Morgunblaðið - 07.04.2011, Page 6

Morgunblaðið - 07.04.2011, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Við svörum umboðsmanni að sjálf- sögðu og skýrum stöðu málsins fyrir honum,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra en Um- boðsmaður Alþingis hefur farið fram á skýringar fjármálaráðuneyt- isins á því af hverju fjölmiðlar hafa ekki fengið svör um kostnað við gerð Icesave-samninganna. Bæði Morgunblaðið og Ríkisút- varpið hafa óskað eftir upplýsingum um þennan kostnað og Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, lagði fram fyrirspurn á Alþingi um kostnaðinn nokkrum dögum eftir að Morgun- blaðið bar fram sína ósk. Umboðs- maður vill fá svör í síðasta lagi á morgun, 8. apríl. Steingrímur sagði að í gærmorg- un hefði verið fundað um þetta mál í ráðuneytinu. „Við viljum gera þetta alveg rétt samkvæmt lögum og reglum,“ segir hann og bendir jafn- framt á að ráðuneytið hafi haft þá vinnureglu að svara fyrirspurnum á Alþingi á þinginu sjálfu. Steingrímur tekur fram að kostn- aðurinn sé ekki allur kominn í hús. „Við höfum verið að taka þetta sam- an en það verður að sjálfsögðu gerð grein fyrir því öllu þegar þær upp- lýsingar liggja fyrir,“ segir hann. Vissulega sé dýrt að kaupa færa erlenda lögfræðinga og ráðgjafa vegna samningagerðarinnar um Ice- save. „Það eru háir reikningar eins og við þekkjum, en innlendi kostn- aðurinn er allur á mjög hófsamleg- um nótum. Þetta er orðið langt og mikið ferli sem hefur kostað sitt.“ Hann segir alveg ljóst að kostn- aðurinn komist fljótt í háar fjárhæð- ir þegar keypt sé þjónusta erlendra lögfræði- og ráðgjafarfyrirtækja. „Það er bara samkvæmt töxtum: Hefur yfirleitt tekist að semja um afslætti frá þeim og alltaf verið reynt að ná hagstæðustu kjörum sem í boði eru en þjónusta slíkra að- ila er dýr. Það var alger sátt og sam- staða um að leita til mjög þekkts lögfræðings og þá verða menn að borga honum í samræmi við gjald- skrá þess fyrirtækis sem hann starf- ar hjá. Allar slíkar greiðslur eru skv. gjaldskrám og tímamælingum. Það er hægt að fullyrða að kostn- aðurinn er bara sá sem hann er í samræmi við þær gjaldskrár sem við eiga og eftir atvikum þá afslætti sem okkur tekst að kría út,“ segir Steingrímur. Ekki sundurliðuð svör fyrir Icesave-kosningarnar Spurður hvort upplýsingarnar verði birtar áður en Icesave-kosn- ingarnar fara fram á laugardaginn segir Steingrímur: „Alla vega ekki svona sundurliðuð svör. Það held ég að sé alveg ljóst. Við höfðum ætlað að veita þær upplýsingar sem við gætum á því stigi málsins sem fyr- irspurninni yrði svarað en væntan- lega með fyrirvara um að ekki væru öll kurl komin til grafar.“ Undirbúa svör og skýringar  Fjármálaráðherra segir að greiða þurfi erlendum lögfræðingum og ráðgjöfum háar fjárhæðir vegna Icesave  Innlenda kostnaðinum hafi verið mjög stillt í hóf Reynt að ná hag- stæðustu kjörum sem í boði eru en þjónusta slíkra að- ila er dýr. Steingrímur J. Sigfússon Að mörgu þarf að huga áður en sumarið gengur í garð. Á myndinni hér að ofan sjást Bragi Stef- ánsson og bræðurnir Bernhard og Jón Jakob Jó- hannessynir gera bátinn Bödda KÓ kláran fyrir sumartíðina. „Þetta er gamall Færeyingur, góð- ur bátur, og helvíti gaman að sigla á þessu. Við förum hérna út fyrir á sumrin og veiðum okkur í soðið,“ sagði Jón Jakob við blaðamann. Veiðin sé yfirleitt góð og þeir fái stöku steinbít og þorsk. Þeir rói stundum langt út og taki gjarnan heil- ann dag í túrinn í góðu veðri. Hann segir vélina í bátnum algjörlega ódrepandi. hjaltigeir@mbl.is Gamli Færeyingurinn er vorboði veiðimannanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðstandendur Advice-hópsins, sem talar gegn því að Icesave-lögin verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardaginn, segja enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort nöfn styrktaraðila verði gefin upp. Frosti Sigurjónsson, einn meðlima hópsins, segir það standa til að ræða þau sjónarmið sem við eigi, meðal ann- ars um rétt styrktaraðila til nafn- leyndar og rétt kjósenda til þess að vita hverjir fjárhagslegir bakhjarlar séu. Aðspurður segir Frosti heildar- fjárhæðina sem varið hafi verið í auglýsingar undanfarið ekki liggja fyrir. Hann segir þó að framlög hafi aukist til muna eftir að „hákarls- auglýsingin“ umtalaða birtist í dag- blöðum fyrir helgi. Öruggar heimildir Morgunblaðs- ins herma að meðal styrktaraðila Áfram-hópsins, sem hefur þá op- inberu afstöðu að farsælast sé að samþykkja Icesave-lögin, séu Sam- tök fjármálafyrirtækja (SFF). Stjórn SFF samþykkti í síðustu viku að styrkja Áfram-hópinn um eina milljón króna, eftir að beiðni þar að lútandi barst frá Áfram-hópnum. Stóru bankarnir þrír, Landsbank- inn, Íslandsbanki og Arion banki halda utan um meirihluta atkvæða í stjórn SFF. Eftir því sem næst verður komist hafa forsvarsmenn Advice ekki óskað eftir styrk frá SFF. Heimildir Morgunblaðsins herma jafnframt að Samtök atvinnu- lífsins og Samtök iðnaðarins hafi styrkt Áfram um sömu upphæð og SFF. Margrét Kristmannsdóttir, einn forsvarsmanna Áfram-hópsins, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki vilja tjá sig um styrki frá einstökum lögaðilum. Bankar styrkja Áfram Advice og Áfram gefa ekki upp bakhjarla Um 13.000 kjósendur höfðu greitt utankjörfundaratkvæði vegna Ice- save-kosninganna á laugardag þeg- ar kjörstöðum var lokað klukkan 22.00 í gærkvöldi, að sögn Bryndísar Bachmann, aðstoðardeildarstjóra sýslumannsins í Reykjavík. Þar af greiddu um 2.050 manns atkvæði í Laugardalshöll í gær en hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um land allt. Aðspurð um þátttökuna segir Bryndís hana vera „tvöfalt meiri og rúmlega það“ en vegna Icesave- kosningar 6. mars í fyrra og svipaða og fyrir þingkosningar að jafnaði. 13.000 hafa þegar kosið Lán frá Depfabank í Þýskalandi til Hafnarfjarðarbæjar upp á 4,2 millj- arða er á gjalddaga í dag og bærinn á ekki peninga til að greiða lánið. Guð- mundur Rúnar Árnason bæjarstjóri segir að viðræður um endurfjár- mögnun séu í eðlilegum farvegi. Ver- ið sé að ræða við marga aðila. Annað lán frá Depfabank upp á 5,3 milljarða er á gjalddaga 30. janúar á næsta ári. Búast má við að takist að semja um endurfjármögnun verði ný lán á mun verri kjörum. Áætlað er að vaxtagreiðslur bæjarins muni aukast um 385 milljónir vegna þeirra. Guðmundur Rúnar sagðist í gær ekkert geta rætt efnislega um þær viðræður sem nú hefðu staðið yfir í allangan tíma. Fyrir skömmu féll 1,8 milljarða lán frá Depfabank til Reykjanesbæj- ar á gjalddaga en þá var samið um frestun á gjalddaga en að lánið myndi bera 7% vexti. 4,2 milljarða lán á gjalddaga í dag  Segir viðræður í „eðlilegum farvegi“ Morgunblaðið/Ómar Byggt Fjárfestingar eru baggi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.