Morgunblaðið - 07.04.2011, Side 9

Morgunblaðið - 07.04.2011, Side 9
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Vorið er komið til Akureyrar – í enn eitt skiptið á þessu ári. Sólin skín og hlýtt er í veðri. Sumir þora að spá því að veturinn sé farinn fyrir fullt og allt, að minnsta kosti neðan Hlíðarfjalls.    Enn eykst fjölbreytnin í veit- ingaflóru bæjarins. Opnaður hefur verið tapasbar að spænskum hætti í Listagilinu, nefndur Goya.    Formenn stóru íþróttafélaganna í bænum voru báðir endurkjörnir á að- alfundum þeirra í síðustu viku: Hrefna Torfadóttir í KA og Sigfús Helgason í Þór.    Aríur og íslensk sönglög óma í að- alsal Hofs í kvöld á tónleikum Heimis Bjarna Ingimarssonar baritóns. Með honum leika Aladár Racz á píanó, Lára Sóley Jóhannsdóttir á fiðlu og Vihjálmur Ingi Sigurðarson á tromp- et. Þá syngur Karlakór Akureyrar – Geysir.    Áhugaverður opinn fundur verð- ur í Hofi í dag, þar sem fjallað verður um samgöngubætur, styttingu leiða, jarðgöng og áhrif þessara þátta á lífs- gæði og samkeppnishæfni atvinnu- lífsins.    Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við HA, fjallar á fundinum um sam- göngur og samfélagið, Njáll Trausti Friðbertsson, viðskiptafræðingur og flugumferðarstjóri, um styttingu hringvegarins og nauðsyn góðra sam- gangna fyrir Norðurland og Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Brims, um flutningskostnað og áhrif hans á samkeppnisstöðu fyrirtækja.    Charlotte Bøving sýnir Þetta er lífið ... og om lidt er kaffen klar, í Hofi föstudags- og laugardagskvöld.    Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin í Íþróttahöllinni á laug- ardaginn.    Skátar hafa komið upp skemmti- legri sýningu á Amtsbókasafninu, til að heiðra minningu Tryggva Þor- steinssonar, sem hefði orðið 100 ára 24. apríl nk. Tryggvi var félagsforingi Skátafélags Akureyrar í 28 ár og orti á sínum tíma á annað hundrað skáta- texta. Tryggvi starfaði lengst af við Barnaskóla Akureyrar, síðasta ára- tuginn sem skólastjóri. Veturinn farinn? Skapti Hallgrímsson Veturinn fjarlægður Nína Rut, fjögurra ára, aðstoðaði frændfólk sitt í Gler- árhverfi við að ryðja burt úr garðinum því litla sem enn var eftir af vetri. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is Mikið úrval af nýjum vörum www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið: mán.-fös. kl. 11-18 | lau. 10-16 Str. 38-56 Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Þú minnkar um eitt númer Næg bílastæði Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 11-16 Ný sending af yfirhöfnum fyrir sumarið Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur - Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Símar 555 7355 og 553 7355 - www.selena.is Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. Bikini - Tankini - Sundbolir A-FF skálar Vor og Páskavörur Eigum e innig páskaeg gjamót - 5 stær ðir Klappastíg 44 – Sími 562 3614 Laugavegi 63 • S: 551 4422 NÝ SENDING GLÆSILEGUR SPARIFATNAÐUR Skoðið fleiri v örur á www.l axdal.i s

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.