Morgunblaðið - 07.04.2011, Side 11
endurtaka leikinn síðar. „Margir
sem hafa upplifað heimilaskipti hafa
fundið út að svona vilji þeir ferðast
um heiminn eigi þeir þess kost. Mað-
ur kynnist löndunum á svo persónu-
legan hátt með því að gista inni á
heimilum fólks. Fólk reynir líka að
hafa heimilið huggulegt við komu
gestanna – það er kaffi inni í skáp,
ostur og brauð á staðnum svo maður
getur strax sest niður og látið líða úr
sér. Svo nær maður í innkaupakörf-
una og labbar út í búð eða fer í hjól-
túr um nágrennið á hjólum þeirra
sem búa þarna. Þetta er svo ótrúlega
þægilegt,“ segir hún með mikilli
áherslu.
Hún bætir því við að fólk sé
mjög samviskusamt þegar kemur að
því að standa við sinn hluta samn-
ingsins. „Við fjölskyldan vorum t.d.
búin að undirbúa skipti sem voru
þannig að það ætlaði fólk að koma í
húsið okkar um páskana og við ætl-
uðum að vera í íbúð þeirra í sumar.
Svo komu veikindi upp hjá þeim svo
þau gátu ekki komið en engu að síður
segja þau okkur að sjálfsögðu vel-
komin í húsið þeirra í sumar. Fólk
hleypur ekkert undan sínum lof-
orðum.“
Sesselja segir vissulega mikinn
kost við slík heimilaskipti að þau
auðveldi fólki ferðalögin fjárhags-
lega, en skiptin séu þó aðeins ódýr í
þeim skilningi. „Að öllu öðru leyti
eru ótrúleg verðmæti fólgin í þessu –
að einhver sé tilbúinn að segja:
„Gjörðu svo vel, hér er heimilið
mitt.“ Það er ekki hægt að setja
flottari verðmiða á lífið.“
Mikil aðsókn að Íslandi
Sjálf er hún búin að vera félagi í
samtökunum frá því skömmu fyrir
kreppu. „Kortér fyrir hrun sáum við
fjölskyldan hús suður á Ítalíu og
ákváðum að skella okkur þangað.
Svo þegar allt hrundi héldum við að
við gætum þetta ekki enda fækkaði
mjög í samtökunum um það leyti –
fólk trúði því einfaldlega ekki að það
gæti ferðast. Við byrjuðum því á að
skrifa þessum Ítölum til að aflýsa
ferðinni okkar út en þegar við hugs-
uðum málið betur skiptum við aftur
um skoðun. Við sáum að við myndum
bara þurfa að kaupa flugmiða og á
meðan við færum út kæmu útlend-
ingar á okkar vegum til landsins sem
myndu eyða peningum hér. Þannig
myndu allir græða um leið og við
kæmumst í ódýrt frí til útlanda.“
Fleiri virðast hafa séð ljósið í
þessu að sögn Sesselju. „Það hefur
verið gríðarleg fjölgun í samtök-
unum undanfarin misseri enda
spyrst þetta fljótt út. Það eru líka
mjög margir tilbúnir að koma til Ís-
lands, sérstaklega frá Frakklandi,
Ítalíu og Spáni og víðar frá Evrópu.
Það er mjög mikill áhugi á að koma
hingað og ef maður skipuleggur fríin
sín tímalega gengur yfirleitt mjög
vel að finna sér samastað þar sem
ferðinni er heitið.“
Egyptaland „Við fórum til
Kairó 2009, við Halla Rún
Tryggvadóttir, Sólrún
Mjöll Kjartansdóttir (sem
var fermingarbarn þeirrar
ferðar), maður minn
Kjartan Guðnason og ég.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Það er dásamlegt að dvelja í sumar-
húsi til lengri eða skemmri tíma,
slaka á, fara í göngutúr, liggja í heita
pottinum, grilla og bara njóta þess að
vera með sjálfum sér eða öðru fólki.
En það eiga ekki allir sumarbústað og
því er vefsíðan bungalo.is tilvalin fyr-
ir þá sem langar að leigja sér sumar-
bústað. Þar er hægt að skoða og
panta sumarbústaði um allt land sem
eru til leigu. Hægt er að slá inn hvar á
landinu óskað er eftir bústað, fyrir
hversu marga þarf að vera svefnpláss
og hvaða verð að hámarki fólk er
tilbúið til að borga. Einnig er hægt að
haka við net, hvort gæludýr eru leyfð,
hvort aðgengi er fyrir hreyfihamlaða,
hvort það er heitur pottur, gasgrill og
fleira sem óskað er eftir. 140 bústað-
ir eru á skrá.
Vefsíðan www.bungalo.is
Morgunblaðið/RAX
Sumarhús
til leigu
Heimilaskiptin fara fyrst og fremst fram í gegnum
heimasíðuna www.intervac.com, en þar er hægt að
ganga í samtökin. Árgjald samtakanna miðast við
eina nótt á þriggja stjörnu hóteli og er sem stend-
ur 65 evrur eða um 10.500 krónur.
Að skráningu lokinni er hægt að komast í fyllri
upplýsingar um þau heimili sem eru í boði á
ákveðnum stöðum og ákveðnum tímum, en ís-
lensk síða Intervac er á íslensku svo auðvelt er að
leita.
Næsta skref er svo að setja sig í samband við
þá sem bjóða fram heimili sín á vefnum. Lögð er
áhersla á persónuleg samskipti enda byggi þau
upp traust á milli aðila, sem sé nauðsynlegt í slík-
um skiptum.
Oft fær fólk margar fyrirspurnir áður en það gerir upp hug sinn um
hvern þeir vilji skipta við, enda eru margvíslegir skiptimöguleikar í boði.
WWW.INTERVAC.COM
Persónuleg samskipti lykilatriði