétt“ eða „ríkis-
eign“ eftir því sem við á.
Stjórnlagaráð form-
lega tekið til starfa
Ákvæði um þjóðareign og beint lýðræði má finna í
hugmyndum stjórnlaganefndar um nýja stjórnarskrá
Stjórnlagaráð var sett við hátíðlega athöfn í húsnæði ráðsins við Of-
anleiti 2. Í Stjórnlagaráði sitja 25 fulltrúar og er þeim ætlað að taka
við og fjalla um skýrslu stjórnlaganefndar, undirbúa frumvarp að
endurbættri stjórnarskrá og hafa til hliðsjónar við þá vinnu nið-
urstöður Þjóðfundar 2010. Ómar Ragnarsson er aldursforseti
ráðsins og stýrði því fyrsta fundinum en forseti Stjórnlagaráðs
verður kosinn í dag. Setning ráðsins var send út í beinni út-
sendingu á heimasíðu Stjórnlagaráðs. Fyrsta verkefni stjórn-
lagaráðs var að syngja kvæðið Þingvallasöng eftir Steingrím
Thorsteinsson, sem er betur þekkt undir nafninu „Öxar við ána.“
Byrjuðu á Þingvallasöng
STJÓRNLAGARÁÐ SETT MEÐ ATHÖFN
Ómar Ragnarsson
Morgunblaðið/Golli
Stjórnlagaráð Við setningu stjórnlagaráðs í gær hlýddu fulltrúar m.a. á barnakór syngja.
Skannaðu kóðann
til að sjá mynd-
skeið frá fund-
inum í gær.