Morgunblaðið - 07.04.2011, Page 12

Morgunblaðið - 07.04.2011, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 2011 landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Komdu við í næsta útibúi, hringdu í 410 4000 eða stofnaðu til reglubundins sparnaðar í Einkabankanum á landsbankinn.is. „Ég held að maður verði bara að byrja einhvers staðar, byrja á þúsundkallinum.“ Reglubundinn sparnaður er ein besta leiðin til að spara. Þú setur þér skýr markmið og ákveður hve háa upphæð þú vilt spara mánaðarlega. Byrjaðu að spara strax í dag. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA N B IH F .( L A N D S B A N K IN N ) ,K T .4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Það er ekkert sem bendir til þess að forsendur fjárlaga yfirstandandi árs séu að raskast neitt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Fjárlaganefnd fór í gærmorgun yfir nýja hagspá Hagstofunnar og áhrif hennar á forsendur fjárlaga. Fjármálaráðherra og sérfræðingar fjár- málaráðuneytisins sátu fundinn. Oddný G. Harðardóttir, formaður fjárlaga- nefndar, segir að í ljós hafi komið að forsendur fjárlaganna standist. Breytingar frá seinustu spá í nóvember séu óverulegar. „Forsendurnar fyrir árið 2011 virðast halda vel. En það þarf að skoða langtímaáætlunina vegna þess að þar eru vísbendingar um að árið 2012 verði erfiðara en við áttum von á en árin 2013 og 2014 verði hins vegar betri en áætlanir gerðu ráð fyrir,“ segir hún. Jákvæðar vísbendingar um tekjur Mjög stórir óvissuþættir eru þó uppi sem munu hafa umtalsverð áhrif á ríkisfjármálin á næstu mánuðum, ekki síst væntanlegir kjarasamningar. Spurður um tekjur ríkissjóðs að undanförnu segir Steingrímur að fyrstu vísbendingar séu frekar jákvæðar og það rími við þá staðreynd að einkaneyslan byrjaði að þokast upp á við á síðari hluta seinasta árs. Þá sé áætlað að fjárfestingar muni heldur þokast upp á við og útflutningsstarf- semin er heldur sterkari í þessari spá. „Það leggj- ast með okkur hlutir eins og betri loðnuvertíð og fleira. Við sjáum ekki að það séu nein tilefni til breytinga á þessu stigi,“ segir hann. En miklu stærri óvissuþættir eru í farvatninu að sögn fjármálaráðherra og nefnir hann áhrif væntanlegra kjarasamninga og útkomu kosning- anna um Icesave-lögin á laugardaginn. „Við mun- um meta þetta þegar líður á vorið og stefnum að því að koma með endurskoðaða áætlun í maí.“ Ekki gert ráð fyrir launahækkunum í fjár- lögum en 5 milljarðar eru í varapotti Ekki er farið að meta hver gætu orðið áhrif væntanlegra kjarasamninga á fjárlög yfirstand- andi árs en Steingrímur segir alveg ljóst að áhrifin geti orðið umtalsverð bæði í bráð og lengd. „Jákvæðu áhrifin eru tvímælalaust þau ef menn sjá fyrir sér sæmilega stöðugt umhverfi og frið á vinnumarkaði næstu árin. Það er jákvætt í öllu samhengi fyrir hagkerfið. En [kjarasamningar] hafa að sjálfsögðu kostnaðaráhrif, bæði bein og af- leidd áhrif sem snúa að ríkinu,“ segir Steingrímur. Forsætisráðherra hefur í samtölum við fjöl- miðla nefnt að kostnaður við aðgerðir í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til aðila vinnumarkaðarins í seinustu viku geti verið nálægt 20 milljörðum kr. ,,Við gáfum aldrei út þá tölu en það er alveg ljóst að þetta eru umtalsverðar fjárhæðir, bæði launa- greiðslurnar og endurskoðun fjárhæða í bótakerf- unum og síðan er verið að tala um ákveðnar að- gerðir á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og ferðamála, sem fela í sér kostnað en það eru ekki stóru tölurnar í þessu. Stóru tölurnar eru fyrst og fremst launahækkanirnar og áhrifin á bótafjár- hæðirnar og fleira af því tagi,“ segir Steingrímur. Ekki gert ráð fyrir hækkun launa opinberra starfsmanna eða grunnfjárhæða bóta á þessu ári í fjárlögum ársins en hins vegar voru settir til hlið- ar fimm milljarðar vegna þessa í nokkurskonar varapott. Fjárlög halda enn, en mikil óvissa vegna kjarasamninga  Vísbendingar um að þörf verði á enn meira aðhaldi í ríkisfjármálum á næsta ári Morgunblaðið/Ómar Fjárlögin Óvissa er með fjárlagavinnu næsta árs vegna endurnýjunar kjarasamninga, sem ekki hefur tekist enn. Fundað verður um þessi mál í Stjórnarráðinu, Karphúsinu og á fleiri vígstöðvum. Í dag, fimmtudag, kl. 14-17, verður efnt til málþings um norræn tjá- skipti í Norræna húsinu. Að mál- þinginu standa sendiráð Svíþjóðar, Noregs, Danmerkur og Finnlands, ásamt Svensk-Isländska Sam- arbetsfonden og Dansk-Islandsk Samarbejdsudvalg og Stofnun Vig- dísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Meðal ræðumanna eru kennarar á öllum skólastigum í norrænum málum og fulltrúi frá Norrænu ráð- herranefndinni. Skráning á málþingið er með pósti á reykjavik.invit@for- eign.ministry.se. Dagskrána má lesa á www.vigdis.hi.is. Málþing um norræn tjáskipti haldið í Norræna húsinu Nýlega lagði tollgæslan hald á tölu- vert magn af fölsuðum Gillette Fus- ion Power-rakvélablöðum. Um var að ræða hraðsendingu frá Hong Kong. Er þetta í fyrsta skipti sem tollgæslan hér á landi leggur hald á fölsuð rakvélablöð en talið er lík- legt að rakvélablöðin hafi verið ætl- uð til sölu hér á landi. Reynst getur erfitt fyrir almenning að þekkja muninn og ekki fyrr en við rakstur sem spurningar vakna um lögmæti vörunnar. Hafa ber í huga að blöðin eru oft mun ódýrari, litamunur er á pakkningum og gæðamunur er áberandi auk þess sem greinilegur munur er oftast á útliti þeirra. Íslensk Ameríska er umboðsaðili fyrir Gillette á Íslandi. Fyrirtækið mun fyrir hönd framleiðanda fara í lögbannsmál gagnvart þeim aðilum sem flytja inn og/eða selja fölsuð eintök frá Gillette. Hald lagt á fölsuð Gillette-rakvélablöð Andvirði verkefna til eflingar atvinnu á Vest- fjörðum, sem ríkisstjórnin kynnti í fyrradag var sagt 5,4 milljarðar. Þar af væru 1,5 millj- arðar nýtt fjármagn. Í reynd eru þó eingöngu 450 milljónir kr. af þessum 1,5 milljörðum viðbótarútgjöld úr ríkissjóði því stærsti hluti þessa eru framkvæmdir sem kostaðar eru af Ofanflóðasjóði. Af þeim 450 milljónum sem þarf að afla með aukafjárveitingu eru 350 milljónir vegna vegagerðar. 450 milljónir eru ný viðbótarútgjöld VERKEFNIN Á VESTFJÖRÐUM STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.